Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 1

Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 341. TBL. 92. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Bakaríin okkar um land allt eru í sann- kölluðu hátíðarskapi alla daga fram að jólum. Brjótum brauð um þessi jól! Brjótum brauð um jólin! ALLTAF NÝBAKAÐ - ALLTAF FERSKT - ALLTAF LJÚFFENGT Út á golfvöll á hverjum degi Kylfingar hafa verið iðnir við æfingar í Básum þó að hávetur sé | 20 Himneskir herskarar Fjölbreytt úrval handgerðra jóla- muna á sýningu | Daglegt líf Íþróttir | ÍBV áfram í bikarnum Jafnt hjá Manchester United  Þórður vill fara frá Bochum DÓMARI í Chile birti í gær Augusto Pinochet formlega ákæru fyrir morð og mannrán á þeim tíma, er hann var ein- ræðisherra í landinu. Dómarinn, Juan Guzman Tapia, skipaði, að Pinochet yrði í stofu- fangelsi þar til réttar- höld hæfust en hann er ákærður fyrir mannrán og morð á níu manns í tengslum við Condor- áætlunina. Stóðu að henni herstjórnir í Arg- entínu, Bólivíu, Brasilíu, Chile, Paragvæ og Úrú- gvæ. Fólst hún í því að fyrirkoma andstæðing- um þeirra og fela líkin annars staðar en í heimalandinu. Talið er, að einræðisstjórn Pino- chets frá 1973 til 1990 hafi látið drepa að minnsta kosti 3.000 manns. Pinochet, sem er 89 ára, hefur hingað til sloppið við saksókn með því að bera við ellihrumleika og vegna þess, að hann er fyrrverandi forseti. Hæstiréttur Chile ógilti hins vegar friðhelgi hans í ágúst síðastliðnum. Verjendur Pinochets sögðu í gær, að þeir myndu áfrýja úrskurði dómarans. Pinochet ákærður fyrir morð Santiago. AFP. Augusto Pinochet BÚIST er við, að leiðtogafundur Evrópusam- bandsins ákveði síðar í vikunni að hefja viðræður um aðild Tyrkja að sambandinu. Franska stjórn- in tilkynnti hins vegar í gær, að yrði af viðræðum, myndi hún krefjast þess, að Tyrkir játuðu ábyrgð sína á fjöldamorðum á Armenum á dögum fyrri heimsstyrjaldar. Skoðanakönnun í Tyrklandi sýnir, að drjúgur hluti þjóðarinnar vill flytjast til ESB-ríkja fái hann tækifæri til. Flest bendir til, að samþykkt verði að taka upp aðildarviðræður við Tyrki en innan sambandsins eru skoðanir um aðild þeirra mjög skipt- ar. Eru Frakkar mjög tvístígandi og andstöðu er einnig að finna í Austur- ríki, Danmörku, Slóvakíu og víðar. Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis, ítrek- aði í gær andstöðu sína við aðild Tyrkja og benti á, að áætluð útgjöld ESB vegna henn- ar myndu nema allt að 2.500 millj- örðum ísl. kr. á ári. Nefndi hann líka, að aðeins 28% Austurríkismanna væru hlynnt henni. Andstæðingar fullrar aðildar Tyrkja að ESB vilja, að í stað hennar verði þeim boðin „aukaaðild með sérkjörum“ og þykir líklegt, að áætlun um það verði kynnt á leiðtogafundinum. Valery Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur sagt, að aðild Tyrkja muni breyta sjálfu eðli ESB og víst er, að marga óar við tilhugsuninni um að fá inn í sambandið 71 milljón fátækra múslíma. 75% styðja ESB-aðild Í skoðanakönnun, sem birt var í gær kemur fram, að 75% Tyrkja vilja ESB-aðild og meira en þriðjungur þjóðarinnar hefur hug á að leita sér atvinnu í ESB-ríkjum verði af henni. Tyrkir drápu allt að 1,5 millj. Armena, sem bjuggu í Tyrklandi, á árunum 1915 til 1917 en hafa aldrei viljað viðurkenna, að um þjóðarmorð hafi verið að ræða. Franska þingið hefur hins vegar samþykkt, að svo hafi verið og grunar suma, að með kröfu sinni nú séu Frakkar að leggja stein í götu Tyrkja í væntanlegum við- ræðum. Þriðjungur Tyrkja vill flytjast til ESB-ríkja Brussel. AFP. Þótt flestir Tyrkir vilji í ESB á það ekki við um alla. Hér mótmæla hægri- sinnaðir þjóðernissinnar hugsanlegri aðild. MIKIÐ er að gera í verslunum nú þegar aðeins 10 dagar eru til jóla og fer jóla- verslun víðast hvar vel af stað. Áætla má að einhverju á óskalistann í Smáralind í gær, en úrvalið var nóg fyrir hvort tveggja./4 að hún sé að meðaltali 10–15% meiri en á síðasta ári. Ómögulegt er að segja hvort þessi hnáta var að velja jólagjöf eða leita Morgunblaðið/Jim Smart Allir fá þá eitthvað fallegt SAMKOMULAG er um að stefna að því að taka upp aldurstengda réttindaávinnslu í lífeyris- sjóðum á samningssviði Alþýðusambands Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins, samkvæmt nýundirrituðu samkomulagi þar að lútandi. Það tengist umsömdum auknum greiðslum í lífeyr- issjóði úr 10% í 11% af launum, en jafnframt kemur fram að óhjákvæmilegt sé að taka í notk- un nýjar töflur um ævi- og örorkulíkur um ára- mót. Það hefur í för með sér aukin útgjöld fyrir sjóðina og gerir það að verkum að auknar greiðslur til þeirra munu ekki skila sér í hækk- uðum greiðslum þegar að lífeyristöku kemur. Í samkomulaginu er lagt til annars vegar að þeir sjóðir sem eigi fyrir skuldbindingum sínum um áramótin miðað við nýjar töflur um ævi- lengd og örorkulíkur geri engar breytingar á samþykktum sínum fyrr en endanleg niður- staða liggur fyrir um framtíðarfyrirkomulag á ávinnslu réttinda, en það á að liggja fyrir ekki sýni einnig verulega aukningu. Nú sé í fyrsta skipti miðað við íslenskar örorkulíkur og sýni þær verulega aukningu hjá öllum sjóðunum eða allt upp í 80% frá því sem áður var. Gríðarlega góð ávöxtun Gylfi sagði að einnig hefði komið í ljós að hækkun tekna yfir starfsævina skilaði sér í auknum skuldbindingum og það væru megin- rökin fyrir því að nauðsynlegt væri að taka upp aldurstengt kerfi í stað jafnrar ávinnslu. „Nú er auðvitað mismunandi hver staða sjóða er. Það er ljóst að sjóðirnir koma út á þessu ári með gríðarlega góða ávöxtun sem klárlega hjálpar til að takast á við þennan vanda, en það breytir því ekki að allflestir sjóða okkar munu þrátt fyrir hækkað iðgjald standa frammi fyrir breyt- ingum á réttindum og óhjákvæmilegt annað en að bregðast við, vegna þess að auðvitað verða eignir að hrökkva fyrir skuldbindingum.“ síðar en fyrir apríllok í vor. Hins vegar kveður samkomulagið á um að þeir sjóðir sem ekki eigi fyrir skuldbindingum sínum samkvæmt nýju töflunum grundvalli aðgerðir sínar á því trygg- ingafræðilega mati sem liggi fyrir um áramót. Í núverandi kerfi jafnrar ávinnslu réttinda fá menn sömu réttindi til lífeyris yfir alla starfs- ævina. Aldurstengd ávinnsla þýðir hins vegar að réttindi eru tengd ávöxtunartíma iðgjald- anna og því fást hlutfallslega mun meiri réttindi fyrir iðgjöld greidd snemma á starfsævinni. Fram kemur að unnið hefur verið að því að þróa „milda“ aðferð við yfirfærslu úr jafnri ávinnslu í aldurstengda, en sé ekki gripið til sérstakra að- gerða í tengslum við umskiptin þýðir það skerð- ingu á réttindum þeirra sem eru á miðjum aldri. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að nýjar töflur um lífslíkur sýni að með- alævilengd Íslendinga hafi lengst um eitt ár frá því sem áður var. Athugun á örorku sjóðanna Meðalævi lengist um ár samkvæmt nýjum ævi- og örorkulíkum Samkomulag ASÍ og SA um aldurstengt kerfi Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.