Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 28

Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN U ndanfarin ár hefur samband mitt við eldri bróður minn batnað til muna. Við höfum færst nær hvor öðrum og fundið bæði sameiginleg áhugamál og um- ræðuefni sem við getum velt á milli okkar og skeggrætt frá hin- um ýmsu hliðum. Ef einhver hefði sagt mér að þessi yrði raunin þegar við vorum um tví- tugt hefði ég horft á viðkomandi forviða. En sannleikurinn er sá að mér er fátt kærara heldur en okkar frábæra samband þessa dagana. Eitt af því sem við gerum sam- an er að fara í göngutúra og í lík- amsrækt. Og þegar við þrömmum áfram, eða þrömmum á staðnum mín- útunum saman, verður okkur rætt um ýmis skemmtileg og merkileg málefni. Við bræðurnir eigum það sameiginlegt að finna illa samleið með stjórn- málaflokkum Íslands. Við finnum yfirleitt nógu margt að þeim til að geta ekki hugsað okkur að ganga við hlið þeirra. Bróðir minn bryddaði upp á af- ar áhugaverðu umræðuefni um daginn. Hann sagði mér að þing- maður eins af þessum dásamlegu stjórnmálaflokkum, sem við get- um ekki fundið samleið með, hefði mælt fyrir því á þingi að fólk sem ferðast langar leiðir í vinnuna fengi sérstaka skattaí- vilnun fyrir ferðalagið. Fyrst í stað hló ég bara, en síðan áttaði ég mig á því að það var ágæt- ismöguleiki á því að þetta væri engin vitleysa í bróður mínum. Hvaða lifandi manni dettur í hug að það sé gáfulegt að borga fólki fyrir að sóa peningum? Það að keyra langar leiðir í vinnuna er ekkert annað en eyðsla á bensíni, vegum, dekkjum og ótal fleiri auðlindum. Á þá þessi örugglega velmeinandi þingmað- ur við að refsa eigi því fólki sem ferðast stuttar leiðir í vinnuna, t.d. gengur, hjólar eða tekur strætó? Hvar er réttlætið í því? Nú geng ég í vinnuna, af hverju ætti ég að borga hærri skatta fyrir að nota minna af vegum? Með því að veita fólki skatta- ívilnanir sem býr langt frá vinnunni sinni er verið að hvetja fólk til að sóa bæði eldsneyti, vegum, dekkjum og auðvitað dýr- mætustu auðlindinni, tíma sínum, og um leið er verið að refsa fólki fyrir að spara þessar sömu auð- lindir. Satt að segja vildi ég óska að fleiri aðilar kysu að búa nær vinnu sinni. Þá væri mun minna umferðaröngþveiti og allir hefðu mun meiri tíma fyrir sjálfa sig og fjölskyldur sínar. Þá þyrfti hið opinbera ekki að eyða eins mikl- um peningum og tíma í blessuð umferðarmannvirkin. Mér finnst satt að segja ótrúlegt að fólk sem vinnur í einum enda borgarinnar skuli kjósa að búa lengst uppi í fjöllum og síðan væla yfir um- ferðarhnútum þar sem það situr við hliðina á hinu fólkinu sem tók þessa nákvæmlega sömu ákvörð- un. Vali fylgir ábyrgð. Fólk hlýt- ur að vera ábyrgt fyrir afleið- ingum vals síns. Ef maður kaupir sér íbúð í úthverfum borgarinnar fær maður ágætisumhverfi og ótrúlega mikið af gatnakerfi á hvern fermetra íbúðarhúsnæðis (eins og kom í ljós í nýlegri rann- sókn) en á móti kemur að maður þarf að keyra langa leið og þrönga í vinnuna. Fólk hlýtur að verða að læra sjálft að gera líf sitt straumlínu- lagaðra. Það eru nefnilega ekki stjórnmálamennirnir sem eru ábyrgir fyrir vellíðan okkar, heldur við sjálf. Það er ekki stjórnmálamannanna að hand- stýra atvinnulífinu eða búsetu okkar, heldur byggja upp góða innviði samfélags; öflugt mennta- kerfi, öfluga heilbrigðisþjónustu og örugga vegi. Heimskan ku jú ekki ríða við einteyming á þingi. Einu sinni spurði ég þingmann Sjálfstæð- isflokksins af hverju svona mikil áhersla væri lögð á stóriðju. Hann svaraði sem svo: „Einhvers staðar verða þeir sem ekki geta lært að vinna.“ Ég spurði þing- manninn, sem ég hafði alltaf talið vera holdgerving frjálshyggj- unnar á þingi, hvort slík störf sköpuðust ekki af sjálfu sér fyrir tilstuðlan hinnar ósýnilegu hand- ar hagkerfisins og hann hummaði bara og hnussaði að fáfræði minni. Annar þingmaður Sjálf- stæðisflokksins trúir því að með því að veita kennurum mann- sæmandi laun séum við að setja allt þjóðfélagið á annan endann. Hann trúir því sem sagt að fólk sem hefur unnið sér inn há- skólagráðu og vinnur undir gríð- arlegu álagi eigi ekki skilið byrj- unarlaun sem varla duga til að framfleyta einstaklingi, hvað þá meira. Mér er spurn hvorrar vinnu ég met meir, manneskj- unnar sem passar upp á pen- ingana mína (með lágum innláns- vöxtum), eða manneskjunnar sem passar upp á að börnin mín læri allt sem þau þurfa að læra og gætir um leið að andlegri vel- líðan þeirra. Þessi spurning er spurning um gildismat okkar. Enn ein dásamleg vitleysa frá þingmönnum er sú að við þurfum að reisa stóriðju til að halda uppi menntakerfi og heilbrigðiskerfi. Síðast þegar ég vissi var talað um að fjárfesta í mennta- og heil- brigðiskerfum, því þau skiluðu svo sannarlega arði út í sam- félagið. Það eru afturhaldssamir og forneskjulegir stjórn- málamenn sem halda að framlög ríkisins til menntamála séu ein- hvers konar góðlátleg ölmusa og ríkið sé að gera fólkinu í landinu einhvern greiða með því að halda uppi mennta- og heilbrigðiskerfi. Ég er mjög ánægður með sam- band okkar bræðranna. Það fær- ir mér innblástur og mér þykir ótrúlega verðmætt að geta eytt tíma með honum. Ég hvet les- endur til að rækta tengslin við sína nánustu ættingja og eiga við þá frjóar samræður. Fólk getur lært ýmislegt af sínum nánustu. Bræður skeggræða Stjórnmálamenn eru margir hverjir þeirrar skoðunar að það sé hlutverk ríkisins að stýra fólki. Sumir þeirra vilja meira að segja refsa fólki fyrir að ganga í vinnuna á meðan aðrir vilja refsa fólki fyrir að ganga í háskóla. VIÐHORF Eftir Svavar Knút Kristinsson ÉG GET ekki orða bundist eftir að hafa lesið frétt í Morgunblaðinu mánudaginn 6. desember síðastlið- inn. Sagt var frá því að Bríet, félag ungra femínista, hefði kynnt dúkku í fullri stærð sem að sögn Hólmfríðar Önnu Baldursdóttur, formanns félagsins, er „tilvalin fyrir hvern þann sem stundar kyn- bundið ofbeldi“. Það er ekki óeðlilegt að félag- ið veki athygli á þeirri svívirðu sem kynbund- ið ofbeldi karla gegn konum vissulega er og hvetji menn til um- hugsunar og aðgerða gegn þessari vá. Ef- laust sýnist þó sitt hverjum með þessa að- ferð félags ungra fem- ínista en ég ætla ekki að gera hana að umtalsefni hér. Það sem ég ætla að gera að umtalsefni er hvernig fé- lagið dregur eina íþrótt inn í málið og tengir hana ofbeldi af þessu tagi. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu Bríeti fylgja nefnilega ýmsir hlutir dúkkunni, þ.e. hlutir á borð við eld- húshnífa, sýru, rakvélablöð, skyndi- hjálparkassi með farða „til að fela marbletti og skrámu“ og síðast en ekki síst boxhanskar. Og nú spyr ég: Hví í ósköpunum boxhanskar? Af hverju er verið að draga þessa íþrótt inn í umræðu um kynbundið ofbeldi? Hafa ungir fem- ínistar einhverjar upplýsingar um að iðkendur íþróttarinnar tengist kynbundnu of- beldi í ríkari mæli en t.d. aðrir íþróttaiðk- endur eða fólk með önnur áhugamál? Af hverju fylgja ekki takkaskór? Eða glímu- belti? Eða handbolti? Borðtennisspaði? Skíðastafir? Golfkylfa o.s.frv.? Undirritaður starf- aði um nokkurra ára skeið í afleysingum í lögreglunni og varð þá því miður vitni að þeirri ógæfu sem heimilisofbeldi er. Aldrei man ég þó eftir nokkru tilviki þar sem ofbeld- ismaðurinn setti upp boxhanska áð- ur en hann framdi ódæðisverkin. Oftar en ekki gerðust hlutir af þessu tagi eftir einhvers lags skemmtanir eða „gleðskap“. Væri nær af Bríeti að láta dansskó fylgja með? Ákvörðun félags ungra femínista að láta boxhanska fylgja þessari dúkku lýsir, að mínu mati, sterkum fordómum í garð einnar íþróttar og ég get ekki ímyndað mér að slíkir fordómar séu eitthvað sem UNI- FEM vill kenna sig við, en sam- kvæmt Hólmfríði Önnu er dúkkan liður í sextán daga átaki UNIFEM á Íslandi gegn kynbundnu ofbeldi. Mér finnst einnig undarlegt ef ÍSÍ situr undir því að íþróttamenn séu tengdir ofbeldi af þessu tagi. Ég tel að með þessari ákvörðun hafi félag ungra femínista gert alvarleg mistök í annars mjög þörfu átaki gegn þeim smánarbletti sem kynbundið ofbeldi er á samfélaginu. Kynbundið ofbeldi og íþróttir … eða hvað? Haraldur Dean Nelson ’Ákvörðun félags ungrafemínista að láta box- hanska fylgja þessari dúkku lýsir, að mínu mati, sterkum for- dómum í garð einnar íþróttar …‘ Haraldur Dean Nelson Höfundur hefur yndi af íþróttum og óbeit á ofbeldi. MIKIL umræða hefur verið í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna morðsins á hollenska leik- stjóranum Van Gogh og einnig hef- ur verið umræða í fjölmiðlum í tengslum við nið- urstöður Gall- upkönnunar á við- horfum Íslendinga til innflytjenda. Af því tilefni langar mig að ræða nokkur atriði sem innlegg í þessa umræðu. Í fyrsta lagi langar mig að ræða umrædda könnun Gallup á við- horfum Íslendinga til fólks af erlendum upp- runa. Könnun bendir til þess að neikvæð viðhorf gagnvart innflytjendum hafi aukist á Íslandi undanfarin ár, sér- staklega frá árinu 2001. Hvað gerð- ist eiginlega árið 2001, sem gæti ýtt undir þessa þróun? Hvers vegna á sér stað sama þróun út um alla Evrópu? Í lok ársins 2001, nánar tiltekið 11. september áttu sér stað atburðir, sem settu af stað ferli at- burða út um allan heim sem ekki verður séð fyrir endann á. Ein af afleiðingum hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum var gífurleg fjöl- miðlaumfjöllun, ekki aðeins um hryðjuverkin, heldur um islamstrú og múslima. Dregin hefur verið upp ógnvænleg mynd af þeim sem þessa trú aðhyllast út um allan hinn vestræna heim. Múslimum er lýst sem hryðjuverkamönnum, of- beldismönnum, kvennakúgurum og öfgatrúarmönnum, svo eitthvað sé nefnt. Eins og við vitum, sem vinnum að málefnum innflytjenda, þá eru neikvæðar staðalmyndir gagnvart ákveðnum hópum fólks alltaf forsenda fordóma. Því þarf engan að undra þó fordómar í sam- félaginu aukist í kjölfar slíkra at- burða og fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við þá. Morðið á hol- lenska kvikmyndaleikstjóranum kallaði á sambærilega fjölmiðlaum- fjöllun þar sem einstaklingur frem- ur glæp en staðalmyndin festist við alla sem eiga það sameiginlegt með glæpamanninum að aðhyllast ákveðin trúarbrögð. Jafnvel þótt það sé eflaust ekki ásetningur fjöl- miðla á Íslandi að ýta undir for- dóma gagnvart fólki af erlendum uppruna, þá gerist það sjálfkrafa þegar svo til eingöngu neikvæð um- ræða á sér stað varðandi ákveðinn samfélagshóp. Á sama tíma er mun sjaldnar minnst á árásir á innflytjendur í Evrópu, sem þó eru alvarlegt vandamál í mörgum evrópskum samfélögum. Í Þýska- landi var t.d. á fyrstu 6 mánuðum ársins 2000 dæmt í 140 til- fellum beinna árása á innflytjendur vegna uppruna þeirra auk 620 tilfella sem falla undir önnur brot gegn innflytjendum. Ein af umræðunum sem upp hafa komið í íslenskum fjölmiðlum undanfarið er ofbeldi múslimskra karlmanna gagnvart konum. Kúgun og ofbeldi gagnvart konum er sam- félagslegt vandamál á Íslandi, ekki vegna þess að hér búi svo margir múslimar, heldur vegna þess að hér búa of margir karlmenn sem beita konur og börn ofbeldi inni á heim- ilum sínum. Það er samfélagslegt vandamál þegar heimilisofbeldi er ekki tekið alvarlega og það stöðvað um leið og upp kemst. Alveg sama af hvaða ástæðum eiginmaður beit- ir eiginkonu sína ofbeldi eða af hvaða uppruna viðkomandi eig- inmaður er, það á að stöðva það of- beldi með lögum og refsingum eins og fyrir önnur lögbrot. Sé það raunin að sá hópur karlmanna sem beitir oftar ofbeldi inni á heimilum sínum sé af ákveðnum uppruna, ættu fleiri karlmenn af þeim upp- runa að vera dæmdir fyrir heimilis- ofbeldi. Þegar þáttastjórnendur og blaða- menn spyrja hvort fjölmenning- arsamfélagið hafi verið mistök, að of mikið umburðarlyndi hafi átt sér stað, að innflytjendur hafi ekki vilj- að aðlagast samfélaginu o.s.frv. er eins og verið sé að kasta olíu á eld þeirra, sem líta á innflytjendur sem annars flokks íbúa þessa lands, líta á þá sem óvelkomna gesti. Hvernig getur fjölmenningarsamfélagið ver- ið mistök? Átti að byggja múra milli allra landa Evrópu þegar fólk fór í auknum mæli að flytjast milli landa? Eða ættu múrarnir aðeins að vera utan um hina auðugu Evr- ópu? Hvernig væri efnahagsleg og menningarleg staða Evrópu í dag, ef engin hreyfing hefði verið á íbú- um og vinnuafli til og frá álfunni? Hvernig ímyndar fólk sér menning- arlega einsleita Evrópu árið 2004? Og talandi um gesti. Flestir sem flytja til Íslands koma hingað vegna þess að vinnuveitendur hafa sóst eftir þeim í vinnu. Fólk sem hér lifir og starfar er hluti af ís- lensku samfélagi, það borgar skatta og útsvar, það er framleiðendur og neytendur. Það er ekki gestir, það er íbúar. Eins og ég minntist á hér að framan er ofbeldi gagnvart innflytj- endum alvarlegt vandamál í mörg- um Evrópulöndum. Sem betur fer hefur þetta vandamál ekki verið al- varlegt á Íslandi þótt fordómarnir birtist í annarri mynd. Því er nauð- synlegt að bregðast við og nýta þá aðstöðu okkar að geta ennþá unnið fyrirbyggjandi starf gegn for- dómum. Fjölmenningarleg kennsla og fræðsla eru einu leiðirnar sem við höfum til að kenna komandi kynslóðum, af hvaða uppruna sem börnin eru, að takast á við fjöl- breytileika samfélagsins á jákvæð- an og uppbyggilegan hátt. Að þjálfa þau í samskiptum við ólíka ein- staklinga, hvort sem þau eru ólík vegna uppruna, hæfni, menntunar, efnahags, félagslegrar stöðu, fötl- unar eða hvers annars sem gerir samfélag okkar fjölbreytt. Kenna næstu kynslóðum að meta og skilja kosti fjölbreytileikans í samfélaginu í stað þess að reyna að banna hann. Fjölbreytileikinn er kostur en ekki vandamál Guðrún Pétursdóttir fjallar um málefni innflytjenda ’Hvernig væri efna-hagsleg og menning- arleg staða Evrópu í dag, ef engin hreyfing hefði verið á íbúum og vinnuafli til og frá álfunni? ‘ Guðrún Pétursdóttir Höfundur er verkefnastjóri hjá InterCultural Iceland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.