Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nei, nei, þetta er ekki miltisbrandur, bræður, en þetta er sjáanlega mjög hættuleg veira
þótt lítil sé.
Tíðarfar hefur veriðeinkar hagstætt áárinu 2004 og mun
það í heild skipa sér í
flokk hlýrri ára, „en þó
verður það að líkindum
ekki eins gott og árið í
fyrra,“ segir Trausti Jóns-
son hjá Veðurstofu Ís-
lands.
Nýliðinn nóvember var
nokkuð umhleypingasam-
ur á landinu og hitasveifl-
ur miklar, samkvæmt yf-
irliti frá Veðurstofunni.
Þar kemur fram, að hiti
hafi verið yfir meðallagi,
þrátt fyrir að mikið kulda-
kast hafi gert dagana 15.
til 20. nóvember.
Meðalhiti í Reykjavík mældist
2,2 stig og er það 1,1 stigi ofan
meðallags. Frost í Reykjavík fór í
15,1 stig aðfaranótt 19. nóvember
og hefur svo mikið frost ekki
mælst þar síðan í janúar 1981 og
hitinn er sá lægsti í Reykjavík í
nóvember frá 1893, en þá mældist
frostið 17,4 stig. Á Akureyri var
meðalhiti í nóvember 0 stig og er
það 0,4 stigum ofan meðallags.
Frost fór mest í 15 stig á Akur-
eyri. Í Akurnesi var meðalhitinn
1,9 stig, en -3,7 á Hveravöllum.
Úrkoma í Reykjavík mældist
113 mm og er það rúmlega 50%
umfram meðallag. Á Akureyri
mældist úrkoman 62 mm og er
það 15% umfram meðallag. Úr-
koman í Akurnesi mældist 154
mm. Sólskinsstundir í Reykjavík
mældust 27 og er það 12 stundum
færra en í meðalári. Á Akureyri
mældust sólskinsstundirnar 23 og
er það 8 stundum meira en að
meðaltali í nóvember.
Haustið, október og nóvember,
var nokkuð umhleypingasamt en
þó var tíð fremur hagstæð. Hiti
var í rétt rúmu meðallagi, úrkoma
nokkuð yfir meðallagi, en sól-
skinsstundir ekki fjarri meðallagi.
Hvað árið í heild varðar var hiti
yfir meðallagi alla mánuði ársins
nema hvað október er undantekn-
ing. Þá hafði hiti verið fyrir ofan
meðallag í 30 mánuði í röð í
Reykjavík. Marsmánuður var
óvenju hlýr í höfuðborginni og að-
eins 5 marsmánuðir verið hlýrri
þar frá því mælingar hófust, síð-
ast var svo hlýtt í mars árið 1964.
Á Akureyri hefur mars tvívegis
verið hlýrri en í ár, 1929 og 1964.
Þá má nefna að í ágúst féll 113 ára
gamalt hitamet í höfuðborginni,
hiti mældist 24,8 stig þann 11.
ágúst og eins þótti óvenjulegt að
hiti fór á þessum tíma í ágúst
fjóra daga í röð yfir 20 stig, en
ekki er vitað til að slíkt hafi áður
gerst. Sama dag, 11. ágúst, mæld-
ist 29,2 stiga hiti á Egilsstaðaflug-
velli og vita menn ekki til þess að
jafn hár hiti hafi mælst í þeim
mánuði.
Síðastliðið ár, 2003, var eitt hið
hlýjasta á vestanverðu landinu frá
því mælingar hófust, „en fyrir
norðan eru nokkur ár svipuð,
þannig var meðalhitinn 5,1 á Ak-
ureyri í fyrra, en árið 1933, sem er
eitt hið hlýjasta sem mælst hefur
þar um slóðir, var meðalhitinn 5,3
stig,“ segir Trausti en það sumar
var sunnanátt ríkjandi með rign-
ingu syðra. Gjarnan var á liðnu
sumri vitnað til sumarsins 1939 og
það borið saman við sumarið 2004.
Trausti segir að meðalhitinn hafi
verið 11,5 stig á Akureyri sumarið
1939, örlítið hærri sumarið 1933
eða 11,8 stig, 10,8 stig í fyrra sum-
ar og 10,9 nú í sumar.
Sem fyrr segir var meðalhiti á
Akureyri 5,1 stig í fyrra en verði
hitastig í desember 2004 í með-
allagi mun meðalhiti ársins verða
4,8 stig, verði hann hins vegar
einu stigi fyrir ofan meðallag líkt
og raunin hefur verið með flesta
mánuðir ársins verður meðalhit-
inn 4,9. „Desember þyrfti að vera
mjög hlýr til að fara upp fyrir
meðaltal síðastliðins árs,“ segir
Trausti. „Þetta ár hefur verið
óvenjulega hlýtt, það eru sárafá
önnur ár hlýrri, fyrst og fremst þá
árið í fyrra, 1933 og 1939. Það sem
einnig er óvenjulegt er að það
komi tvö svona hlý ár í röð. Þessi
hlýju ár koma svolítið í kippum,
en sjaldan tvö ár í röð, oftast líða
einhver ár á milli þeirra.“
Páll Bergþórsson, fyrrverandi
veðurstofustjóri, bendir á að með-
alhiti í Stykkishólmi á árinu verði
sennilega 5 stig á árinu, var 5,4
stig í fyrra og þetta séu tvö hlýj-
ustu ár sem komið hafa samanlagt
frá því mælingar hófust þar fyrir
159 árum Ástæður hlýindanna
segir hann að megi að nokkru
leyti rekja til gróðurhúsaáhrifa en
einnig til þess að hitabylgja sé í
hafinu norður undan landinu. Hiti
í hafinu þar sveiflist mikið frá ára-
tug til áratugar, öld til aldar en nú
séu hlýindin ríkjandi. „Það má
vera að þetta snúist við, en óvíst
hvenær það verður. Veruleg kóln-
un er þó ólíkleg næstu 5 ár eða
svo“ segir Páll. „Mér sýnist ekki
líklegt að verði svona stanslaus
hlýnun eins og verið hefur und-
anfarið.“ Vissulega segir Páll
aldrei nema gott fyrir Íslendinga
að fá hlýju, það komi sér vel til
sjávar og sveita, „en þetta er að
verða ískyggilegt, þetta er mikil
breyting á skömmum tíma og að
öllum líkindum að verulegu leyti
af mannavöldum. Þess virðast
ekki þekkt dæmi að svo mikið
magn koltvísýrings sé í loftinu og
nú, jafnvel í 100 þúsund ár.“ Páll
segir ástandið viðkvæmt hvað
hitabreytingar varðar en þegar
við bættist að maðurinn kæmi af
fullum þunga inn í dæmið væri
ómögulegt að geta sér til um
hvaða afleiðingar það hefði.
Fréttaskýring | Óvenju hagstætt tíðarfar
tvö ár í röð
Mikil breyting
á stuttum tíma
Sjórinn norðan við land óvenju hlýr
Óvenjulegt að tvö hlý ár
komi í röð
Öllu meiri hlýja er í sjónum
norður af landinu en dæmi eru
um áður. Það skýrir að hluta til
hagstætt tíðarfar á því ári sem
senn verður að baki sem og árinu
í fyrra. Ástæða hlýindanna má
einnig að nokkru rekja til lofts-
lagsbreytinga. Þetta eru tvö hlýj-
ustu ár í röð sem um er vitað.
Hiti var yfir meðallagi alla mán-
uði ársins nema í október þegar
hiti var 0,1 stigi ofan meðallags.
maggath@mbl.is
NÝTT húsnæði sendiráðs Íslands í
Brussel var opnað sl. föstudag við
hátíðlega athöfn af Davíð Odds-
syni, utanríkisráðherra.
Sendiráðið er jafnframt fasta-
nefnd Íslands gagnvart Evrópu-
sambandinu og fylgir eftir fram-
kvæmd EES-samningsins
gagnvart því.
Í dag starfa 20 manns við sendi-
ráðið. Nýja húsnæðið er við
Schuman–torgið í Brussel þar sem
flestar aðalstofnanir Evrópu-
sambandsins hafa skrifstofur sín-
ar.
Davíð Oddsson utanríkisráðherra, Kjartan Jóhannsson, sendiherra Íslands í Brussel, og frú Ástríður Thorarensen.
Nýtt húsnæði sendiráðs í Brussel