Morgunblaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Mi 29/12 kl 20, Su 2/1 kl 20
Fö 7/1 kl 20, Fö 14/1 kl 20,
FI 20/1 kl 20
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna
Jónssonar eftir vesturfarasögum
Böðvars Guðmundssonar
Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT
Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT
Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING
Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT
Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT
Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT
Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20
GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ
- GILDIR ENDALAUST
Gjafakort fyrir einn kr. 2.700
- gjafkort fyrir tvo kr. 5.400
Gjafakort á Línu Langsokk
fyrir einn kr. 2.000,
fyrir tvo kr. 4.000
VIÐ SENDUM GJAFAKORTIN HEIM
ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU
- pantið í síma 568 8000 eða á
midasala@borgarleikhus.is
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 2/1 kl 14, Su 9/1 kl 14,Su 16/1 kl 14
Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Mi 29/12 kl 20, Su 2/1 kl 20,
Fö 14/1kl 20, Fi 20/1 kl 20
AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR
eftir Ionesco - Í samstarfi við LA
Frumsýning fi 30/12 - UPPSELT
Lau 8/1 kl 20,
Su 9/1 kl 20
GJAFAKORTIN OKKAR
GILDA ENDALAUST
☎ 552 3000
AUKASÝNING Í JANÚAR
VEGNA MIKILLAR AÐSÓKNAR
• Sunnudag 26/12 kl 20 NOKKUR SÆTI
• Laugardag 15/1 kl 20 LAUS SÆTI
eftir LEE HALL
Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ www.loftkastalinn.is
ELVIS Í JÓLAPAKKANN!
Gjafakort í leikhúsið - skemmtileg og öðruvísi jólagjöf
í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
ÓLIVER!
Frumsýnt 28. Des.
Óliver! Eftir Lionel Bart
Þri 28/12 kl 20 UPPSELT Frums.
Mið 29/12 kl 20 UPPSELT
Fim 30/12 kl 16 UPPSELT
Fim 30/12 kl 21 UPPSELT
Sun 2/1 kl 14 UPPSELT
Sun 2/1 kl 20 örfá sæti
Fim 6/1 kl 20 örfá sæti
Lau 8/1 kl 20 UPPSELT
Sun 9/1 kl 20 nokkur sæti
Fim 13/1 kl 20 nokkur sæti
Lau 15/1 kl 20 nokkur sæti
Sun 16/1 kl 20 nokkur sæti
Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir
AUKASÝNING mið . 29 .12 k l . 20 .00
LAUS SÆTI
LOKASÝNING f im. 30 .12 k l . 20 .00
UPPSELT
Miðasa lan e r op in f rá k l . 14 -18
Lokað á sunnudögum
ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR SINFÓNÍSK tónverk fyrir börn
hafa hingað til ekki verið fyrirferð-
armikil á verkalistum íslenzkra tón-
skálda frekar en t.a.m. kamm-
erverk fyrir áhugamenn. Skal í
engu til getið um
hvort slíku efni
þyki almennt
fylgja of lítil veg-
semd, eða hvort
einfaldleikinn
reynist nútíma-
tónhöfundum um
megn þegar á
hólminn er kom-
ið. Það var því
óneitanlega nýj-
ungarbragð að 22
mín. melódrama Hildigunnar Rún-
arsdóttur við jólasmásögu Jóns
Guðmundssonar um ungt hrekkju-
svín sem er öllum til ama, unz því
vitrast loks náðarsýn til sjálfsbetr-
unar. Sagan minnti að nokkru leyti
á jólasögu Dickens um gamla nirf-
ilinn Skrögg, en var ekki verri fyrir
það; fyndin og jafnvel skáldleg á
köflum og glimrandi vel upp lesin á
milli hljómsveitarinnslaga af bróður
tónskáldsins, Ólafi Einari Rúnars-
syni. Tónlistin var, að svo miklu
leyti sem heyrðist úr glymjandi
kirkjunnar, fersk og aðgengileg við
hæfi, og kæmi ugglaust enn betur
út við kjöraðstæður. Hugsanlega
eftir smáendurskoðun með ofurlít-
illi bakgrunnsmúsík við suman upp-
lestur til að fleyga framvinduna enn
þéttar saman.
Kalla mátti þetta hálfgerða fjöl-
skyldusamkundu, því auk Ólafs
kom einnig fram systir þeirra
Hildigunnar í Exultate jubilate í F-
dúr K165. Hallveig Rúnarsdóttir er
stöðugt vaxandi söngkona, eins og
mátti m.a. heyra á fjölbreyttari
raddbeitingu en fyrrum, og fór
glæsilega með hina krefjandi ein-
söngsmótettu Mozarts frá 1773.
Ólafur Einar söng síðan nokkar arí-
ur og söngles úr Messíasi með sér-
lega fallegri bjartri tenórrödd, og
vantaði aðeins egóstyrkrænan
herzlumun upp á öryggi stjörnu-
klassans.
SÁ lék að lokum Flugeldasvítu
Händels – á stundum nokkuð
óhefðbundnum hraða. Mér vitandi
lak t.d. hið venjulega orkuskopp-
andi Bourrée löturhægt áfram,
meðan fyrri hluti forleiksins var í
efsta kanti. Samt gætti töluverðra
tilþrifa, ekki sízt í 1. trompet, þó að
dýnamíska svigrúmið hefði almennt
mátt vera meira, svo og hryns-
kerpan. Á hinn bóginn var varla
auðhlaupið að því fyrir lítt reyndan
stjórnanda að stilla saman áhuga-
mannasveit í jafnerfiðu húsi, og
raunar afrek út af fyrir sig að
sleppa stórslysalaust fyrir horn.
Nýtt verk
fyrir börnin
TÓNLIST
Seltjarnarneskirkja
Hildigunnur Rúnarsdóttir: Stjarnan mín
og stjarnan þín (frumfl.). Mozart: Ex-
ultate, jubilate. Händel: Aríur og söngles
úr Messíasi; Flugeldasvítan. Hallveig
Rúnarsdóttir sópran, Ólafur Einar Rún-
arsson tenór/upplestur og Sinfón-
íuhljómsveit áhugamanna. Stjórnandi:
Hildigunnur Rúnarsdóttir. Sunnudaginn
12. desember kl. 17.
Sinfóníutónleikar
Ríkarður Ö. Pálsson
Hildigunnur
Rúnarsdóttir
ÞAÐ ER orðinn fastur þáttur að Sin-
fóníuhljómsveit Norðurlands auki á
jólastemningu í Eyjafirði með árleg-
um aðventutónleikum sem gleðja
jafnt börnin og þá fullorðnu sem
njóta barnsins í sjálfu sér. Það sem
gaf þessum tónleikum sérstakt gildi,
var þátttaka nær 40 nemenda Tón-
listarskólans í flutningi ásamt SN á
átta jólalögum, sem Guðmundur Óli
hefur fært í haganlegan, hug-
myndaríkan og skemmtilegan hljóm-
sveitarbúning.
Tónleikarnir hófust á hornkonsert
nr. 2 í Es eftir Franz Antonio Rosetti.
Antonio tók upp þetta ítalska nafn,
sem hljóðlíkingu af sínu upphaflega
þýska nafni Anton Rösler, enga sögu-
skýringu hef ég fundið á því háttalagi,
sennilega þótt fínna. Nafnið dugði
honum ekki til langlífis, hann dó 42
ára, árið 1892, og fá af hans fjölmörgu
tónverkum eru flutt á okkar tímum.
Hornkonsertinn, sem hér var fluttur
er einn þriggja hornkonserta hans og
er í hefðbundnum þremur þáttum
hraður – hægur – hraður með yf-
irskrift 1. þáttar: Allegro-Modrtato,
2. þáttar: Romanza og 3. þ. Rondo-
allegro non troppo. Sérstakt við
þennan konsert eru óvenjumörg
tækifæri sem hornleikarinn leikur
aleinn, en einleiks „kadenza“ er í
hverjum þætti, venjulega aðeins í ein-
um. László lék verkið prýðisvel og af
miklu öryggi. Hornið er hljómmikið í
höndum hans, ég hefði fyrir minn
smekk kosið bjartari tón. Tónlistin
sver sig í ætt Haydn og Mozart, og er
mjög ljúf og rennur fram átakalaust
og ekki tilþrifamikið.
Áður var greint frá þátttöku nem-
enda Tónlistarskólans á Akureyri og
var hún til mikillar fyrirmyndar.
Þarna lék 13 nemenda gítarhljóm-
sveit með Sinfóníuhljómsveitinni í
tveimur jólalögum, flautusveit í öðru
og loks blásarasveit í þremur. Það, að
nemendur fái að taka beinan þátt í
flutningi með þeim fullnuma í listinni,
er í sögunni einhver farsælasta upp-
eldisleið til góðs árangurs í tónlist og
reyndar á miklu fleiri sviðum. Þetta
þekkti Leopold Mozart, þegar hann
leyfði Wolfgang litla syni sínum að
taka þátt í að leika með kollegum og
atvinnumönnum í hljóðfæraleik. Ég
fullyrði að leikur nemendanna á þess-
um tónleikum varð öllum sannkall-
aður gleðigjafi. Útsetningar Guð-
mundar Óla á þeim sex jólalögum
sem nemendur léku með sveitinni og
einnig á þeim tveimur sem hljóm-
sveitin flutti ein að lokinni jólasögu
uppfylla að mínu mati tvo mikilvæga
kosti, að vera prýðisvel skrifaðar fyr-
ir hljóðfærin og gefa lögunum fersk-
an og aðlaðandi blæ fyrir áheyrand-
ann. Mér finnst kominn tími á að
þessar skemmtilegu útsetningar rati
á jólageisladisk, sem myndi taka
ýmsu fram sem þar er að finna.
Frumflutningur á Jólasögu, tón-
verki eftir Hildigunni Rúnarsdóttur
var á dagskrá eftir hlé, en verkið var
skrifað sérstaklega fyrir Sinfón-
íuhljómsveitina. Jólasagan í orðum er
samin af Jóni Guðmundssyni og heit-
ir Stjarnan mín og stjarnan þín. Sag-
an segir frá stráknum Frikka frekju,
sem var eins og heitið segir óþolandi í
háttum og terroríseraði litla bæinn
sinn með frekjuöskrum þegar hann
fékk kartöflu í skóinn dag eftir dag.
En eins og í mörgu góðu ævintýri
leiddi heilladísin, engillinn, hann frá
villu síns vegar og hann fékk að sjá
hvernig stjarnan hans á himni breytt-
ist úr kartöfluásýnd í skæra stjörnu
þegar hann bætti háttalag sitt.
Enda þótt sagan sé í endursögn
rýr, þá gaf það henni gildi hvað hún
var oft kankvís. Þráinn Karlsson las
söguna ágætlega, en ég held að góður
míkrófónn og hátalari hefðu verið til
bóta. Í efnisskránni er sú meinlega
villa að tónverkið Pétur og úlfurinn er
kennt við Tsjaikovsky en ekki
Prokofiev.
Ég átti satt best að segja von á
hugmyndaríkari tónsmíð frá Hildi-
gunni. Sagan gaf oft tilefni til ennþá
djarfara tónmáls, „skelfandi öskur“,
„stríðsástand í litlum bæ“ „fyndin
framvinda“ og svo myndbreytingin
úr kartöflu í stjörnu. Mér fannst
verkið skorta einhvern æringjahátt
og galsa sem umbreyttist svo í þetta
mikla og kærleiksríka ljós í lokin.
Eins fannst mér að vel hefði farið á að
fá hluta textans fluttan með hljóð-
færaundirleik og jafnvel rappaðan.
Einnig gátu tónmyndir á stundum
komið í staðinn fyrir frásögn í orðum.
Flutningur Jólasögunnar var vand-
aður og áheyrendur virtust njóta
verksins vel.
Guðmundur Óli laðar fram, með
sinni fínu stjórn og ágætu sambandi
við hljómsveit jafnt sem áheyrendur,
ljúfa stemningu sem fylgir manni
áfram eftir tónleika og vonandi sem
lengst.
TÓNLIST
Akureyrarkirkja
Hornkonsert í Es-dúr eftir Franz Antonio
Rosetti, Jólasaga eftir Hildigunni Rúnars-
dóttur, frumflutningur, ásamt útsetn-
ingum á átta jólalögum eftir Guðmund
Óla Gunnarsson.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, ásamt
10 gítarnemendum og 28 nemendum á
blásturshljóðfæri úr Tónlistarskólanum á
Akureyri.
Einleikari á horn: László Czenek.
Sögumaður: Þráinn Karlsson. Hljómsveit-
arstjóri: Guðmundur Óli Gunnarsson.
Sunnudaginn 12. desember kl. 16.00.
Sinfóníutónleikar
Jón Hlöðver Áskelsson
Á allt og alla/börnin leika ogskemmta sér …“ Og svoframvegis. Þið kunnið þetta.
Þessar stórkostlegu línur eru úr
jólalagi sem sjálfur Laddi er búinn
að gera ódauðlegt enda glymur það
ótt og títt um hver jól og hefur gert
síðan það kom fyrst út í íslenskri út-
gáfu árið 1986 (upprunalega útgáf-
an er með Shakin Stevens, „svari
Wales við Elvis Presley“, og kallast
„Merry Christmas Everyone“).
Er líða fer að jólum dynja á manni
tugir jólalaga
sem maður er
búinn að vera í
fríi frá í ellefu
mánuði. Sum-
um þeirra tekur
maður fagnandi eins og gömlum vin-
um þar sem þau ylja manni um
hjartarætur og maður fer þegar að
humma eða syngja glaður með allt
fram að jólum og jafnvel fram yfir
þau. Önnur skjóta að manni hrolli
hins vegar og maður veit, sé maður
sæmilega virkur samfélagsþegn, að
undan þessum óboðnu gestum verð-
ur ekki komist.
Jólalagageirinn er einn merkileg-asti undirflokkurinn sem þrífst í
skjóli blessaðrar dægurtónlist-
arinnar. Umgjörðin utan um hann er
einstök því að ólíkt allri annarri tón-
list er þessi tiltekna tónlist bara spil-
uð í mesta lagi einn mánuð á ári. Og
látum vera með feril þinn sem rokk-
ari eða poppari. Þú getur dælt út
plötum, farið í tónleikaferðalög og
lætt lögum inn í útvarpið í árafjöld.
Allt þetta bliknar í samanburði við
það að landa góðum jólasmelli. Þá
fyrst ertu dottinn í lukkupottinn og
stefgjöldin rúlla inn til þín ár hvert
til eilífðarnóns. Sjáið t.d. „Jólahjól“
með Sniglabandinu.
Jólin – og þar með jólalagabrans-
inn – eru reyndar það mikill fasti í
lífi okkar Vesturlandabúa að allir
bregðast við og það er eins og öllum
tónlistarmönnum, sama úr hvaða
geira þeir koma, finnist þeir þurfa
að reyna sig við svosem eitt jólalag,
hvort sem það er í gríni eða alvöru.
Afleiðingar þessa geta í senn verið
stórfurðulegar og stórskemmti-
legar. Því samfara þessum „hefð-
bundnu“ jólalögum sem eru spiluð
gjörsamlega á gat linnulaust fram
að hátíð koma reglulega út „jað-
arjólaplötur“ sem geta – þegar vel
er að verki staðið – verið einkar
skemmtileg viðbót við „venjulegu“
jólalögin.
Ámínu heimili eru t.d vinsælartvær plötur sem báðar standa
utan við jóla-radarinn. Á Doo Wop
Christmas taka þannig frægar söng-
sveitir á borð við Penguins, Orioles
og Five Keys þekkt jólalög með sín-
um hætti, og því mikið um hina und-
arlegustu raddfimleika. Þá gaf neð-
anjarðarsveitin Low út frábæra
jólaplötu árið 1999 sem inniheldur
algerlega mergjaða útgáfu af „The
Little Drummer Boy“. Það merki-
legasta við þá plötu, sem sannarlega
fer ótroðnar slóðir, er að á henni er
ekki vottur af kaldhæðni enda hjón-
in sem reka Low strangtrúaðir
mormónar.
Þessar plötur eru bara brot af
þeim „undarlegu“ jólaplötum sem til
eru á markaðnum og við Íslendingar
höfum að sjálfsögðu ekki verið eft-
irbátar í þeim efnum, eitt gott dæmi
er t.d. að nýverið kom út safnplatan
Stúfur sem inniheldur jólalög með
ungum tónlistarmönnum á borð við
hipphopparann Hermigervil og
rokksveitirnar Lokbrá og bob.
Svona þreifingar eru jákvæðar og
gott til þess að vita að nýsköpun sé
stunduð innan jólalagageirans, geira
sem sækir að eyrunum á hverju ári
hvort sem okkur líkar betur eða
verr.
„Snjókorn falla …“
’Það er eins og öllumtónlistarmönnum, sama
úr hvaða geira þeir
koma, finnist þeir þurfa
að reyna sig við svosem
eitt jólalag.‘
AF LISTUM
Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.