24 stundir - 12.12.2007, Side 14

24 stundir - 12.12.2007, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2007 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Alþýðusamband Íslands vill í komandi kjarasamningum semja um fyr- irkomulag á því að launafólk geti fengið greidd laun í annarri mynt en ís- lenzkum krónum. Erfitt er að skilja þessa kröfu öðruvísi en svo að stærstu samtök launafólks á Íslandi séu að byrja að missa trúna á gjaldmiðlinum. Það eru talsverð tíðindi og styrkja ekki krónuna sem framtíðargjaldmiðil á Íslandi. Í kröfum ASÍ er nefnt að annars vegar hafi mörg fyrirtæki tekjur í öðrum myntum og ennfremur að starfsmenn hafi stofnað til skuldbindinga í öðr- um myntum en krónu. Það eru auðvitað sameiginlegir hagsmunir fyrirtækis og starfsmanns að fyrirtækið geti haft útgjöld í sama gjaldmiðli og tekjurnar og starfsmaðurinn borgað af t.d. húsnæðisláni í erlendri mynt í þeim sama gjaldmiðli. Þannig spara báðir sér gengisáhættu. Undanfarið ár hafa erlend lán heimilanna meira en tvöfaldazt. Ástæðan er auðvitað að þau eru á miklu lægri vöxtum en innlend lán, svo miklu lægri að fólk er reiðubúið að taka umtalsverða gengisáættu. 24 stundir sögðu frá því í gær að þýzkt fjármálafyrirtæki, VKB, hygðist bjóða upp á húsnæðislán í evrum hér á landi, á mun lægri vöxtum en inn- lend húsnæðislán og án verðtryggingar. Margir fagna vafalaust erlendri sam- keppni á fjármálamarkaðnum hér, en hún hefur verið lítil til þessa. Hugsanlega veðjar þýzka fyrirtækið á þá aukningu í erlendu lánunum, sem vaxtahækkanir hér á landi hafa knúið fram. Það er skiljanlegt að erlend fjármálafyrirtæki kæri sig ekki um að nota krónuna þegar þau leita hófanna á íslenzka markaðnum. Til þess er hún of lítill og óá- byggilegur gjaldmiðill. En eftir sem áður verður gengis- áhættan fyrir hendi – nema íslenzkir launþegar fari að fá laun í evrum. Krónan er í raun stærsta hindrunin í vegi erlendrar samkeppni á fjármálamarkaðnum hér. Ef evra væri notuð á Íslandi ættu íslenzkir húsnæðiskaupendur að- gang að húsnæðislánum á lágum, óverðtryggðum vöxt- um eins og þeim, sem VKB hyggst bjóða, án geng- isáhættunnar. Margir bankar og lánastofnanir með langa reynslu af húsnæðislánastarfsemi gætu þá hindr- unarlaust keppt við íslenzku bankana. Þætti félögum í Alþýðusambandinu það ekki harla góð tilhugsun? Krónan hindrar samkeppni SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Siv Friðleifsdóttir notaði upp- haf þings til að hefja atlögu að Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heil- brigðisráðherra, fyrir niðurskurð til heilsugæsl- unnar. Hann rúllaði henni upp með því að benda einfald- lega á að hún hefði sem heil- brigðisráðherra skilið eftir gríðarlegan skulda- hala, sem nýja ríkisstjórnin væri búin að eyða. Eini nið- urskurðurinn í heilsugæslunni væri því niðurskurður á skulda- hala Framsóknar. Í kjölfarið veittust þingmenn VG harkalega að Siv og Fram- sóknarflokknum. Össur Skarphéðinsson eyjan.is/goto/ossur BLOGGARINN Skuldahali Þau eiga ekki að geta tekið roskna starfsmenn sína sem hafa staðið með þeim í gegnum þykkt og þunnt og staðið að uppbyggingu og vexti fyr- irtækis og hent þeim út eins og gamalli vél. Fyrir- varalaus uppsögn án skýringa og undangenginnar aðvörunar leiðir til niðurlægingar starfsmanns. Svo maður tali nú ekki um ef við- komandi er kominn vel á seinni hluta starfsævi sinnar. Það er við- tekin venja hjá fyrirtækjum til að réttlæta svona aðgerð að gefa eitt og annað í skyn. […] Hvað hugs- ar starfsmaður sem fær svona meðferð, hvernig líður honum? Guðmundur Gunnarsson gudmundur.eyjan.is Atvinnumissir Ef fréttir af starfsemi þýsks fjár- málafyrirtækis sem hyggst veita íslenskum íbúðarkaupendum evrulán á þýskum kjörum ganga eftir er um nokk- ur tímamót að ræða. Bæði hvað varðar sam- keppni erlends viðskiptabanka á Íslandi og aukið framboð á er- lendum myntlánum til húsnæðis- kaupa. Lán í erlendum myntkörf- um hafa mjög svo rutt sér til rúms á skömmum tíma og nú eru ríflega 12% lána hérlendis tekin í erlendum myntum. […] …al- menningur metur […] að taka slík lán á mun lægri vöxtum óverðtryggð. Björgvin G. Sigurðsson bjorgvin.is Erlend lán Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Það er jákvætt að erlendur banki hyggst hasla sér völl á íslenskum íbúða- lánamarkaði, en fjarri lagi er að „íbúðalán í evrum á evrópskum kjörum sé nýjung hér á landi“. Íslenskir bankar og sparisjóðir hafa lengi boðið lán í erlendri mynt til íbúðakaupa. Mikill kippur varð í slíkum út- lánum bankanna á fyrri hluta þessa árs sem að lík- indum hafði lykiláhrif á hækkun húsnæðisverðs og þar af leiðandi verðbólgu ársins í ár. Í lok október voru myntlán íslensku bankanna sem sérstaklega eru skilgreind sem íbúðalán tæpir 26 millj- arðar af þeim 113 milljörðum sem heimilin í landinu skulda í gengisbundnum lánum. Vextir slíkra lána á Íslandi hafa verið á sama róli og Bayern-Líf boðar. Hins vegar getur nýr aðili náð að halda niðri gengisbundnum lánum íslensku bankanna umfram það sem nú er, enda hefur vaxtaálag íslensku bankanna ofan á myntlánin lengstum verið töluvert. Ef Íbúðalánasjóður fengi heimild til að lána geng- isbundin lán, þá yrðu vextir slíkra íbúðalána vænt- anlega lægri en núverandi vextir myntlána banka og sparisjóða. Ástæðan er hagkvæmari fjármögnun og hóflegra vaxtaálag sjóðsins sem sér nú stað í núver- andi íbúðalánum Íbúðalánasjóðs í íslenskum krónum, sem eru verulega lægri en vextir sambærilegra krónu- lána bankanna. Það er athyglisvert að heyra Ingólf Ingólfsson skýra frá því að vextir evrulánanna geti einungis verið fastir í 15 ár en ekki 40. Almenningi hefur verið talin trú um annað í gagnrýninni á verðtryggð krónulán. Myntlánin eru ekki verðtryggð enda ekki veitt í ör- mynt eins og íslensk krónulán. Hins vegar bera lántak- endur alla gengisáhættu, þannig að afborgun af slíkum lánum getur sveiflast jafnvel um tugi prósenta frá mánuði til mánaðar. Tuttugu pró- senta gengissig breytir 20 milljóna króna láni í 22 milljónir auk þess sem afborgun hækkar strax um 20%. Ein- hver myndi væla ef slíkt gerðist á svo snöggum tíma í hefðbundnum íbúðalánum í íslenskum krónum. Höfundur er sviðsstjóri þróunarsviðs hjá Íbúðalánasjóði Gamalt vín á nýjum belgjum ÁLIT Hallur Magnússon hallur@ils.is

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.