24 stundir - 12.12.2007, Page 15

24 stundir - 12.12.2007, Page 15
24stundir MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2007 15 Óhug slær ábloggara vegna fréttarhér í blaðinu af örygg- isráði Femínista- félags Íslands sem hefur kært Valitor fyrir að taka þátt í dreifingu kláms. Í fyrsta lagi af því að eitthvað er til sem heitir öryggisráð femínista og í öðru lagi vegna kröfu um að fylgst sé með greiðslukorta- viðskiptum. Klám-Vísa verður Gísla Frey Valdórssyni að yrk- isefni. Hann bendir á karlpungana við Arnarhól, sem prenti seðla og taki enga ábyrgð á því hvort þeir séu löglega notaðir, endi jafnvel í buxnastreng nektardansara. Sóley Tómasdóttir æsti bloggpunga ný- lega og nú tekur klámvísan við. Sundurtætt og sorgleg, segirÖssur Skarphéðinsson umstjórnarandstöðuna í næt- urbloggi. Hann lýsir áhlaupum stjórnarandstöð- unnar sem klám- höggum vegna sam- stöðuleysis og oflátungsskapar VG. „Þannig kemur stjórnarandstaðan ríkisstjórninni til varnar á hverj- um einasta degi með innbyrðis átökum, sem eru harkalegri og háværari en veimiltítlulegar til- raunir þeirra til að stinga prjón- um sínum í ráðherrana. Sumir kenna ugglaust nokkurrar Þórð- argleði við það að fylgjast með hvernig stjórnarandstaðan tætir sjálfa sig í sundur, en … svolítið sorglegt á köflum. Vesalings fólk- ið.“ Íhvað eyðir ríkið ekki pening-unum okkar,“ spyr blogg-arinn Hjörtur Guðmunds- son vegna síðustu breytingartillagna meirihlutans á Al- þingi við fjárlaga- frumvarpið. Sögu- setur íslenska hestsins fær sex milljónir. Vífill, fé- lag fólks með kæfi- svefn, fær framlag og ár kartöfl- unnar þrisvar sinnum meira en Vífill. Framlag er til eyðingar ker- fils í Eyjafirði. Virðing fylgir því að vera hestur á Íslandi, í stað um- boðsmanns kemur nú sögusetur. Embætti umboðsmanns heilsu- lausra og gamalmenna er enn óstofnað, enda óvíst hver myndi vilja gegna því í skugga deilna um fjárveitingar. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Nú er rétt liðlega hálft ár liðið frá því ég var kjörin á Alþingi í kosningunum í vor. Í kjölfarið sagði ég af mér sem borgarfulltrúi í Reykjavík, enda þeirrar skoðunar að ekki sé rétt að gegna báðum störfum samtímis. Þar sem nú hillir undir að Alþingi ljúki vinnu fyrir jólin er við hæfi að líta aðeins til baka þessa fáu mánuði mína við Austurvöllinn. Reynslan af þingstörfum er að flestu leyti góð. Það tekur alla nýja þingmenn nokkurn tíma að finna taktinn í vinnunni. Mikil vinna fer fram í nefndum og minnstur tími fer raunverulega í þingfundi í Alþing- ishúsinu sjálfu. Ég hef sinnt stöf- um formanns samgöngunefndar og það sem af er þingi hafa fá stór- mál komið til kasta þeirrar nefnd- ar, en útlit er fyrir að það breytist eftir áramót. Þá kemur til umfjöll- unar samgönguáætlun sem er stefnumörkun stjórnvalda í sam- göngumálum til lengri tíma. Þar eru mörg pólitísk álitamál sem þarf að fást við. Nefni ég þar helst Sundabraut og helstu æðar til og frá höfuðborgarsvæðinu. Sam- gönguráðherra hefur nýlega kynnt fyrirætlanir um að fjármunir í Sundabraut og Suðurlandsveg og Vesturlandsveg verði færðir til milli áranna 2008 og 2009. Í Sundabrautarverkefninu er staðan þannig að ríki og borg þurfa að taka af skarið á næstu vikum og mánuðum um legu brautarinnar. Verður farin innri leið sem hafa mun víðtæk umferðarleg áhrif á Grafarvog og hverfin handan vogsins, eða verður farin ytri leið í göngum sem kemur upp við Laug- arnes við Kringlumýrarbraut? Það er næsta skrefið í að koma Sunda- braut í eitt skipti fyrir öll í farveg til framtíðar. Fjárlagavinnan Ég á einnig sæti í fjárlaganefnd sem óhætt er að segja að sé anna- samasta nefnd þingsins. Það sem af er hausti hefur nefndin hist á hverjum virkum degi og lagt línur og unnið í fjárlagafrumvarpi árs- ins 2008. Fjöldi fólks hefur komið í viðtöl við nefndina vegna styrk- umsókna til ríkisins. Verkefnin eru fjölbreytt og áhugaverð enda var fjöldi umsókna um eitt þúsund í ár. Þetta munu vera nokkuð fleiri umsóknir en venjulega. Það hefur verið bæði gagnlegt og fróðlegt að fá þarna á örfáum mánuðum inn- sýn í flesta króka og kima rík- iskerfisins á einu bretti. Umsóknir til fjárlaganefndar eru auðvitað bara brotabrot af ríkisrekstrinum en engu að síður gagnlegt og skemmtilegt fyrir nýjan þingmann að hitta fólk alls staðar að af land- inu sem er að vinna að frábærum hugmyndum á fjölbreyttum svið- um mannlífsins. Stóru línurnar eru hins vegar tekjur og gjöld til einstakra ráðuneyta og stofnana þar sem mennta-, félags- og heil- brigðismál eru fjárfrekustu mála- flokkarnir. Ný ríkisstjórn hefur sett sér það markmið að endur- skoða allt ferlið í kringum fjárlaga- vinnuna þannig að þingið verði virkari þátttakandi í henni en ver- ið hefur. Þá er gert ráð fyrir að taka upp rammafjárlagagerð og lengri tíma áætlanagerð til að hægt sé að öðlast betri yfirsýn og hafa betri stjórn á fjárlögum ríkisins. Mörg stór sveitarfélög á borð við Reykjavíkurborg hafa viðhaft slík vinnubrögð í nokkur ár og gefist vel. Þingmaður Reykjavíkur Í þingflokki Samfylkingarinnar er margt öflugt fólk sem beitir sér mjög í störfum á þinginu. Eitt af stærri málunum sem við munum fást við á næsta þingi eru sam- göngumálin bæði á landsbyggð- inni og höfuðborgarsvæðinu. Sem þingmaður Reykjavíkur mun ég berjast af afli fyrir framgangi Sundabrautarverkefnisins sem er eitt mikilvægasta samgöngumálið og snertir hagsmuni allra lands- manna. Allt of lengi hefur verið þráttað um málið en nú er runn- inn upp tíma ákvarðana og fram- kvæmda. Þar treysti ég á félaga mína innan ríkisstjórnarflokkanna að styðja vandaðan framgang þessa brýna samgöngumáls. Höfundur er alþingismaður Störfin á Alþingi VIÐHORF aSteinunn Valdís Óskarsdóttir Í Sunda- brautarverk- efninu er staðan þann- ig að ríki og borg þurfa að taka af skarið á næstu vikum og mánuðum um legu braut- arinnar. HÁSKERPA HEIM Í STOFU WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 79.900- TILBOÐ ixÜ" HJHCA@ Maturinn á borðið til þín / Engin biðröð ^tÄw|Ü Ü°àà|Ü [x|à|Ü Ü°àà|Ü Xyà|ÜÜ°àà|Ü ]™Ät{Ät"uÉÜ" ECCJ fàÉÄà xÜ É~~tÜ {ätà| Veitingahúsið Einar Ben Veltusund 1 (við Ingólfstorg) S: 511 5090 einarben@einarben.is

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.