24 stundir - 12.12.2007, Side 16

24 stundir - 12.12.2007, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2007 24stundir Tómas Torfason er með ágæta skilgreiningu á öfgum í grein sinni „Öfgahópur leikur lausum hala“ sem birtist í 24 stundum þann 5. desember síðastliðinn. Að öfgar séu „félagsskapur sem ræðst gegn ríkjandi viðhorfum og gildum fjöldans“. Ætla má að mannrétt- indi, jafnrétti og frelsi séu meðal helstu gilda samfélagsins, samtök sem berjast gegn þessum gildum myndu að sönnu kallast öfgahópar. Tómasi tekst hins vegar að snúa venjulegri orðræðu á hvolf með því að telja baráttumenn fyrir sjálf- sögðum mannréttindum vera öfgamenn, „mikil ógn við íslenskt samfélag“. Þessi hættulegi hópur sem krefst þess að virtur sé réttur foreldra til að stjórna trúaruppeldi barna sinna og réttur barna minni- hlutahópa til að njóta sömu skóla- göngu og önnur börn, „fer út fyrir allt meðalhóf eða ríkjandi norm samfélagsins“ að mati Tómasar. Þar er Tómas sammála trúbróð- ur sínum, Karli Sigurbjörnssyni, sem stillti svo eftirminnilega upp kirkjunni gegn mannréttindum og umburðarlyndi í messu nokkrum dögum áður. Þar er það ekki kirkj- an sem á að víkja að mati Karls. Harðsnúinn hópur Tómas tilheyrir fámennum hópi fólks sem hefur um nokkurt skeið gert sitt ítrasta til að koma sjón- armiðum sínum á framfæri og því miður oft seilst heldur langt í að- ferðum sínum. Hópur þessi er vel skipulagður, harður í horn að taka og vel reyndur í áróðursaðferðum. Áhrifa hans gætir víða í íslensku samfélagi. Kjarninn í þessum hópi eru nokkur hundruð ríkisstarfs- menn sem hafa nánast það eina hlutverk að reka áróður fyrir þeim skoðunum sem stofnuninni er ætl- að að standa vörð um, skoðunum sem eiga sér ekki hljómgrunn hjá meirihluta landsmanna. Stofnunin sem þeir vinna fyrir er auðvitað betur þekkt undir nafninu Þjóð- kirkjan og fær á þessu ári fjóra milljarða á fjárlögum. Minnihluti á bak við Árið 1986 könnuðu þeir dr. Pét- ur Pétursson og dr. Björn Björns- son trúarlíf Íslendinga. Niðurstaða þeirra var sú að um eða yfir þriðj- ungur landsmanna væri fylgjandi því sem þeir kölluðu hina „klass- ísku kristni“. Hæst náði svarhlut- fallið þegar spurt var hvort Jesús væri sonur Guðs og frelsari, 45 prósent landsmanna samsinntu því. Fyrir tuttugu árum blasti því við sú merkilega staða að trúfélag sem rekið er sem ríkisstofnun, á fjárlögum og vernduð af stjórnar- skrá, var með hugmyndafræðileg- an stuðning minnihluta lands- manna. Hér eru stórar upphæðir í húfi, launaseðlar háttsettra emb- ættismanna, fálkaorður og jafnvel diplómatapassar. Sótt inn í skólana Þessi fámenni félagsskapur rík- isstarfsmanna býr yfir áróðurs- tækni sem þróuð hefur verið gegn- um þúsundir ára. Þeir vita vel að auðveldasta bráðin eru börnin, því fyrr því betra. Áróðursmeistarar kirkjunnar hafa lengi haft ein- kennisorð Jesúíta, „gefið mér barn fyrir sjö ára aldur og ég mun gefa þér manninn að leiðarljósi“. Maður getur ímyndað sér hvernig meðlimir þessa stéttar- félags ríkisrekinna trúboða hafa hist í einhverju bakherberginu, svartklæddar krákur á hrafnaþingi, og skipulagt áróðursstríðið. Nú skyldi sótt inn í skólana. Samvisku- laust, því milljarðar voru í húfi. Hálfur sigur unninn? Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem finna má á vef Biskupsstofu og unnin var árið 2004 af IMG Gallup telja um sjö af tíu Íslendingar sig vera trúaða. Af þeim eru þrír fjórðu kristnir, nánar til tekið svarar 51 prósent lands- manna árið 2004 því að þeir séu kristnir í einhverjum skilningi. Er áróðurinn að skila sér? Ekki nóg, hlýtur að vera svar hins háværa hóps. Á þessum tuttugu árum hef- ur nefnilega hlutfall þeirra sem skráðir eru í áðurnefnda ríkisstofn- un dalað jafnt og þétt og stendur nú þannig að um átta af hverjum tíu Íslendingum eru skráðir félagar. Þessi stofnun getur því talið sig vera fulltrúa um 40 prósenta þjóð- arinnar í besta falli – þeirra sem eru sammála þótt ekki sé nema einhverju smávægilegu úr boð- skapnum og jafnframt skráðir fé- lagar. Yngstu börnin! Betur má ef duga skal. Milljarð- arnir verða ekki varðir til frambúð- ar nema traustur meirihluti sé að baki. Sleppum kenningunum, hvísla þeir hver að öðrum, það trú- ir þeim enginn hvort eð er. Eignum okkur allt gott og jákvætt (kær- leika, frið, siðgæði, jólin og jafnvel ástina) og herjum svo á leik- skólana. Kenningarnar hverfa Grundvallarkenning í boðskap kristninnar er líf í Jesú, loforðið um upprisu til samfélags við Guð. Krossfestingin snýst um þetta eina atriði, Jesús deyr fyrir syndir þeirra sem á hann trúa svo þeir geti öðlast eilift líf. Í skoðanakönnun IMG Gallup sem áður er nefnd játar innan við einn af hverjum tíu Ís- lendingum þessari grundvallar- setningu kristninnar. Hin evangel- íska lútherska þjóðkirkja er ekki að standa sig, fyrir milljarðana fjóra, ef henni tekst ekki að koma boð- skap sínum betur til skila en þetta. En svo er líka hægt að endurskipu- leggja sig, skilgreina kenningarnar þannig að það sé nóg bara að segj- ast bara vera kristinn og vera skráður í Þjóðkirkjuna. Nóg til þess að frelsast? Nei, auðvitað ekki. Nóg til þess að halda í milljarðana. Höfundur stundar nám í sagnfræði Þegar minnihluti kúgar meirihluta UMRÆÐAN aBrynjólfur Þorvarðarson Þessi fá- menni fé- lagsskapur ríkisstarfs- manna býr yfir áróð- urstækni sem þróuð hefur verið gegn- um þúsundir ára. Þeir vita vel að auðveldasta bráðin eru börnin, því fyrr því betra. Áróður Kjarninn í þess- um hópi eru nokkuð hundruð ríkisstarfsmenn sem hafa nánast það eina hlutverk að reka áróður fyrir þeim skoðunum sem stofnuninni er ætlað að standa vörð um. Hámarksstærð pakka er 0,5 x0,5 x0,8 m og 50 kg þyngd. Á ekki við um kæli- og frystivöru. Verð fyrir heimakstur með jólapakka er 600 kr. Sími 525 7700 Fax 525 7709 www.flytjandi.is. TB W A \R EY K JA V ÍK \ SÍ A EF ÞÚ GETUR BORIÐ HANN PAKKINN 600 KR.

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.