24 stundir


24 stundir - 12.12.2007, Qupperneq 24

24 stundir - 12.12.2007, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2007 24stundir Menn þrá gömlu, góðu jólalykt- ina af eplum, appelsínum, kanel, negul og barri, sem skötustækjan yfirgnæfir. Til Húseigendafélagsins koma annað veifið mál út af óþef frá einstökum íbúðum. Stundum hefur fólk mánuðum og árum sam- an ekki hent sorpi og fyllt íbúðir sínar af rusli og úrgangi. Slíku fylgir ferleg lykt sem þó er hátíð og sem ljúfur ilmur miðað við skötustækju sem er allra lykta verst. Skötusuða - Lög og húsreglur Hvað má og ekki má í fjöleign- arhúsum fer eftir sérstökum lögum um slík hús og reglum og fyr- irmælum í húsfélagssamþykktum og húsreglum. Er byggt á því að meirihlutinn ráði málum og um flest er byggt á hagsmunamati. Einnig að séreign og sameign megi aðeins hagnýta til þess sem þær eru ætlaðar og að eigendum beri að sýna tillitssemi og valda sameig- endum ekki óþarfa óþægindum og ama. Ekki eru í fjöleignarhúsalög- um bein ákvæði um lyktarmengun og skötustækju og gilda í því efni almenn ákvæði um tillitssemi. Húsfélög geta sett nánari fyrirmæli í húsreglum eða fundarsam- þykktum um skötusuðu eins og annað sem ónæði og ágreiningi getur valdið. Skötu og reykingum úthýst Þótt húsreglur fjalli fyrst og fremst um afnot sameignar þá get- ur húsfélag einnig sett reglur um afnot séreigna en því eru verulegar skorður settar. Eigandi hefur einka- rétt til hagnýtingar og umráða yfir séreign sinni og húsfélagið getur ekki sett reglur sem fela í sér meiri inngrip og víðtækari takmarkanir á eignarráðum hans en leiðir af fjöl- eignarhúsalögum og almennum reglum eignarréttar. Dæmi um inn- grip í séreignarráð sem til skamms tíma hafa þótt ganga of langt er allsherjarbann við reykingum í íbúðum og bann við skötusuðu á Þorláksmessu. Almennings- viðhorfið og réttarþróunin hefur síðustu árin siglt óðfluga í þá átt að úthýsa slíkum ófögnuði. Er nú lík- lega svo komið í tíðarandanum að húsfundur geti sett reglur og bann- að eða takmarkað reykingar og skö- tusuðu inni í íbúðum. Réttur fólks sem vill lifa eðlilegu og heilbrigðu lífi vegur þyngra á metunum en frelsi granna til að kaffæra sameig- endur sína í reyk og stækju og við- bjóði. Barbarískar átveislur Illa þefjandi barbarískar átveislur eiga ekki heima í fjölbýlishúsum. Ættu þær helst að vera langt uppi í óbyggðum fjarri siðuðu fólki. Skö- tusuða í fjölbýlishúsum jaðrar við villimennsku. Það er yfirmáta frekja, yfirgangur og tillitsleysi að sturta yfir granna sína við- urstyggilegri stækju sem smýgur alls staðar og tekur sér bólfestu í fatnaði, hverjum krók og kima, íbúðum, húsgögnum og sameign fjölbýlishúsa. Eru dæmi þess að stækjan hafi verið svo illvíg og líf- seig að hún hafi verið til ama frá Þorláksmessu fram á sumar. Hefur þurft að mála sameign og skipta um nýleg teppi til að komast fyrir stækjuna. Óætur viðbjóður Kæst skata er frekar úrgangur en matur, hvað sem hver segir. Hún er elduð í því skyni að misbjóða, ganga fram af, ögra og hrekkja fólk með heil- brigða bragðlauka og lyktarskyn. Þegar menn koma þessum viðbjóði varla niður og tárin streyma um diska og borð þá er sko mest gaman og mikið skríkt. Sjálfsagt finnst öllum innst inni skata vera óætur viðbjóður. Þegar menn segja annað undir pressu vina og vandamanna, kjamsandi og smjattandi og þykjast vera að vestan þar sem vondur matur þykir góður þá eru þeir undantekningarlítið að ljúga. Skötublót ekki gömul hefð Menn vaða í þeirri villu að það sé þjóðlegt að borða svona vondan, illaþefjandi mat, ef mat skyldi kalla. Þessi villimennska á Þorláksmessu er víst ekki gamall og gróinn siður, nema þá á Vestfjörðum. Það skyldi þó ekki vera að skötustækjan hafi stuðlað að eyðingu byggða og fólks- flótta að vestan. Í sveitum en ekki í fjölbýli Það er lítið við því að segja að fólk sjóði kæsta skötu í sveitum og á annesjum fjarri siðuðu fólki og í einbýlishúsum í þéttbýli þar sem lyktin ætlar ekki aðra að drepa en þátttakendur í skötublótinu. Hins vegar veldur skötusuða í fjölbýlis- húsum sambýlisfólkinu svo mikl- um ama og ónæði að því er óskylt að una því. Húsfélagið getur þá brugðist við með banni við skötu- suðu í húsreglum eða sett henni takmarkanir með húsfundar- ákvörðun. Tíðarandinn Eigandi má gera það á sinni eign sem er venjulegt og eðlilegt og grannar verða að sætta sig við það. Við mat á því hvort menn fara yfir strikið og valda nágranna sínum ónæði, ama og röskun umfram það sem hann verður að þola og venju- legt er, verður að horfa til þess sem almennt viðgengst og tíðarandinn telur við hæfi á hverjum tíma. Þrengir jafnt og þétt að þeim tillits- lausu sem menga og eru skeyting- arlausir um frið og rétt granna. Þetta ónæði er sérstakt vegna þess að það er tímabundið og því telja margir að sýna beri því um- burðarlyndi. Það hafa margir gert lengi og umborið skötustækju ár- um saman. Þótt skötusuða sé bundin við ákveðinn árstíma og yf- irleitt einn dag ársins þá gefur það ekki ótakmarkaða heimild til að hrauna yfir sambýlisfólkið. Eitt stakt og stórfellt brot á ári er oft al- varlegra en fleiri smærri. Það má líka leiða að því líkur að þeir sem eru skeytingarlausir við granna sína með skötusuðu séu almennt ekki ýkja tillitssamir og hófsamir í öðr- um atriðum. Þeir sýna gjarnan annars konar yfirgang á öðrum árs- tíma. Hengja t.d. blóðug fuglahræ utan á hús og hafa hátt meðan grannar reyna að sofa. Dregið úr ónæði Einstaka skötudýrkandi hefur reynt að draga úr ónæðinu með ýmsu móti. Er það vel og virðing- arvert. Menn hafa reynt að sjóða skötu á prímus og útigrillum úti á svölum og í bílskúrum og notað sérstakar tilfæringar við suðuna sem þeir telja að drepi niður lykt- ina. Það er sjálfsagt rétt að með ýmsu móti má draga úr lykt- armengun í skötulíki. Þótt öll slík viðleitni sé til bóta þá dugir hún ekki. Einnig hefur það færst í aukana að skötu sé úthýst úr mannabústöðum og sé elduð og et- in í sölum úti í bæ. Það er líka í átt- ina. Má sjóða skötu í fjölbýlishúsum? Skötustækjan óvinsæl Nú brestur brátt á með skötusuðu og skötuáti sem nær hæstum hæðum á Þorláksmessu og er eit- ur í nösum þorra fólks. Spurt er hvort þessum ófögnuði í skötulíki megi ekki úthýsa úr mannabú- stöðum. Skötuilmur! Sumir geta ekki þolað sköt- ustækjuna og margar kvartanir berast til Húseigendafélagsins vegna hennar. 24stundir/Árni Torfason Sigurður Helgi Guðjónsson, for- maður Húseigenda- félagsins, skrifar LÖG OG REGLUR 107.000 eintök á dag - ókeypis Auglýsingasíminn er 510 3744 - kemur þér við SAN Cable Kit Rafmagns gólfhitakerfi Einföld uppsetning. Lagt í flísalím eða flotað Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Áfangar Keflavík - Vélaleiga Húsavíkur Nesbakki Neskaupsstað - Litabúðin Ólafsvík - Skipavík Stykkishólmi SR byggingavörur - Eyjatölvur - Miðstöðin Vestmannaeyjum - Pottar og prik Akureyri - Núpur Ísafirði - Litaver - Verkfæralagerinn - Byggt og búið. Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf - sími 567 4142 - www.raestivorur.is Hraðhreinsir fyrir stál - plast - gler o.fl o.fl...

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.