24 stundir - 12.12.2007, Side 27

24 stundir - 12.12.2007, Side 27
24stundir MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2007 27 Ljósin og birtan spila stórt hlut- verk yfir hátíðarnar og skreyta margir húsin sín með ljósaseríum ýmiss konar. Á öldum áður þóttu kertin ómetanleg til þess að lýsa upp myrkrið yfir vetrartímann og voru þau notuð á jólum í stað jólatrés- sería eins og gert er nú, enda skap- ast töluvert meiri eldhætta af log- andi kertum á jólatré en seríu. Heilluðust af ljósunum Árið 1901 komu á markað ljósa- seríur sem voru sérstaklega hann- aðar fyrir jólatré. Útiljósin urðu hins vegar ekki vinsæl fyrr en um 1940 þegar bæj- arbúar víðs vegar heilluðust af upplýstum trjám sem stóðu á bæj- artorgunum og vildu einnig hafa slíkt á heimilum sínum. Ljósum komið fyrir Ef setja á fjölda sería í þak- skeggið eða trén þá er best að huga að nokkrum atriðum fyrst svo verkið verði auðveldara. Byrjið á því að athuga hvort serían virkar ekki örugglega og skiptið um perur þar sem við á. Komið seríunni þannig fyrir að innstungan sé sem næst inntakinu svo ekki skapist vandræði þegar á að kveikja á herlegheitunum og snúran reynist of stutt. Eins er ekki fallegt að hafa snúrurnar of áber- andi ef það þarf að leiða þær langt í innstungu. Hafið kveikt á seríunni á meðan þið komið henni fyrir þannig að þið sjáið hvernig útkoman verður. Athugið leiðbeiningar á kassanum og gangið úr skugga um að þið séuð með rétta seríu, en ekki má nota inniseríu utandyra. Gætið ykkar sérstaklega vel ef þið þurfið að nota stiga utandyra til þess að koma ljósunum fyrir, en tröppurnar geta verið mjög hálar á veturna. Ljósaseríur eru vinsælar um jólin Ljósin í myrkrinu Jólaljós Landsmenn eru dug- legir að skreyta híbýli sín fyrir jólin með fallegum ljósum. 24 stundir/Kristinn Margir vilja skreyta vistarverur sínar með hátíðlegu og fallegu skrauti er minna þá einnig á það hvers vegna við höldum jól. Þessa óvenjulegu jólaskreytingu/ leikfang frá Playmo má kaupa á vefsíðu urbanoutfitters, www.ur- banoutfitters.com. Líklegt er að börn heimilisins komist í fjörugt jólaskap yfir þessari skreytingu enda gaman að því þegar það má aðeins fikta í þeim líka! Óvenjuleg jólaskreyting Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið huggulegt fyrir jólin. Jólaskraut getur kostað skilding- inn og þess vegna er um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Mandarínur skreyttar negulnöglum eru afskaplega jóla- legar en eins getur verið mjög flott að setja þær í stóra glerskál og pakka nokkrum þeirra inn í flottan pappír í fallegum litum, eins og bleikum og grænum. Ódýrt og fallegt um jólin Skreytið heimilið eftir ykkar höfði. Notið jólaskraut sem er fjölskyldunni kært þó að það sé ekki samkvæmt nýjustu tísku. Eins er fallegt að blanda nýjum og gömlum hlutum saman og leika sér að því að raða saman skemmtilegum útsetningum. Setjið hnetur í skál ásamt flottum jólakúlum, vefjið inniseríur í greni og leggið í gluggana og setj- ið aðventukransinn ásamt litrík- um kertum á flottan bakka. Skreytt eftir eigin höfði

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.