24 stundir - 12.12.2007, Side 32

24 stundir - 12.12.2007, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2007 24stundir VERÐ, GÆÐI OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA Vinnufatabúðin Laugavegi s: 551 5425 MENNING menning@24stundir.is a Ég flutti inn upptökugræjur og gekk svo um hús foreldra minna og bankaði í alla veggi, og endaði svo inni í litlu gluggalausu fataherbergi því þar var besti hljómburðurinn. Nýtt andlit hefur bæst í fríðan flokk leikara Skilaboðaskjóðunnar, sem sýnd er í Þjóðleikhúsinu, en það er hinn fjölhæfi Árni Bein- teinn Árnason sem mun framvegis leika hlutverk Putta litla á móti Hrafni Bogdan Haraldssyni sem hefur verið í hópnum frá upphafi. Árna Beintein kannast margir við úr Laugardagslögunum þar sem hann tekur lífleg viðtöl við þekkt fólk í samfélaginu. Ásamt því fer hann með hlutverk í ævintýra- myndinni Duggholufólkinu sem var frumsýnd í síðustu viku og hef- ur gert sínar eigin kvikmyndir, tal- sett alls kyns sjónvarpsefni og leik- ið í nokkrum útvarpsleikritum. Allt þetta þrátt fyrir ungan aldur, en hann á 13 ára afmæli í dag. „Þau hjá Þjóðleikhúsinu vildu fá strák til liðs við sig til þess að leika á móti og létta undir með Hrafni Bogdani í Skilaboðaskjóðunni. Hann hefur staðið sig frábærlega en það er fullmikið að leggja það á svo ungan strák að leika einn svo stórt hlutverk í svona sýningu. Þess vegna kom ég inn í sýninguna og þó svo að ég hafi bara æft í þrjá tíma á dag í fjóra daga hefur þetta gengið mjög vel, enda mikið fag- fólk sem kemur að sýningunni og leikarar og leikstjórar afar hjálp- samir,“ segir Árni Beinteinn. Skila- boðaskjóðan er sjötta stóra sýn- ingin sem hann tekur þátt í og státar pilturinn því af töluverðri sviðsreynslu. Líkt og aðrir 13 ára krakkar er hann vitaskuld í grunn- skóla og var að klára jólapróf í byrjun vikunnar. En það er ekki þar með sagt að hann sitji auðum höndum enda er nóg að gera hjá honum í talsetningu ásamt því sem hann fer með hlutverk í aðventu- leikritinu María, asninn og gjald- kerarnir, sem verður sýnt í síðasta skipti í Borgarleikhúsinu næsta föstudag, syngur inn á barnaplöt- una Bönnuð börnum eftir Guð- mund Inga Þorvaldsson sem kem- ur út á næsta ári og hefur fengið aðalhlutverk í útvarpsleikritinu Engill í Vesturbænum í leikstjórn Sigrúnar Eddu Björnsdóttur, en upptökur á því hefjast í janúar Nýr í Skilaboðaskjóðunni Á 13 ára afmæli í dag Árni Beinteinn Haraldsson. Fjölhæfur 13 ára piltur með mikla leikreynslu Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is „Mér fannst spennandi og krefj- andi verkefni að semja fyrir börn. Þar sem ég hef unnið mikið með krökkum vissi ég að það væri þörf á nýrri tónlist fyrir þau. Ég komst að því að lögin sem krakkarnir vildu syngja voru kannski ekki al- veg í takt við lögin sem voru í boði sem voru sömu lög og ég var að syngja þegar ég var lítil í sunnu- dagaskólanum,“ segir Hafdís sem kenndi í sunnudagaskólanum meðfram námi í söng og upptöku- stjórn sem hún kláraði frá LCCM- skólanum í London. Eftir námið fór hún í eins árs tónleikaferð um alla Evrópu ásamt hljómsveit sinni sem ber einfaldlega heitið Hafdís Huld. Eftir að hafa lokið við túrinn hófst Hafdís handa við að semja lög á plötuna, ásamt sambýlis- manni sínum, Alisdair Wright, sem hún kynntist í söngnáminu. Söng- konan fékk styrk frá Kristnihátíð- arsjóði til að gera plötuna og nú þegar er byrjað að kenna lögin í sunnudagaskólum og leikskólum. Þegar Hafdís var lítil dreymdi hana um að syngja inn á barna- plötu. Hún nýtti því tækifærið núna og fékk til liðs við sig hóp af krökkum sem syngja fimm lög á plötunni. Það er óhætt að segja að Hafdís Huld hafi farið ótroðnar slóðir við gerð plötunnar. Þar sem hún er búsett í litlu þorpi á miðju Englandi fékk hún húsaskjól hjá foreldrum sínum á meðan platan var í vinnslu. Rólópásur og súkkulaðikökur „Ég flutti inn upptökugræjur og gekk svo um hús foreldra minna og bankaði í alla veggi og endaði svo inni í litlu gluggalausu fataherbergi því þar var besti hljómburðurinn.“ Þar útbjó hún hljóðver og segir Hafdís að súkkulaðikökur og ann- að góðgæti hafi flætt úr eldhúsi móður sinnar við mikinn fögnuð krakkana sem voru á aldrinum fjögurra til tólf ára. „Svo var einn sem kom til mín og vildi fá að taka trommusóló, og það var bara not- að. Við leyfðum hugmyndafluginu að njóta sín og reyndum að koma öllum hugmyndum sem krakkarn- ir fengu inn á plötuna.“ Hafdís segir að aðrar reglur gildi þegar aðallistamaðurinn er 5 ára. Til dæmis þurfi að taka pásur á hálftíma fresti svo aðalsöngvarinn geti skroppið út á róluvöll. Hafdís lagði mikla áherslu á að krökkunum liði vel á meðan á tök- um stóð. „Þú heyrir alveg í rödd- unum á krökkunum hvað það er rosalega gaman og mikið stuð og það skilar sér svo innilega á plöt- unni,“ segir Hafdís. Saknar Íslands Hafdís segist sakna þess að búa á Íslandi og fannst kærkomið að taka plötuna upp hér á landi. Parið mun halda jól í faðmi fjölskyldu Hafdísar heima hjá foreldrum hennar. Þegar talið berst að jóla- matnum segist Hafdís ekki hafa hugmynd um hvað verði á borð- um, því faðir hennar sem hún lýsir sem snilldarkokki stundar til- raunastarfsemi og kemur á óvart á hverjum jólum. „Pabbi er nú þegar byrjaður að plana jólamatinn. Hann kemur alltaf mikið á óvart. Eina sem ég veit fyrir víst er heima- tilbúni ísinn hennar mömmu,“ segir þessi hressa söngkona að lok- um. Ný íslensk barnaplata frá Hafdísi Huld Búin til inni í fataskáp Hafdís Huld Þrastardóttir, fyrrum söngkona Gus- Gus, sendi nýlega frá sér plötu sem ber heitið Englar í ullarsokkum. Platan er ætluð börnum á öllum aldri en hug- myndin kviknaði þegar Hafdís vann í sunnudaga- skóla í kirkju í London fyrir íslensk börn. Hafdís Huld Gefur út barnaplötu fyrir jólin. Hér er hún ásamt aðstoð- armönnum sínum.➤ Englar í ullarsokkum er önnursólóplata Hafdísar. Fyrri plat- an, Dirty Paper Cup, hlaut mjög góða dóma. ➤ 10 krakkar syngja inn á plöt-una sem tekin var upp heima hjá foreldrum hennar. HAFDÍS HULD Hinir árlegu jólasöngvar Skólakórs Kársness verða haldnir annað kvöld, fimmtu- dagskvöldið 13. desember klukkan 20. Á efnisskrá eru fjölmörg þekkt jólalög sem fylgt hafa kórnum um árabil á aðventunni í bland við önnur sem heyrast sjaldnar. Ungir hljóðfæraleikarar leika með í In dulci jubilo eftir Buxtehude og nokkrir fyrrverandi kór- félagar koma einnig fram og syngja jólalög eftir Mist Þor- kelsdóttur og Þóru Mart- einsdóttur. Þekkt jólalög Óperudeild Söngskóla Sig- urðar Demetz heldur tónleika í kvöld, miðvikudaginn 12. desember, í Saltfélaginu. Á efnisskrá verða aríur, dúettar og hópatriði úr óperum eftir Mozart, Händel, C. Franck og Gilbert og Sullivan ásamt jóla- lögum. Píanóleikari verður Julian Hewlett, en stjórnandi óperudeildar er Keith Reed. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nemasöngur

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.