24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 36

24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 36
Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Yfirstandandi ár er með þeim bestu í frjálsum íþróttum hvað varðar ný heimsmet en allnokkur slík hafa verið sett síðustu tólf mánuði. Það er þó undantekning fremur en regla að svo góður árangur náist á einu ári enda kemur í ljós að í fjór- tán af vinsælli greinunum innan frjálsra standa enn ein átta heims- met sem slefa í tvítugsaldurinn þrátt fyrir allar þær framfarir sem orðið hafa undanfarin ár. Þrjú af þeim heimsmetum sem sett hafa verið í ár eru í hálfu eða heilu maraþoni, tvö í karlaflokki og eitt í kvennaflokki. Glæsilegt heimsmet féll einnig í 100 metra Maraþonhlaup Þrjú af heims- metum þessa árs eru ný met í hálfu og heilu maraþoni Frjálsar í hlekkjum ➤ KonurLangstökk, kringlukast, há- stökk, 100m, 200m, 300m og 400 metra boð- og grinda- hlaup. Öll sett 1985 - 1988 ➤ KarlarKringlukastsmetið stendur enn frá árinu 1986 ELLIHRUM HEIMSMET Florence Griffith Joyner Hún á ennþá heimsmet í 100 og 200 metra hlaupum spretthlaupi karla á árinu. Öllu verra er að á næsta ári eiga fjölmörg heimsmet 20 ára afmæli, þar á meðal í öllum helstu hlaupa- greinum kvenna. Sama gildir um standandi heimsmetin í langstökki, hástökki og kringlukasti. Af þeim fjórtán greinum sem litið var til hafa karlarnir sett fjögur heimsmet frá aldamótum en stúlkurnar sjö. Hins vegar féllu níu heimsmet karla á tíunda áratugnum en aðeins eitt kvennamegin  Tiltölulega fá heimsmet sett í frjálsum íþróttum á þessari öld 36 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2007 24stundir Hjátrúarfullir hætta seintað bera á borð töl-fræði til þess ætlaða að selja boðskap þeirra. Nú hef- ur verið reikn- að út að Real Madrid tapar ekki leik í deildinni þegar hinn hollenski Ruud Van Nistelrooy skorar mark. Hefur karlinn skorað í 22 leikjum með liðinu síðan hann kom frá Manchester United og þrumað inn einum 32 boltum í þeim. 19 þeirra hafa unnist og þrívegis hefur orðið jafntefli. Hefðin fer hins vegar fyrir lítið sé litið til Meistaradeildarinnar. Þar hefur hann skorað all- nokkrum sinnum en liðið tap- að engu að síður. Samtals hefur hann skorað 39 mörk fyrir Real á Spáni. Þar af 11 stykki í vetur í 17 leikjum. Geri aðrir betur. Þó þjálfarar margir óttistjanúarmánuð þegar fjöl-margir afrískir leikmenn í Evrópu hverfa heim og taka þátt í Afríkukeppn- inni í knatt- spyrnu er einn sem get- ur ekki beðið. Það er Steve Sidwell hjá Chelsea sem hefur eins og spáð var kynnst handverki vara- mannabekkja mun nánar en hann vildi síðan hann kom frá Reading í sumar. Fullyrðir Sid- well að Michael Essien muni eiga erfitt að vinna sæti sitt aft- ur þegar sá kemur til baka í febrúar. Bjartsýni og metnaður er af hinu góða í öllu en hætt er við að Sidwell stundi sjálfs- blekkingar enda hefur Essien blómstrað í allan vetur. Mikið má hann standa sig frábærlega til að halda Afríkumanninum frá byrjunarliðinu. Þá er loks staðfest að Fern- ando Alonso krotaði stafina sína á samning við Renault og mun keppa með þeim í vetur. Undir þeirra merkjum náði hann heimsmeistaratitli fyrir ári og Flavio Briatori, eigandi liðsins og velgjörðarmaður Spánverjans, er í sjöunda himni vegna þessa og er samn- ingurinn afar góður fyrir Alonso. Fær hann sem nemur 3,5 milljörðum króna í árs- laun. Hann gefur sér samt góðan tíma í jólagjafainnkaup en fyrstu æfingar hans á Re- nault-bíl verða 22 janúar. Heim til pápa Dómur féll í máli stórstjörn- unnar Michael Vick sem stundaði hundaat á sveitasetri sínu um árabil með blóðugum afleiðingum fyrir bestu vini mannsins. 23 mánaða fangelsi varð raunin eða mánuður fyr- ir hvern hund sem hann lét af- lífa vegna lélegs árangurs í hringnum. Ferill Vick sem var ein skærasta stjarna NFL- deildarinnar bandarísku hefur náð botninum. Hundsaður SKEYTIN INN ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Á næsta ári eiga fjölmörg heimsmet í frjálsum íþróttum 20 ára afmæli, þar á meðal í öllum helstu hlaupagreinum kvenna.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.