24 stundir - 18.12.2007, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á
Síríus konsum suðusúkkulaði í 200 g pakkningu.
Verðmunur er verulegur og er hæsta verð 61,5 %
hærra en það lægsta eða 110 króna munur.
Mikill verðmunur
á suðusúkkulaði
Sonja
McManus
NEYTENDAVAKTIN
Síríus konsum suðusúkkulaði 200 g.
Verslun Verð Verðmunur
Kaskó 179
Melabúðin 249 39,1 %
Samkaup-Strax 269 50,3 %
Þín verslun Seljabraut 276 54,2 %
11-11 289 61,5 %
Kjarval 289 61,5 %
„Þessir staðir voru mjög áþekkir nektardansstöð-
unum hér heima“ segir Hreiðar Eiríksson sem ræðir
reynslu sína af viðtölum við fórnarlömb mansals hjá
Unifem í dag.
Hreiðar er mastersnemi í lögfræði en starfaði áður
sem rannsóknarlögregluþjónn. Hann fór á vegum
friðargæslunnar til Bosníu árið 2002.
„Við fórum inn á staði þar sem við töldum að kon-
um væri haldið, til að athuga hvort þarna væri um
ófrjálsa þolendur mansals að ræða,“ segir Hreiðar en
hátt á annað hundrað kvenna voru fluttar aftur til síns
heima þá níu mánuði sem hann starfaði í Bosníu.
Konurnar voru fengnar til að koma með lögregluþjón-
unum út af stöðunum og voru fluttar í örugg hús þar
sem þær fengu læknisþjónustu og sálfræðiviðtöl áður
en lögreglumennirnir töluðu við þær.
Varðandi stöðu þessara mála á Íslandi segir Hreiðar:
„Það er óhætt að segja að það séu ákveðnir samnefn-
arar milli þess sem ég hef rekist á hér og þess sem ég sá
í Bosníu. En lengra er ég ekki tilbúinn að ganga að svo
stöddu.“
Opið hús verður hjá Unifem milli kl. 17 og 19 í dag.
aak
Opið hús og fyrirlestur um mansal hjá Unifem á Íslandi
Eins og nektardansstaðir hér
Mansal Hreiðar Eiríksson talar um mansal í Bosníu.
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Landsvirkjun Power (LVP) verður
ekki eins félag og Reykjavik Energy
Invest (REI), segir Bjarni Bjarna-
son, forstjóri LVP, en félagið mun
hefja störf á nýju ári og stefnir í út-
rás. Félagið verður í 100 prósenta
eigu Landsvirkjunar sem mun
leggja til átta milljarða króna í
hlutafé. Ekki kemur til greina að
selja hluti í félaginu til einkaaðila
né að setja það á almennan mark-
að.
Fá ekki einkarétt
„Mér sýnist munurinn vera sá að
þetta félag verður í 100 prósenta
eigu Landsvirkjunar. Þá flyst verk-
fræði- og framkvæmdaþekkingin
úr Landsvirkjun yfir í þetta félag.
Það var ekki gert í REI,“ segir
Bjarni um muninn á félögunum
tveimur. „Svo er ekki um neitt
framsal að ræða og Landsvirkjun
Power fær ekki einkarétt á nokkr-
um sköpuðum hlut frá móður-
félaginu.“ Hann segir ennfremur
enga kaupréttarsamninga hafa ver-
ið gerða við starfsmenn hins nýja
hlutafélags og að ekki standi til að
gera neina slíka.
Einungis nafnbreyting
Í ársbyrjun stofnaði Landsvirkj-
un fjárfestingafélagið Landsvirkjun
Invest (LVI) um útrásarverkefni
sín. Það félag stofnaði síðan
HydroKraft Invest ásamt Lands-
bankanum og lagði hvor aðili fyrir
sig um tveggja milljarða króna
hlutafé til. Stefnt var að því að skrá
félagið á erlendan hlutabréfamark-
að. Bjarni segir muninn á LVP og
LVI einfaldlega vera nafnbreytingu.
HydroKraft og önnur smærri félög
í eigu Landsvirkjunar muni renna
inn í LVP. „Í byrjun þessa árs var
hugmyndin að félagið væri í fjár-
festingum. Um mitt árið kviknaði
síðan sú hugmynd að flytja verk-
fræði- og framkvæmdasvið Lands-
virkjunar yfir í félagið. Þá var ekki
eðlilegt að félagið héti Invest og því
völdum við nafnið Power, sem er
miklu breiðara. Þetta er orkufélag
sem sýslar með orkutengd mál,
hvort sem það er í ráðgjöf, fjárfest-
ingum, eða rekstri. Það er allt op-
ið.“
Power verður
ekki nýtt REI
Forstjóri Landsvirkjunar Power segir félagið ekki verða nýtt REI
Landsvirkjun mun eiga allt hlutafé í nýju útrásarfyrirtæki sínu
➤ Landsvirkjun er að fullu íeigu íslenska ríkisins eftir að
50 prósenta eignarhlutur
Reykjavíkur og Akureyrar var
keyptur haustið 2006 fyrir
um 30 milljarða króna.
➤ Landsvirkjun Power verðurað fullu í eigu móðurfélags
síns, en starfar sem hluta-
félag.
LANDSVIRKJUN
24stundir/Golli
Landsvirkjun Ekki kemur til greina að selja hluti í félaginu til einkaaðila.
Héraðsdómur Reykjavíkur
hefur sýknað íslenska ríkið af
kröfu ellilífeyrisþega, sem
vildi greiða fjármagns-
tekjuskatt af þeim hluta líf-
eyris, sem var ávöxtun af inn-
borguðu iðgjaldi. Var
úrskurður skattstjóra um að
greiða skyldi tekjuskatt af líf-
eyri staðfestur með dóminum.
Dómurinn taldi, að skattlagn-
ing lífeyristekna væri að öllu
leyti lögmæt. Hafnaði dóm-
urinn því að skattlagningin
bryti í bága við jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar og mann-
réttindasáttmála Evrópu.
mbl.is
Héraðsdómur
Mátti skatt-
leggja lífeyriOpið 08-18 - laugard. 10-20 - sunnud. 11-20
Skútuvogi 6 - Sími 570 4700 - www.eico.is
Vekjandi jólagjafir
Laserklukka
Vekjaraklukka sem varpar tíma á
vegg eða loft.
4.990 kr.
Laserklukka
Vekjaraklukka sem varpar tíma
og útihita á vegg eða loft.
11.900 kr.
Laserklukka
Vekjaraklukka sem varpar tíma á
vegg eða loft. Sillanlegur geisli.
4.990 kr.
Serblad 24 stunda jolablad
Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 Kata@24stundir.is