24 stundir - 18.12.2007, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Mikið verk er framundan eftir að
samkomulag náðist á loftslagsráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna á Balí
á laugardaginn sem leið. Þórunn
Sveinbjarnardóttir umhverfisráð-
herra segir að niðurstaða þessarar
tveggja vikna ráðstefnu hafi látið
bíða eftir sér.
„Það hékk á bláþræði að sam-
komulag næðist. Ráðstefnunni átti
að ljúka á föstudeginum, en það
var haldið áfram á laugardag svo
það mætti ljúka þessu. Þetta leit
ekki vel út á lokasprettinum en sem
betur fer tókst að ná samkomulagi
um vinnuáætlun til næstu tveggja
ára með þátttöku allra ríkjanna
með aðild að loftslagssamningn-
um,“ segir Þórunn.
Upphafið að upphafinu
Meginmarkmið ráðstefnunnar á
Balí var að fá ríki heims að samn-
ingaborðinu. Um tíma leit ekki út
fyrir að Bandaríkin myndu sam-
þykkja Balí-vegvísinn.
„Það er aðalatriði í þessu máli að
hafa Bandaríkin með og líka þró-
unarlöndin, ekki síst stóru þróun-
arlöndin eins og Kína og Indland.“
Til að liðka fyrir samningavið-
ræðunum var bætt inn ýmsum
ákvæðum sem sneru sérstaklega að
því að hvetja þróunarríkin til að
taka þátt. Þegar ljóst var að þau
yrðu með fylgdu Bandaríkin fast á
hæla þeirra.
Ólík ábyrgð
Yvo de Boer, yfirmaður loftslags-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna,
fagnar því að á Balí hafi svokall-
aður „Berlínarmúr loftslagsbreyt-
inga“ fallið. Það nefnir de Boer þá
afstöðu sem hann segir hafa ríkt,
að ábyrgðin á umbótum í loftslags-
málum liggi hjá auðugari þjóðum
heims.
Í Balí-vegvísinum er áhersla lögð
á að öll ríki heims beri ábyrgð á
þróun loftslagsmála, hvort sem um
er að ræða rík iðnríki eða fátæk
þróunarríki. Ábyrgðin er þó ólík,
þar sem verkefni iðnríkjanna snúa
að því að minnka losun gróður-
húsalofttegunda en verkefni þró-
unarríkjanna eru meira í ætt við
forvarnastarf.
Siðferðileg skylda
„Það gefur augaleið að þau lönd,
sem hafa mengað mest og losað
mest af gróðurhúsalofttegundum
frá því að iðnbyltingin hófst, til-
heyra næstum því öll Vesturlönd-
um. Iðnríkin bera mikla ábyrgð.
Þau losa mikið núna og bera líka
sögulega ábyrgð og það er einfald-
lega hin siðferðilega hlið þessara
mála sem krefst þess að tekið sé til-
lit til sögunnar í þessu,“ segir Þór-
unn.
Þórunn segist gleðjast yfir því að
samkomulag skuli hafa náðst og
bætir við: „Ég er stolt af því að Ís-
lendingar voru á Balí-fundinum í
hópi þeirra landa sem sýndu frum-
kvæði, forystu og ábyrgð í lofts-
lagsmálunum.“
Vegvísirinn
liggur fyrir
Samkomulag náðist um vegvísi að framtíðarsamkomulagi í lofts-
lagsmálum Ábyrgð allra ríkja að vinna að loftslagsmálum
➤ Kýótó-bókunin var samþykktárið 1997. Framundan er
tveggja ára samningalota
vegna arftaka hennar.
➤ Lögð verður áhersla á að látaöll ríki heims bera ábyrgð í
loftslagsmálum, jafnt auðug
iðnríki sem fátækari þróun-
arríki.
LOFTSLAGSMÁL
Maraþonfundur Fulltrúar 190 ríkja samþykktu
vinnuáætlun í loftslagsmálum til næstu tveggja
ára á lokafundi Balí-ráðstefnunnar. 24stundir/AFP
HELSTU ÁLYKTANIR LOFTSLAGSÞINGSINS Á BALÍ
Samningaferli
Á fundi í Kaupmannahöfn árið 2009 á að ná nýju
allsherjarsamkomulagi um arftaka Kýótó-
bókunarinnar, sem fellur úr gildi í lok árs 2012.
Loftslagsnefnd SÞ
Mið verður tekið af tilmælum vísindanefndar Sam-
einuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC).
Verkaskipting
Iðnríki munu leita leiða til að minnka losun
gróðurhúsalofttegunda og þróunarríki munu
forðast að láta aukinn hagvöxt haldast í hendur
við aukna losun.
Aðlögunarsjóður
Sérstakur sjóður verður stofnaður til að auðvelda
þróunarríkjum að takast á við afleiðingar
loftslagsbreytinga.
Yfirfærsla tækni
Iðnríki munu auka þróun og notkun loftslags-
vænnar tækni og auðvelda aðgengi þróunarríkja
að henni.
Skógareyðing
Baráttan gegn eyðingu regnskóganna verður
efld og samþætt loftslagssamningi Sameinuðu
þjóðanna.
HEILL HEIMUR
AF SKEMMTUN
Opið sunnudaga til fimmtudaga
11.00 -24.00
Opið föstudagaoglaugardaga
11.00 - 02.00
Auglysingasimi
Katrin s.510 3727 / kata@24stundir.is
KOLLA s. 510 3722 / kolla@24stundir.is
Heilsa
Serblad 24 stunda
4.januar 2008