24 stundir - 18.12.2007, Side 26

24 stundir - 18.12.2007, Side 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Jólaundirbúningur hefst um miðjan desember þegar fólk skreytir heimili sín og byrjar að spila jólatónlist, bæði á mállýsku héraðsins Konkani og ensku. Á aðfangadagskvöld fer fólk í mið- næturmessu en að henni lokinni er borðuð létt máltíð áður en haldið er á ball. Þar er bjór, vín og indverskur kókos- og kas- júhnetulíkjör í boði og skemmtir fólk sér fram undir morgun. Daginn eftir heimsækir fólk hvert annað með mat og gefur þeim sem minna eiga með sér. Hlaðborð af réttum Yfir jólin segir George að svínakjötsréttir séu vinsælir á svæðinu, t.d. svína-soapotel, sem er sterkur réttur búinn til úr rauðu chili og vínediki. Á heim- ili George er einnig steikt önd á borðum, marineruð í svokallaðri garamasala-kryddblöndu, þar sem blandað er saman engifer, hvítlauk, sítrónusafa og lárvið- arlaufum. Einnig eru eldaðar rækjur með lauk og tómötum en rækjurnar eru marineraðar í sí- trónusafa, salti og túrmerik. Að auki eru linsubaunaréttir og aðr- ir grænmetisréttir á borðum. George gefur hér lesendum uppskrift að Dodol, indverskum eftirrétti úr kókosmjöli og pálmasykri. Kókosmjöl er mikið notað í matargerðina þar sem það er auðfáanlegt og ódýrt hrá- efni og segir George eftirréttinn vera vinsælan á veitingastaðnum. Auk þess gefur hann uppskrift að rækjurétti með tómötum og lauk og steiktri önd. Dodol Eftirréttur fyrir 8 manns  250 g hrísgrjón, ósoðin  4 bollar kókosmjöl  1 dós þykk, hrein kókosmjólk  375 g Jaggery (hreinn kók- ossykur)  ½ bolli kasjúhnetur, saxaðar fínt  1 tsk. smjör  1 tsk. vanilludropar Aðferð: Látið hrísgrjónin liggja í bleyti yfir nótt, hellið vatninu af og malið fínt í kvörn eða mat- vinnsluvél. Blandið öllu vel saman í mat- vinnsluvél. Hellið blöndunni í djúpa pönnu og sjóðið við- stöðulaust á meðalhita þar til blandan hefur rýrnað um helm- ing og byrjar að losna frá hliðum pönnunnar. Hellið henni þá í fat og kælið. Borið fram í þykkum sneiðum, annaðhvort kalt eða volgt, en þá er gott að hafa van- illuís með. Rækju-masala frá Góa Forréttur fyrir 8 manns  1 kg stórar rækjur (risarækj- ur)  120 ml (½ bolli) jarðhnetuolía  90 g (½ bolli) laukur  salt eftir smekk Mauk:  10 rauð, stór chili-piparaldin (veikustu sem fást). (Piparinn fæst þurrkaður í Mai Thai á Laugavegi.) (Notið minna af chili ef rétt- urinn á ekki að vera sterkur.)  20 g (2 msk.) cummin-fræ (ekki kúmen, indverskt cumm- in)  5 g (1 tsk.) túrmerik  15 negulnaglar  1 kanillengja, 2,5 cm  30 g (3 msk.) ferskt engifer  90 ml (6 msk.) maltedik Aðferð: Saxið engiferið gróft, blandið öllum hráefnunum saman í mat- vinnsluvél. Bætið u.þ.b. 90 ml af vatni saman við. Maukið vel í matvinnsluvélinni. Hitið olíuna á pönnu, saxið laukinn mjög fínt og steikið létt við vægan hita þar til laukurinn verður gylltur. Bæt- ið maukinu saman við laukinn á pönnunni, steikið létt þar til feit- in skilur sig aðeins frá maukinu og lauknum (u.þ.b. þrjár mín- útur) Bætið rækjunum og salti á pönnuna og eldið þar til rækj- urnar eru tilbúnar, sem tekur um mínútu. Pönnusteikt kryddönd Aðalréttur fyrir 8 manns 2 kg andabringur Marinering:  16 hvítlauksrif, meðalstærð  2 msk. fínt saxað, ferskt engi- fer  2 msk. sítrónusafi  salt eftir smekk  olía til steikingar  10 piparkorn  2,5 cm kanilstöng  6 þurr, rauð, stór chili- piparaldin, skorin í bita. Aðferð: Blandið átta hvítlauksrifum saman við engiferið og sí- trónusafann og búið til mauk. Blandið öðrum hráefnum saman við. Nuddið marineringunni vel í andabringurnar og látið bíða í sex klst. Skerið andabringurnar í stóra bita (má hafa þær óskornar) og pönnusteikið við meðalhita, haf- ið lokið á pönnunni á meðan. Steikið eftir smekk, en á Ind- landi er öndin alltaf vel steikt. 24 stundir/Frikki Rækjur, önd og svínakjötsréttir Indverskur jólamatur er fjölbreyttur ➤ Hefur búið hér í tæp sjö ár ogrekur veitingastaðinn Indian Mango sem var opnaður árið 2005. ➤ Segir að svínakjötsréttir séuvinsælir á Indlandi yfir jólin. ➤ Kemur frá kaþólsku svæði áIndlandi þar sem jólin eru haldin hátíðleg. ➤ Býður Íslendingum indversk-an jólamatseðil. GEORGE HOLMESGeorge Holmes gefur hér uppskriftir að indversk- um jólaréttum. Hann kemur frá Góa á Indlandi þar sem meirihluti íbúa er kaþólskrar trúar og jól- in því stór hátíð. George Holmes er frá Góa á Indlandi þar sem jólin eru haldin hátíðleg. Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan- Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt tilað klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfur- plett.Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. Kryddin frá Pottagöldrum eru ómissandi í matreiðsluna Ilmur af jólum

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.