24 stundir - 18.12.2007, Síða 28

24 stundir - 18.12.2007, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Hildu H. Cortez hilda@24stundir.is „Það er misjafnt hvað ég borða á aðfangadag og fer eftir því hvar ég er og með hverjum,“ segir Þorri. „Ég held að ég eigi mér ekki einu sinni neina uppáhaldsjólarétti og er ekki einn af þeim sem verða að fá rjúpur eða kalkún um jólin. Það sem mér finnst skipta mestu máli er félagsskapurinn. Ef hann er góður þá er yfirleitt allt gott.“ Matargerð allan ársins hring „Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt en svo má auðvitað segja að jólin verði að vera hæfileg blanda af hefðum og nýjungum. Á jóladag hefur til dæmis alltaf verið hangikjöt hjá mömmu minni og ég sé ekki að það breytist neitt. Það er fínt og tilheyrir jólunum. Þannig að jóladagur er oft miklu meira í föstum skorðum heldur en aðfangadagur hjá mér. Á annan í jólum hef ég síðan oft farið í heimsókn til vina minna og þá er bara eldað það sem mann langar til, villibráð eða fiskur eða hvað sem er.“ Þorri er mikill matgæðingur og hefur meðal annars gefið út bækur um vín og vínmenningu ásamt því að starfa hjá Gestgjafanum. „Ég er alltaf að stússa eitthvað í eldhúsinu þannig að desember er kannski ekkert svo frábrugðinn öðrum tímum árs. Maður reynir kannski að gera ekkert alltof mikið og flott frá miðjum nóvember til þess að það verði skemmtilegra í lok des- ember.“ Ekki er bakað mikið af smákök- um í eldhúsi Þorra fyrir jólin. „Ég er ekki mikill smákökukarl. Ég fæ smákökur þegar ég kem til mömmu minnar og það dugir mér alveg. Ég þarf ekkert mikinn skammt af smákökum til þess að komast í jólaskap og geri kannski frekar konfekt eða sætar kökur, nokkra bita til að eiga en það geri ég endrum og eins og hugsa að ég geri það núna.“ Aldrei hamborgarhryggur Aðspurður um eftirminnilegasta jólamatinn segir Þorri ekkert sér- stakt koma upp í hugann. „Það er ekkert sem hefur verið fullkomlega afbrigðilegt. En ég hef prófað mig áfram með allskonar mat. Ég hef borðað grænmetismat á jólunum og ég hef borðað villibráð. Ég hef borðað allt held ég nema ham- borgarhrygg og stefni ekki að því. Mér finnst hann vondur matur og finnst ekki að hann ætti að vera á borðum og allra síst á jólunum.“ Inntak jólanna gleymist „Mér finnst fólk ekki vera að stressa sig á smákökubakstri og matargerð um jólin, en það er að stressa sig á ýmsu öðru. Íslend- ingar reyna að gera allt of mikið og leggja ekki áherslu á réttu hlut- ina. Forgangsröðunin er ekki góð finnst mér. Ég vildi gjarnan sjá meiri afslöppun. Það tala allir um að hafa rólegan desember en svo gerir enginn neitt í því. Fólk vinn- ur botnlaust, er hlaðið verkefnum sem þarf að klára og ég held að það sé að eyðileggja fyrir fólki. Fókusinn er ekkert lengur á jól- unum. Inntak jólanna virðist ekki skipta neinu máli. Þetta er merki- leg hátíð en fólk eyðir alltof mikl- um peningum og er að stressa sig á hlutum sem það á ekki að vera að stressa sig á eins og að mála alla íbúðina viku fyrir jól. Það á frekar að njóta samverunnar og hafa það gott.“ 24 stundir/Jim Smart Íslendingar eiga það til að gleyma um hvað jólin snúast Best að snæða jólamat- inn í góðum félagsskap ➤ Þorri Hringsson er myndlist-armaður en er einnig þekktur mat- og vínáhugamaður. ➤ Þorri hefur starfað hjá Gest-gjafanum. ➤ Árið 2003 gaf Þorri út bókinaVín sem er handbók um vín og vínmenningu. ÞORRI HRINGSSON Þorri Hringsson myndlist- armaður segist sjaldan borða það sama á að- fangadag og telur að jól- in eigi að vera hæfileg blanda af hinu nýja og gamla. Vaninn er þó að fara í hangikjöt til mömmu á jóladag. Þorri Hringsson Borðar hangikjöt á jóladag en hefur snætt ýmislegt á aðfangadag. „Nei, þú færð ekki uppskrift- ina,“ segja bæði Björn og Sveinn Christensen í Kjöthöllinni eftir ítrekaðar tilraunir blaðamanns til að fá uppskrift að ótrúlega bragð- góðri, heitri lifrarkæfu þeirra bræðra. „Við höfum haldið vörð um uppskriftina síðan 1971,“ segir Björn og segist varla gefa hana upp núna. Verslunin Kjöthöllin hefur verið starfrækt síðan 1944 en faðir Sveins og Björns, Christi- an Christensen, stofnaði hana og tóku bræðurnir við rekstrinum. Margir búa til eigin kæfu Björn segir kæfuna njóta sívax- andi vinsælda en uppskriftina rakst hann á við nám í Dan- mörku. Hann segir marga vilja búa til eigin kæfu og þá eigi þeir bræður allt til verksins. „Að búa til kæfu er huggulegt, þá kemur þessi fína lykt og stemning í húsið. Við erum einir af fáum sem erum með hakkaða svínalifur og spekk fyrir þá er vilja búa til eigin kæfu, við setjum þá ýmislegt út í eftir óskum, til að mynda lauk og fleira.“ Öl og rauðlaukur með Björn segir nauðsynlegt að fá sér öl með kæfunni. „Þá er gott að hafa niðursoðinn rauðlauk ofan á kæfuna og sumir steikja beikon og sveppi til að færa með og öðr- um finnst ómissandi að hafa rifs- berjahlaup með herlegheitunum.“ Uppskriftin að heitu lifrarkæfunni, vel varðveitt leyndarmál frá 1971 Christensen-bræður í Kjöthöllinni Fjölskyldufyrirtæki Bræðurnir selja hinn vin- sæla niðursultaða lauk. 24stundir/Frikki SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Vatnslosandi birkisafi Birkisafinn frá Weleda hefur verið vinsæll undanfarin misseri enda er hann einkar góður fyrir heilsuna. Birkisafinn hefur sérstaklega verið vinsæll hjá þeim sem vilja léttast enda örvar hann vatnslosun og styður við náttúrulega úthreinsun líkamans, en eins og margir vita er úthreinsun líkamans mikilvæg fyrir líkamlega vellíðan og vert að hafa í huga núna um hátíðarnar. Birkisafinn losar bjúg. Birkisafinn er unnin úr þurrkuðum birkiblöðum. Hægt er að fá birkisafann með og án hunangs. Þrátt fyrir að safinn sé kenndur við birki bragðast hann síður en svo eins og þessi ágæta trjátegund. Þetta er bragðgóður drykkur sem gott er að blanda með vatni og eiga tilbúinn í kæliskáp. Útsölustaðir: Heilsuhúsin, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi , Heilsuhornið Akureyri, Blómaval, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn , Sólarsport Ólafsvík, Femin.is, Lífsins lind Hagkaupum, Lyfjaval, Barnaverslanir, Góð heilsa gulli betri, Birkisafi örfar vatnslosun og er því hentug lausn fyrir þá sem vilja missa nokkur kíló. Losar bjúg - léttir á liðamótum Græna torgið Nóatúni og sjálfstætt starfandi apótek

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.