24 stundir - 18.12.2007, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir
MENNING
menning@24stundir.is a
Ég er alltaf að útskýra fyrir fólki
frá grunni hvað ég er að gera, en
það fylgir þessu bara á meðan þetta er
ekki þekkt fyrirbæri.
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Út er kominn óvenjulegur dvd-
diskur sem ber heitið Eyelove Ice-
land, en það er hönnuðurinn og
listakonan Sigrún Lýðsdóttir sem
hefur veg og vanda af útgáfunni. Á
disknum eru sex vídeóverk eftir
Sigrúnu sjálfa og hafa þau öll afar
þjóðlegt, íslenskt yfirbragð. Í fyrsta
verkinu er horft yfir mosabreiðu og
í því næsta birtist íslensk lopapeysa
með hefðbundnu mynstri og á
henni birtast alls kyns náttúruleg
fyrirbæri á hreyfingu, eins og til
dæmis snjókorn, hlaupandi hestar,
stjörnur og fljúgandi fuglar. Í
þriðja verkinu sést gamli bærinn í
Reykjavík á mikilli hreyfingu þar
sem húsin raðast öll upp á nýtt og
snúast sum hver á hvolf. Íslenska
sauðkindin birtist áhorfendum í
allri sinni dýrð í næstsíðasta verk-
inu og það síðasta er myndskeið af
kraumandi goshver sem púslast
saman. Að sögn Sigrúnar er hug-
myndin á bak við diskinn sú að
hann geti nýst sem hvert annað
listaverk inni í stofu, ekki síst þegar
gesti ber að garði. „Vídeóverk er í
raun að mörgu leyti eins og mál-
verk eða ljósmynd á hreyfingu, en
fæstir sjá svoleiðis verk nema á sér-
stökum listasýningum. Með þessu
er hægt að myndskreyta stofuna
með vídeóverkum,“ segir hún, en
svona diskar hafa ekki verið gefnir
áður út hér á landi. „Það eru nátt-
úrlega til svipaðir diskar með arin-
eldi og fiskabúrum, sem eru not-
aðir til skrauts, en þetta er öðruvísi.
Þessi diskur býður upp á þann
möguleika að hvert og eitt verk sé
endurtekið aftur og aftur eða að
diskurinn sé spilaður í heild sinni,
allt eftir smekk hvers og eins,“ bæt-
ir hún við.
Brjáluð hugmynd
Vídeóverkin tóku alls um hálft
ár í vinnslu og hafa ekki verið sýnd
annars staðar, enda eru þau sér-
staklega gerð fyrir þessa útgáfu.
Sigrún segist þó hafa gengið með
hugmyndina að disknum í magan-
um nokkuð lengi.
Er ekki óðs manns æði að fara út í
svona útgáfu algjörlega á eigin veg-
um?
„Jú, það má auðvitað segja það,
ekki síst af því að þetta hefur ekki
verið gert áður. Ég er alltaf að út-
skýra fyrir fólki frá grunni hvað ég
er að gera, en það fylgir þessu bara
á meðan þetta er ekki þekkt fyr-
irbæri.“ Hverju verki fylgir íslensk
tónlist sem Sigrún valdi sjálf í sam-
starfi við 12 tóna, en það eru Ólöf
Arnalds, Apparat Organ Quartett,
Jóhann Jóhannsson, Evil Madness,
Skúli Sverrisson og Paul Lydon sem
eiga lögin á disknum. „Ég lærði
sviðs-, búninga- og ljósahönnun
úti í Bretlandi og hef unnið dálítið
með tónlistarmönnum við gerð
vídeósviðsmynda fyrir tónleika. Í
þeim tilfellum hafa vídeóverkin
verið gerð eftir tónlistinni en núna
var það öfugt, ég valdi tónlistina
eftir að ég var búin að gera verkin,“
segir hún. Framundan er áfram-
haldandi vinna á þessu sviði. „Mig
langar að gera fleiri svona diska
þótt ég sé reyndar ekki byrjuð á
þeim næsta, enda er nóg að gera
við að fylgja þessum eftir og kynna
hann fyrir fólki. En ég á líka eftir að
læra meira í þessari tölvutækni sem
þarf til þess að gera svona verk.
Vonandi kemst ég á námskeið í
Bretlandi á komandi ári. Það verð-
ur heilmikil vinna að læra meira og
halda mér við, enda breytist tækn-
in mjög ört.“
Spennandi að vinna
með vídeómiðilinn
Sigrún Lýðsdóttir.
Óvenjulegur dvd-diskur með þjóðlegu yfirbragði
Vídeólistaverk heima í stofu
Ung íslensk listakona
hefur gefið út dvd-disk
með samansafni vídeó-
listaverka sem öll bera
þjóðlegt yfirbragð. Verk-
in hafa ekki verið sýnd á
sýningum áður enda eru
þau sérstaklega hugsuð
sem listaverk heima í
stofu.
➤ Fyrirtæki hennar, sem gefurdiskinn út, heitir Eyelove og
er heimasíða þess á slóðinni
eyeloveco.com. Þar má sjá
brot úr verkunum og lista yfir
útsölustaði.
➤ Tók þátt í SEQUENCES-listahátíðinni fyrr á árinu og
gerði svokallað hreyfanlegt
graffiti-verk í samstarfi við
kærastann sinn sem er graf-
fiti-listamaður.
➤ Hefur meðal annars gert víd-eó-sviðsmynd fyrir hljóm-
sveitina Gus Gus.
SIGRÚN
24 Stundir/Kristinn Ingvarsson
Jólasýningu Hafnarborgar lýkur
um helgina, en hún var sett upp í
lok nóvember síðastliðins. Um er
að ræða sýningu á nýjum mynd-
skreytingum Brians Pilkingtons
úr bókinni Tryggðartröllum og er
höfundur textans Steinar Berg.
Safnið er opið alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á
fimmtudögum er opið til kl. 21.
Síðasta
sýningarhelgi
Aðventuævintýri,
sem staðið hefur
yfir á Akureyri
undanfarna daga,
heldur áfram í
dag. Jólasýning
Listhlaupadeildar
Skautafélagsins
verður í Skauta-
höllinni milli klukkan 17 og 19,
nemendur Point-dansstúdíósins
sýna í Ketilshúsinu klukkan 16 og
jólasöngleikurinn Kraftaverk á
Betlehemsstræti verður sýndur í
Akureyrarkirkju klukkan 17.30.
Áfram aðventu-
ævintýri
Til stendur að rífa nærri 100 hús í
miðbæ Reykjavíkur, á Laugavegi,
Hverfisgötu og í Þingholtunum
ásamt því sem Kolaportinu verð-
ur hugsanlega rutt í burtu og
bílastæði sett þar í staðinn. Af
þessu tilefni verður haldinn
fundur í kvöld á Boston við
Laugaveg þar sem formaður
Torfusamtakanna, Snorri Freyr
Hilmarsson, heldur tölu. Mark-
miðið með fundinum er að
freista þess að bjarga miðbænum.
Bjarga
miðbænum
ATVINNUBLAÐIÐ
atvinna@24stundir.is
alltaf á laugardö
gum
Pantið gott pláss t
ímanlega