24 stundir - 18.12.2007, Side 40

24 stundir - 18.12.2007, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Gestgjafinn er alltaf með puttann á púlsinum þegar matar- og vín- menning er annars vegar. Sólveig Baldursdóttir, ritstjóri blaðsins, er því rétta manneskjan til að mæla með nýjum og spennandi jólarétt- um. „Jólin eru nokkuð hefðbundin á mínu heimili og ganga mikið út á að borða góðan mat, eins og hjá flestum, en þó geri ég ráð fyrir að áherslan á mat sé eðlilega nokkuð mikil hjá mér. Fyrir tveimur árum veiktist ég um jól og þá þurftu aðrir fjölskyldumeðlimir að taka að sér matartilbúninginn. Það urðu ein skemmtilegustu jól sem ég hef upp- lifað,“ segir Sólveig en jólin eru undirbúin snemma á Gestgjafan- um. „Við byrjum að velta okkur upp úr nýjum hugmyndum á haust- in ef ekki fyrr og finna út hvaða straumar eru í gangi fyrir jólin. Villibráð á jólaborðið Jólin eru í flestum tilfellum í mjög föstum skorðum og ekki mikið svigrúm fyrir breytingar nema nauðsyn beri til. Nú eru til dæmis margir þvingaðir í að finna eitthvað annað en rjúpu í jólamat- inn og þá bregðast kaupmenn auð- vitað vel við og flytja inn alls konar villibráð, þ.e.a.s. ef fólk vill halda sig við bráðina. Annars er ég farin að prófa mig áfram með alls konar grænmetis- mat og komst upp á bragðið með hnetusteik sem ég hef haft í nokkr- um matarboðum og öllum líkar vel,“ segir Sólveg en hægt er að kaupa hnetubuffið frosið í Mela- búðinni og þangað fer Sólveg oft til að fá innblástur að nýjum réttum. „Ég fer einnig mikið í Ostabúð- ina á Skólavörðustíg og svo fann ég yndislega rómantíska búð á Hverf- isgötunni sem heitir Súkkulaði og rósir og Edda Heiðrún Backman rekur. Þar er til dæmis hægt að finna fínar og frumlegar jólagjafir. Annars var ég svo heppin að eiga erindi til Bandaríkjanna fyrir skömmu og þar lauk ég við jóla- gjafainnkaup sem var hið besta mál og mjög hagkvæmt fyrir mig.“ Jólaskreytingarnar eru Sólveigu einnig mikilvægar en hún skreytir yfirleitt með miklum litum. „Sterk- ir litir eiga vel við um jólin og það vill til að ég er glysgjörn inn við beinið og þykir gott að hafa liti í kringum mig. Ég vil hafa mikið af ljósum í öllum regnbogans litum. Glysgjörn Sólveig skreytir í öllum regnbogans litum. Jólamaturinn þarf ekki að vera hefðbundinn Girnileg hnetu- steik í jólamatinn Jólamaturinn er í mörg- um tilfellum sá sami ár eftir ár og ekki eru allir tilbúnir til þess að breyta. Þeir sem vilja vera frum- legir geta hins vegar prófað að elda framandi villibráð og holla græn- metisrétti. ➤ Er ritstjóri Gestgjafans semgefinn hefur verið út í tæp 26 ár. ➤ Blaðið fjallar um allt fráhversdagsmatargerð til stórra veisluhalda. ➤ Blaðið var stofnað árið 1981af hjónunum Hilmari B. Jóns- syni og Elínu Káradóttur. ➤ Gestgjafinn heldur einnig útivefsíðunni www.gestgjaf- inn.is. SÓLVEIG BALDURSDÓTTIR 24stundir/Frikki Klementínurnar boða jólin á sama hátt og lóan boðar vorið. Í desember fyllast ávaxtaborðin í stórmörkuðum af þessum góm- sætu ávöxtum sem seldir eru í tonnatali í aðdraganda jólanna. Klementínur eru sívinsælar í skóla- nestið, á borðið í kaffistofunni og sem hollt snakk við sjónvarpið. Uppruni klementínanna er óljós en sumir halda því fram að þær hafi orðið til fyrir slysni hjá prest- inum Clément Rodier sem stund- aði garðyrkju á munaðarleysingja- hæli sínu. Aðrir segja að sögu þeirra sé hægt að rekja til Kína og að þær hafi verið til löngu fyrir tíma Cléments. Klementína er sæt, steinalaus og auðvelt er að flysja hana. Stundum eru klementínurnar þó með stein- um en það er aðeins eftir að býflug- ur hafa mengað þær með fræjum úr öðrum ávöxtum. Snemma á síð- asta ári hótuðu bændur í Kaliforn- íu málsókn á hendur býflugna- bændum vegna skemmda sem flugurnar ollu á uppskeru þeirra. Uppskerutími klementína í Kali- forníu er frá því nóvember og fram í janúar og þar eru þær þekktar sem jólaklementínur líkt og á Ís- landi. Klementínurnar boða jólin Seljast í tonnatali um jólin Girnilegar klem- entínur eru góm- sætar og safaríkar LÍFSSTÍLLÍ JÓLASKAPI lifstill@24stundir.is a Við byrjum að velta okkur upp úr nýjum hugmyndum á haust- in ef ekki fyrr og finna út hvaða straumar eru í gangi fyrir jólin. Veiðikortið veitir aðgang að 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið og kostar aðeins 5000 kr. K R A FT A V ER K Fæst hjá N1, veiðibúðum og á www.veidikortid.is Frí heimsending þegar verslað er beint á vefnum Loksins á Íslandi Dickens húsin frá Department 56 Jólahúsið Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.