24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 42

24 stundir - 18.12.2007, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Aðeins eru sex mánuðir síðan reglum hérlendis var breytt á þann veg að börn niður í sex ára aldur gætu ekið smámót- orhjólum. Áður var aldurstakmarkið tólf ár. Kaká um alla eilífð. Fram-kvæmdastjóri AC Mil-an, Adriano Galliani, fullvissar stuðningsmenn liðsins um að Brasilíumað- urinn Kaká ætli sér að skrifa undir fram- lengdan samning við liðið í júní og það alla leið til ársins 2013. Stjórinn fær plús í kladda stuðningsmannanna fyrir vikið en undarlegt má vera að Kaká skuli skrifa undir svo langan samning svo stuttu eftir að hafa viðrað hugmyndir um að spila einhvern daginn á Spáni. Annars fer milli málahvort styrkja á lið Mil-an eftir áramót. Gengið hefur verið brokkgengt og sem fyrr eru stjörnur þess allnokkrar komnar yfir sitt besta. Galliani framkvæmdastjóri segir búið að gera ráðstafanir til að kaupa tvo leikmenn en Silvio Berlus- coni, eigandi liðsins, segir enga þörf á viðbótum enda sé Ro- naldo að ná sér af meiðslum og andlegum verkjum og annar Brasilíumaður sem miklar von- ir eru bundnar við, Alexandro Pato, fær loks leikleyfi í janúar. Spurning hvort ekki sé kominn tími á fund hjá strákunum. Þrátt fyrir tvo heimsklassa-markmenn, sem reyndarþola ekki hvor annan, hefur Valencia fengið á sig fleiri mörk í fyrsta átta heimaleikjum sínum nú en allt síðasta tímabil. Canizares og Hilde- brand hafa fengið tækifæri til skiptis en án árangurs en ekki er langt síðan spænska liðið þótti sýna hvað bestan varn- arleik í Evrópu ár eftir ár. Risaleikur Barcelona ogReal Madrid á sunnu-daginn verður minni en vonir stóðu til. Leo Messi verður ekki með og munar um minna. Takið ofan hattinn og það ekki seinna en nú fyrir Boston Cel- tics í NBA-deildinni. Margfrægt liðið hefur ekki byrjað leiktíð betur síðan 1963 en liðið hefur aðeins tapað tveimur af 20 leikjum sínum og leiðir NBA í nánast hverj- um einasta flokki sem tölfræði er haldin yfir. Meira að segja næsta lið, SA Spurs, er í rykinu langt á eftir með 18 sigurleiki og fimm tapleiki. Hallelúja Alþjóðaólympíunefndin hefur nú formlega eytt öllum gögn- um um árangur frjáls- íþróttastjörnunnar Marion Jones úr skrám sínum og er hún því persona non grata í heiðurshöll frjálsra íþrótta og Ólympíuleika. Henni er enn- fremur meinað að taka þátt í næstu Ólympíuleikum detti henni það í hug, sem er frá- leitt. Jones út Tennisstjarnan fornfræga Chris Evert og golfséníið Greg Norman hafa trúlofað sig á sextugsaldrinum. Bæði hafa reynt hinn gullna giftingarveg tvívegis áður. Allt er þegar þrennt er Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Það var ekki að sjá að þarna væru byrjendur á ferð, og þaðan af síður að sumir þátttakenda væru aðeins sex ára gamlir. Þannig var það nú engu að síður í reiðhöll Gusts um helgina þegar tugir barna tóku þátt í fyrsta krakkamótorkrossæfingamóti sem haldið hefur verið hér á landi. Tókst það afar vel í alla staði enda tók enginn þátt án þess að öllum öryggisskilyrðum væri fullnægt. Ekki minnkaði spenningurinn hjá börnunum þegar sérútbúinn jóla- sveinn með hlífar og hjálm skaut upp kollinum á miðri æfingu. Æfingamótið var ætlað börnum á aldrinum sex til níu ára og voru engin hjól öflugri en 50cc. Sökum þess að ekið er á lokuðum brautum geta börnin leikið sér á slíkum hjólum takmarkalaust en gerð er krafa um 17 ára aldur og vélhjóla- próf fyrir þá sem hug hafa á að aka hjólum af slíkri stærð á götum úti. Ætlunin er að halda fleiri slík æf- ingamót fyrir þau yngstu strax á næsta ári enda er áhuginn gríðar- legur og fjölmennt var á mótinu þótt mótorkrosshjól af þessum toga kosti vart undir 200 þúsund- um króna. Ýmsum kann að þykja undarlegt að svo ung börn aki um á mót- orhjólum en reglur hérlendis eru þær sömu og víðast erlendis. Börn niður í sex ára aldur mega aka um á slíkum hjólum á þar til gerðum brautum svo lengi sem öllum ör- yggisreglum er framfylgt og börnin eru í tilskildum hlífðarfatnaði. Er það svo að mestu á ábyrgð foreldra að stilla kraft hjólsins hverju sinni. Aðeins eru sex mánuðir síðan reglum hérlendis var breytt á þá lund að börn niður í sex ára aldur mættu aka slíkum tækjum. Áður var aldurstakmarkið tólf ár. Tæplega 800 slík smáhjól með vél undir 50cc eru skráð hér á landi. Hundrað prósent einbeiting Krakkarnir, sem sumir hverjir voru að setjast á hjól í fyrsta skipti, voru einbeittir með afbrigðum. Jólahjól  Aldurstakmark í krakkamótorkrossi var lækkað úr 12 í 6 ár  Allt að þúsund slík hjól í notkun og eru þau vinsæl í jólapakkann Allir sáttir Tæplega 30 börn tóku þátt í æfingamótinu í þetta skipti og fengu þau öll glaðning frá jólasveininum. Myndir 24stundir/G.Rúnar Bara gaman Innibrautin vakti lukku enda auðveld og engin urðu óhöppin Fysta sinn Aldrei áður hefur braut verið sett upp inni hér á landi. SKEYTIN INN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.