24 stundir


24 stundir - 18.12.2007, Qupperneq 54

24 stundir - 18.12.2007, Qupperneq 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir „Og enn er elsti maður heims lát- inn. Rétt einu sinni. Það virðist vísun á bráðan dauða að vera elsti maður heims. Lífslíkurnar minni en hjá flestum öðrum þjóðfélags- hópum, gæti ég trúað. […] Ég vona að ég verði aldrei elsti mað- ur heims. Mig langar að lifa svo- lítið lengur.“ Hlynur Þór Magnússon hlynur.eyjan.is „Ég fór í Blóðbankann um dag- inn til að leggja inn, ég hafði ekki gefið blóð síðan 1984. Það var bara tekin prufa […] Svo hringdi ég til að tékka á þessu og þau vilja bara ekki mitt blóð […] Veit ekki alveg af hverju þetta var nið- urstaðan. Sennilega héldu þau að ég væri gömul fyllibytta.“ Sigurður Helgi Magnússon zorglubb.blog.is „Sjálf hefi ég aðeins einu sinni á ævinni étið rjúpur. Ekki þóttu mér þær neitt sérstakar á bragðið og tek flestan mannamat fram yf- ir rjúpur og kæsta skötu á hátíð- arborði. Þá er maður sömuleiðis laus við meltingartruflanir af því að kyngja höglunum.“ Anna K. Kristjánsdóttir velstyran.blog.is BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Ég er búinn að vera í viðræðum við Starbucks um að opna á Íslandi í mörg ár,“ segir Bjarni Krist- insson, framkvæmdastjóri Skíf- unnar. Bjarni hefur sett af stað undir- skriftalista, á slóðinni Starbucks.is, sem ætlað er að þrýsta á eigendur kaffihúsakeðjunnar Starbucks um að gefa vilyrði fyrir opnun á Ís- landi. „Ég er mikill áhugamaður um Starbucks á Íslandi,“ segir Bjarni. „Þeim finnst markaðurinn svo lítill á Íslandi að það taki því ekki að sprikla hér. En þau vita af undirskriftalistanum og munu örugglega fylgjast með. Ég mun hafa samband þegar listinn er orð- inn almennilegur.“ Opna sjö kaffhús á dag Starbucks er stærsta kaffi- húsakeðja heims með yfir 15.000 kaffihús í rúmlega 40 löndum. Fyr- irtækið er í mjög örum vexti og opnar að meðaltali sjö kaffihús á hverjum degi. Fyrr á þessu ári stofnaði Star- bucks útgáfufyrirtækið Hear Mu- sic. Paul McCartney var fyrsti lista- maðurinn til að skrifa undir hjá fyrirtækinu, en hann hafði lengi verið á mála hjá EMI- útgáfunni sögufrægu. Hear Music lokkaði einnig til sín kanadísku tónlist- arkonuna Joni Mitchell, sem gaf út sína fyrstu breiðskífu með frum- sömdu efni í tíu ár hjá fyrirtækinu. Bjarni hefur áhuga á að blanda saman rekstri Skífunnar og Starbucks. „Sem framkvæmdastjóri Skífunnar er ég mjög heitur fyrir að tengja það saman, Skífuna og Starbucks,“ segir hann. „Þeir selja mikið af tónlist. Ég er með kjallara undir allri Skíf- unni á Laugavegi þar sem við erum með alls kyns uppákomur og fjör. Við myndum klárlega vilja sjá Starbucks þar. Byrja í 101 og halda svo áfram.“ Bjarni Kristinsson vill opna Starbucks-kaffihús í miðbæ Reykjavíkur Ræðir við Starbucks um opnun á Íslandi Viðræður um opnun Star- bucks á Íslandi hafa stað- ið í nokkur ár, en fyr- irtækið óttast að íslenski markaðurinn sé of lítill. Nú hefur undirskriftalisti litið dagsins ljós á Star- bucks.is sem þrýstir enn frekar á fyrirtækið. Starbucks á Íslandi? Markaðurinn á landinu þykir frekar lítill. ➤ Starbucks-kaffihúsakeðjanvar stofnuð í Seattle í Banda- ríkjunum árið 1971. ➤ 147.436 manns starfa hjá fyr-irtækinu um allan heim. STARBUCKS Viðræður í mörg ár Bjarni vill opna Starbucks í Skífunni. HEYRST HEFUR … Ómar Eyþórsson, fyrrverandi dagskrárstjóri út- varpsstöðvarinnar RVK FM, segir á bloggsíðu sinni að dagar stöðvarinnar séu taldir, enda heyrðist bara surg á tíðninni 101,5 um helgina. Sögur Ómars af andláti stöðvarinnar eru stórlega ýktar þar sem tón- list var farin heyrast á henni upp úr hádegi í gær. Skýringin ku vera sú að útsendingarloftnet stöðv- arinnar lenti illa í óveðri síðustu daga. afb Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, fráfarandi ritstjóri Nýs lífs, hyggst taka sér frí frá fjölmiðlaheiminum og setjast á skólabekk. Miklar hrókeringar urðu á dögunum hjá útgáfufélaginu Birtíngi og tímaritið Ísafold rann inn í Nýtt líf. Einhverjir skildu frétt- irnar þannig að Heiðdís hefði verið rekin, en það ku ekki vera rétt. Hún var búin að segja upp eins og Guðmundur Magnússon, ritstjóri DV.is. afb Vinsældir sýningarinnar Laddi 6-tugur ætla engan endi að taka. Troðfullt var á 81. sýningu grínkóngs- ins á laugardagskvöld og fólk stóð upp og ætlaði aldrei að hætta að klappa eftir sýningu. Athygli vakti að Laddi var með sárabindi um þumalinn. Fólk velti fyrir sér hvort Skúli rafvirki hefði gripið um vitlausan vír eða hvort Eiríkur Fjalar hefði misst sig í gleðinni við gítarglamur og söng … afb „Fjarstýrður Range Rover fyrir þau allra flottustu. Spilar tónlist og er með alls konar flottum ljósum. Alvörukaggi!“ Svona er fjar- stýrðum Range Rover-jeppa lýst í Hagkaupum í Smáralind. Samkvæmt upplýsingum frá leikfangadeild Hagkaupa í Smára- lind er mikil spenna fyrir fjar- stýrðum lúxusbílum, þrátt fyrir að þeir séu ekki mjög hentugir í tor- færur, en börn eru jafnan spennt- ari fyrir hólum og hæðum heldur en hefðbundnum götuakstri. Fjarstýrðir lúxusbílar vinsælir Lexus- og Ford Mustang-bílar eru einnig fáanlegir í fjarstýrðum útgáfum, en starfsmaður í Hag- kaupa sagði að verslunin hefði ný- lega tekið inn þessar tegundir af bílum. Sannkallað lúxusbílaæði hefur gripið þjóðina og þar er greinilega ekki spurt um aldur. Skemmst er að minnast þess þegar Blaðið (nú 24 stundir) sagði frá því að 2007 yrði metár í lúxusbílasölu. Það sem af er ári hafa 127 nýir Range Rover-jeppar selst sam- kvæmt upplýsingum af vef Um- ferðarstofu. Verðið á þeim er frá tæpum 8 milljónum upp í rúmar 17 milljónir. Verðkröfur barnanna eru ögn hógværari, en fjarstýrður Range Rover kostar 6.990 krónur í Hagkaupum. Ef barnið hyggst taka bílalán til 84 mánaða hjá TM fyrir bílnum þyrfti það að punga út rúmum 400 krónum á mánuði, miðað við 20% innborgun. Fjar- stýrði bíllinn myndi á endanum kosta rúmar 33.000 krónur. atli@24stundir.is Ekki spurt um aldur í lúxusbílaæði á Íslandi Börn fá Range Rover í jólagjöf Lúxusbílar fyrir börn Range Ro- ver og Lexus eru vinsælir meðal barnanna. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 6 8 1 3 4 5 9 7 2 3 2 4 6 7 9 8 1 5 5 7 9 8 1 2 3 4 6 2 9 6 7 3 1 4 5 8 4 1 7 2 5 8 6 3 9 8 3 5 9 6 4 7 2 1 7 5 2 4 8 6 1 9 3 9 4 8 1 2 3 5 6 7 1 6 3 5 9 7 2 8 4 Getur einhver sagt Ella að ég hafi fundið jakkann hans!? 24FÓLK folk@24stundir.is a Góður brandari er sjaldan of oft kveðinn Er brandarinn ekki búinn? Óttar M. Norðfjörð skrifaði eftirminnilega „ævisögu“ Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í mjög litlu broti. Nú hefur Brissó B. Johannsson skrifað svipaða ævisögu um Óttar, án hans vitundar.         Spennandi ævintýrabækur, sem hlutu norrænu barnabókaverðlaunin 2004 og barna og unglingaverðlaun IBBY 2006. Fyrstu þrjár bækurnar fást á tilboði 2 fyrir 1200 kr. í öllum verslunum Eymundsson. ÁVÍTARASTRÍÐIÐ Ef það á að takast að stöðva Drakan verður það að gerast núna. En Dínu virðast áætlanir Nikós fremur háskalegar en skynsamlegar og orrustan við drekaherinn verður ekki unnin með vopnum einum saman. J E N T A S w w w .je nt as .c om

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.