24 stundir - 31.01.2008, Síða 1

24 stundir - 31.01.2008, Síða 1
Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Þeir Jónas Ingi Ragnarsson, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm árið 2005 fyrir aðild sína að líkfundarmálinu svokallaða, og Atli Helgason, sem dæmdur var í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir manndráp, hafa stofnað tvö fyr- irtæki saman, Feni ehf. og Hjúp ehf. Atli er stjórnarformaður hjá Feni en einn endurskoðanda er Sigurbjörn Sævar Grétars- son, sem hlaut fjögurra ára fangelsi árið 2004 fyrir kynferðisbrot. Tilgangur fyrirtækisins er fjármálaráðgjöf og hliðarstarfsemi innheimta. Jónas Ingi er stjórnarformaður hjá Hjúpi en Friðjón Veigar Gunnarsson, sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi í janúar fyrir stórfellt fíkni- efnasmygl, er titlaður sem skoðunarmaður hjá fyrirtækinu. Tilgangur fyrirtækisins er fjar- skiptaþjónusta og hliðarstarfsemi þess er sala á gróður- og efnavörum. Hugmyndin varð til í fangelsinu „Hugmyndin varð til inni á Litla-Hrauni þeg- ar við Atli vorum að ræða af hverju menn koma þangað alltaf aftur og aftur. Þá átti Atli hug- myndina að því að koma á fót fyrirtækja- umgjörð sem gæti skapað núverandi og fyrrver- andi föngum vinnu og tekið fjármál þeirra í gegn,“ segir Jónas Ingi. Fenir ehf. býður föngum upp á fjármálaráðgjöf og hjá Hjúpi stendur föngum atvinna til boða. Á meðal þjónustu sem Hjúpur býður upp á er símsvörun fyrir fyrirtæki. Þá svara fangar á Kvíabryggju símtölum fyrir fyrirtæki. „Þessu framtaki hefur verið misjafnlega tekið. Þegar ég fór að ræða við fyrirtæki og bjóða þessa þjón- ustu voru sum ekki hrifin af því að nafntogaðir einstaklingar með stór afbrot á bakinu væru að svara símanum fyrir þau. En eftir að hafa komið þeim í skilning um að fangar sem sinna sím- svörun verði sérvaldir og ekki þurfi að greiða föngum nema fjögur hundruð krónur á tímann, skiptu nokkur þeirra um skoðun og við náðum samningum. Sömuleiðis áttuðu fyrirtækin sig á hversu gott málefni þetta framtak er.“ Að sögn Jónasar er um að ræða tilraunaverk- efni til árs, unnið í samstarfi við Fangelsismála- stofnun. „Auðvitað er markmið okkar að græða peninga á þessu, en með hagsmuni fanga fyrst og fremst að leiðarljósi. Ef til vill verður sam- félagslegur ávinningur af verkefninu það mikill að það verði gróðasjónarmiðinu yfirsterkara.“ Brotamenn verða bisnessmenn ➤ Að fyrirtækjunum koma um tuttugumanns, núverandi og fyrrverandi fangar og aðstandendur þeirra. ➤ Fenir ehf. býður föngum upp á gagngerraendurskoðun á fjármálum þeirra . ➤ Hjúpur býður nú fyrirtækjum uppá sím-svörun. Fleiri verkefni eru í burðarliðnum. FYRIRTÆKIN Jónas Ingi Ragnarsson Fyrrverandi fangi en nú stolt- ur fyrirtækjaeigandi. Árvakur/Árni Sæberg  Dæmdir brotamenn hefja fyrirtækjarekstur  „Tilgangurinn er að græða peninga með hagsmuni fanga að sjónarmiði,“ segir Jónas Ingi Ragnarsson  Nokkrir samningar í höfn 24stundirfimmtudagur31. janúar 200821. tölublað 4. árgangur Heimildarmyndin Huldufólk 102 eftir Nisha Inalsingh verður frum- sýnd í kvöld en í myndinni kemst Nisha að því að lífseig þjóðtrú mót- ar líf Íslendinga sem og dagleg samskipti. Huldufólk og álfar MENNING»20 Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Lýðheilsustöð, mælir með því að fólk sem komið er yfir miðjan aldur og vill stunda reglulega hreyfingu fari ekki of geyst af stað og setji sér raunhæf markmið. Ekki geyst af stað HEILSA»24 Sumarbústaðir geta verið í stór- hættu ef heitavatnslagnir springa í frosti og svo þiðnar aftur og flæðir. Dæmi eru um að þeir hafi farið í mauk. Sumarbústaðir í mauk í frostinu »4 -1 -3 -1 -3 0 GENGI GJALDMIÐLA GENGISVÍSITALA 126,61 ÚRVALSVÍSITALA 5.541 SALA % USD 65,20 0,25 GBP 129,60 0,26 DKK 12,93 0,38 JPY 0,608 -0,01 EUR 96,40 0,39 0,39 -0,21 NÁNAR 4 VEÐRIÐ Í DAG Mikill munur á þjónustugjöldum NEYTENDAVAKTIN 14 Fyrsta elliheimili Evrópu sem sérstaklega er ætlað samkyn- hneigðum var opnað í Berlín fyrr í mánuðinum. Viðtökur hafa verið vonum framar og er svo komið að öll herbergin 28 í fjórlyftu húsinu eru bókuð. „Það síðasta sem þú vilt þegar þú ert orðinn gamall er að þurfa að fela þig,“ segir Chris Hamm, arkitektinn sem átti hugmyndina að heimilinu. Framkvæmdir við heimilið nutu stuðnings Klaus Wowe- reits, samkynhneigðs borgar- stjóra Berlínar. aij Elliheimili fyrir hýra Konur missa vinnu en karlar fá vinnu, ef marka má gagnrýni á mótvægisaðgerðir ríkisstjórn- arinnar sem skapa eiga störf á landsbyggðinni. Karlastörf í stað kvennastarfa »4 Bæjarstjórn Árborgar hefur sam- þykkt 20 ára leigusamning vegna þjónustumiðstöðvar aldraðra. Leigan er sú hæsta sem þekkist á svæðinu. Árborg borgar hæstu leiguna »7 Mikil fjölgun lúxusbíla af dýrustu gerð hefur valdið hækkunum á verði kaskótrygginga. Sum félög hafa lúxusiðgjöld enda viðgerðarkostnaður hár. Lúxusinn kostar sitt í tryggingum »10 Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum! fitnesskort TILBOÐ Brautarholti 20 • 105 Rvk • Sími 561 5100 • www.badhusid.is

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.