24 stundir - 31.01.2008, Side 6

24 stundir - 31.01.2008, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundir endaði með því að farþeginn fór inn í vagninn og settist niður.“ Þórunn segir að þar með hafi deilunum ekki lokið því þegar vagninn kom á Hlemm hafi bílstjórinn farið og rek- ið farþegann út úr vagninum. „Far- þeginn brást illa við þessu og veittist að bílstjóranum, en fór þó út úr vagninum á endanum,“ segir hún. Sneri niður farþega Viðskiptum þeirra var þó ekki lokið því farþeginn kom aftur inn í vagninn og var með mikil læti, sparkaði í hurð og lamdi á mæla- borðið. „Bílstjórinn brást illa við þessu og rauk á eftir honum,“ segir hún og bætir við: „Þegar hann náði „Hann sló til hans og sneri hann svo niður,“ segir Þórunn Ólafsdótt- ir, sem var á meðal farþega í strætó sem urðu vitni að hörðum deilum sem enduðu með handalögmálum á milli vagnstjóra og farþega í gær- morgun. Hún segir farþega hafa verið slegna yfir atburðinum. Ekki með öryrkjakort Að sögn Þórunnar hófust deilurn- ar þegar farþeginn kom inn á Snorrabraut og hugðist greiða fyrir farið með farmiða sem ætlaður er öryrkjum. „Vagnstjórinn bað hann þá um öryrkjakort,“ segir hún og bætir við: „En hann sagðist ekki vera með það og þá hófst rifrildi sem honum fyrir utan sló hann til hans, sneri hann niður og hélt honum þar til lögregla kom á vettvang.“ Farþegum brugðið Þórunn segir að hún og aðrir farþegar hafi verið mjög slegin yfir þessu. Aðspurð segist hún hvorki vita það né geta um það dæmt hvort farþeginn hafi verið öryrki eða ekki. „Hvort sem hann var það eða ekki þá voru þetta fullharkalegt viðbrögð hjá bílstjóranum.“ Öryrkjar fá frítt í strætó Í málefnasamningi nýs meiri- hluta í borgarstjórn Reykjavíkur segir um strætó: „Fargjöld verða felld niður hjá börnum og ungling- um að 18 ára aldri sem og öldr- uðum og öryrkjum. Unnið verður að því að bæta leiðakerfið og þjón- ustu við farþega.“ elias@24stundir.is ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Strætó Það er hart tekið á svindli í stræó. Vagnstjóri sneri niður farþega sem reyndi að nota öryrkjamiða Var ekki með öryrkjakortið Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Það má búast við að þetta verði mögulegt á komandi áratug,“ segir Þór Jakobsson veðurfræðingur að- spurður hvenær hann búist við að hægt verði að sigla reglubundið á milli Kyrrahafs og Atlantshafs yfir Norður-Íshafið. Þór hefur fylgst náið með þróun íshellunnar á Norður-Íshafi á undanförnum ára- tugum, þá sérstaklega þeim miklu breytingum sem orðið hafa síðast- liðinn áratug. Sífellt minni ís „Frá aldamótum hefur ísinn minnkað jafnt og þétt. Síðan þá hefur það verið tilhneigingin að lágmarksþekjan minnki,“ segir Þór en í september síðastliðnum náði ísþekjan sögulegu lágmarki.„Það er ekki bara útbreiðslan á ísnum sem hefur minnkað heldur líka þykktin. Þannig að ísinn er auðveldari yf- irferðar,“ segir Þór. Tími til aðgerða Þór segir gífurlega möguleika felast í því ef siglingaleiðir á milli Atlantshafs og Kyrrahafs opnast yf- ir Norður-Íshaf, „á milli Vestur- Evrópu og austurstrandar Norður- Ameríku Atlantshafsmegin og svo Japans, Kína og jafnvel vestur- strandar Norður-Ameríku hinum megin. Ísland er þarna mitt á milli, þannig að þetta eru miklir mögu- leikar fyrir Ísland,“ segir Þór. Hann bætir við: „Þarna gæti opnast leið sem væri opnin um það bil helming ársins, jafnvel lengur samkvæmt sumum spám.“ Hann segir fulla ástæðu fyrir Íslendinga til að fara að huga að byggingu um- skipunarhafnar. „Hugmyndin um umskipunarhöfn er á þá leið að hægt sé að koma vörum í slíka höfn og geyma og stafla upp og svo geta önnur skip komið allan ársins hring og flutt þær áfram.“ Þór segir að á næstu tíu árum gæti siglingaleiðin opnast. „Það er því komið að því að Íslendingar fari að vinna í þessum málum.“ Skipufélögin með á nótunum „Við höfum fylgst með þessu en ekki skoðað málið af alvöru ennþá. En þegar tímar koma munum við gera það,“ segir Ingvar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Norður-Atl- antshafssviðs Eimskips. Hann segir möguleikana í kringum íshafssigl- ingar vissulega spennandi. Hann segir möguleikana varðandi um- skipunarhöfn einkum felast í flutn- ingum til austurstrandar Banda- ríkjanna og Kanada. Anna Guðný Aradóttir, upplýs- ingafulltrúi Samskipa, tekur í sama streng og Ingvar. „Við erum að fylgjast með því sem er að gerast í þessum málum og til í slaginn ef svo ber undir,“ segir hún. Umskipun í Hvalfirði? Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir fyrirtækið fylgjast náið með þessum málum og segir það vissulega vera mögu- leika að umskipunarhöfn verði í framtíðinni byggð á Grundartanga. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is LÁGMARKSÞEKJA ÍSHELLUNNAR Á NORÐUR-ÍSHAFI M ill jó ni r f er kí ló m et ra 8,5 8 7,5 7 6,5 6 5,5 5 4,5 4 1978 1982 1986 1990 1994 1998 2002 2006 2007Hugsanlegar siglingaleiðir Brátt siglt yfir Norður-Íshafið  Eimskip, Samskip og Faxaflóahafnir fylgjast vel með þróuninni ➤ Í maílok teygir ísþekjan sigyfir næstum allt Norður- Íshafið. ➤ Ísþekjan bráðnar hins vegaryfir sumarið og nær jafnan lágmarki í kringum mán- aðamót september og októ- ber. ➤ Því meira sem bráðnar yfirsumarið þeim mun stærra svæði þekur nýr ís. Hann er miklu þynnri en gamall ís. ÍSÞEKJAN Svifryk mældist fimm sinnum yfir sólarhrings heilsuverndarmörkum á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar á tímabilinu 7. desember á ný- liðnu ári til 16 janúar á þessu. Köfnunarefnisdíoxíð fór einu sinni yfir mörkin. Umhverfissvið Reykjavíkur kannaði hlutfall negldra dekkja í síðustu viku og reyndust 42 prósent ökutækja vera á þeim. 59 prósent voru á ónegldum dekkjum. Á sama tíma í fyrra voru 47 prósent öku- tækja á negldum dekkjum. Þróunin er jákvæð að mati mengunarvarna borgarinnar. bee Færri naglar og minna svifryk Ístækni ehf. | Nethyl 2 | sími: 510 9100 | www.istaekni.is | istaekni@istaekni.is Frábær rafsuðu gæði Stöðugur ljósbogi jafnvel við erfiðar aðstæður Handhæg og auðveld í notkun Mikill kraftur og góð ending Allt sem þú þarft fyrir hágæða rafsuðu Lítil stærð mikill kraftur NÝJIR STÁLSÉRFRÆÐINGAR MINARCTM FJÖLSKYLDAN Létt og þægileg Stöðugur ljósbogi jafnvel við erfiðar aðstæður Sjálfvirk kveikjuspenna og ljósboga stillingar Fáanleg fjarstýring á 220 Amp. módeli Tilbúin til suðu. Bara kaupa pinnann og byrja að sjóða Auðveld í notkun Litli risinn í MMA rafsuðu MINARCTM 150/150 | 220 Glæsileg hönnun og mjög notendavæn Stillanleg efnisþykkt í millimetrum Léttar og sterkar MIG vélar 150 - 180 Amp. Fyrir ál- stál- ryðfría og fluxfyllta víra 0,6 - 1,0mm Þyngd aðeins 9,4 og 9,8 kg. Margverðlaunað rafsuðutæki MINARCMIGTM Adaptive 150 | 180 Mjög öflug jafnstraumsvél, með og án púls Auðveldar og fljótuppsettar stillingar Digital skjár sem sýnir Amper og Volt Fyrir járn og stál Þyngd aðeins 7,8 kg. Allt sem þú þarft fyrir TIG og MMA MINARCTIGTM 180/180 MLP | 250/250MLP G ra fik a 20 08 upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Bilablad Serblad 24 stunda5.feb.2008

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.