24 stundir


24 stundir - 31.01.2008, Qupperneq 12

24 stundir - 31.01.2008, Qupperneq 12
James A. Thurber Hélt fyrirlestur við Alþjóða- málastofnun HÍ Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Bandarísku forsetakosningarnar eru sögulegar því að þeim loknum mun annað hvort kvenmaður eða þeldökkur maður stýra Bandaríkj- unum. Kynþáttur og kynferði eru þó fjarri því að vera aðalmál kosn- ingabaráttunnar, segir James A. Thurber, prófessor við American University, í samtali við 24 stundir. Demókrati í Hvíta húsið Thurber þykir ljóst að fjórir fram- bjóðendur beri höfuð og herðar yfir aðra. Honum sýnist að Hillary Clin- ton og Barack Obama muni berjast um sæti Demókrataflokksins, en John McCain og Mitt Romney um sæti Repúblikanaflokksins. Almenn- ingsálit virðist honum vera með demókrötum, þannig að slagurinn um Hvíta húsið sé í raun á milli Clinton og Obama. „Hver sem verður forseti mun þurfa að takast á við vandasöm viðfangsefni. Ef það er demókrati, þá þarf hann að hafa mikið fyrir því að koma málum í gegn í full- trúadeildinni,“ segir Thurber. Þar vísar hann til þess að þingsæti demókrata muni ekki duga til þess að fá umdeild mál samþykkt. Ópera um kosningabaráttu Thurber telur að stríðið í Írak hvíli þungt á kjósendum og ráði miklu um þverrandi fylgi repúblik- ana. Margt annað móti þó afstöðu kjósenda. „Tónlistin í bakgrunni óperunn- ar er stríðið. Og þá stígur fram for- söngvarinn, barítóninn sem syngur um efnahagslífið. Það er mikilvæg- ast, en tónlistin í bakgrunni breyt- ist ekki. Síðan fara kjósendur að líta á persónuleika, almenna stefnu og skilaboð frambjóðendanna,“ segir Thurber. „Og það snýst ekki bara um kyn- þátt eða kynferði, heldur kosti hvers frambjóðanda.“ Löng barátta en áhugaverð Þótt kosningabaráttan hafi þegar staðið mánuðum saman telur Thurber enga þreytu komna í bandaríska kjósendur. Þakkar hann það því að barist sé um mikilvæg málefni og að miklu fjármagni sé varið til að halda baráttunni spennandi. „Það kann að vera að Íslending- ar verði þreyttir á fréttum af kosn- ingabaráttunni, því hún er svo löng, en mikil kjörsókn í öllum fylkjum til þessa sýnir að þetta skiptir fólk máli.“ Línur farnar að skýrast vestra  Löng og kostnaðarsöm kosningabarátta viðheldur áhuga kjós- enda og hjálpar frambjóðendum til forseta að koma sér á skrið ➤ Er prófessor við AmericanUniversity. ➤ Hann kom til Íslands í vikunnitil að halda fyrirlestur við Al- þjóðamálastofnun HÍ. DR. JAMES A. THURBER STEFNUMÁL FORSETAFRAMBJÓÐENDA Í BANDARÍKJUNUM RepúblikanarDemókratar Hillary Clinton Barack Obama John McCain Mitt RomneyÍrak Fylgjandi stríðinu Vill fjölga hermönnum Brotthvarf Styður rétt kvenna til fóstureyðinga Staðfest samvist Hjónaband Stjórnarskrárbann við hjónabandi samkynhneigðra Ríkið styðji við stofnfrumurannsóknir Fangabúðum í Guantanamo verði lokað Ríkið bjóði upp á heilsugæslu fyrir alla Hærri skattar á hátekjufólk Réttindi samkynhneigðra Nokkur stefnumál X V X X X V X V V V V X X X X X X V V V X X X X V V V V V V V V V V V V X X X X X X X X X X V V Studdi innrásina 2002, en er nú andvíg stríðinu. Fylgjandi réttarbótum fyrir samkynhneigða. Taflan er einföldun á stefnuskrám frambjóðendanna. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðum hvers frambjóðenda. Bann við sölu árásarvopna Stríð í bakgrunni Thurber telur óánægju með Íraksstríðið ráða miklu um dvínandi fylgi repúblikana. 12 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundir Þvottavél verð frá kr.: 99.900 vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W1514 142.714 99.900 1400sn/mín/5 kg Þvottavél W1714 172.286 128.464 1400sn/mín/6 kg Þurrkari T7644C 135.571 94.900 rakaþéttir/6 kg Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele Miele gæði TILBOÐ Lögreglan á Nýja-Sjálandi hefur undanfarin 5 ár heitið um 40 milljónum króna þeim sem hjálpað gætu við lausn glæpamála. Á sama tíma hefur ekki ein króna verið greidd út. Segir Stuart McGill varðstjóri að lögreglan bjóði oft verðlaun til að fjöl- miðlar veiti máli aukna athygli. „Það er erfitt að sjá hvort það er von um verðlaun sem veldur því að upplýsingar berast, eða fjöl- miðlaumfjöllun,“ segir McGill. aij Verðlaun í glæpamálum Árangurinn sjaldan augljós Muammar Gaddafi hefur varað aðra Afríkuleiðtoga við að taka treglega í hugmyndir Gaddafis um aukin tengsl Afríkuríkja á ráðstefnu þeirra sem hefst í Eþí- ópíu í dag. Líbíuleiðtoginn hefur talað fyrir sameinaðri Afríku. Segir hann slæmar undirtektir munu verða til þess að Líbía líti frekar til aukins samstarfs við Evrópu eða Mið-Austurlönd. aij Muammar Gaddafi Vill sameiningu Fólk sem starfar við að farga ali- fuglum í þeim héruðum Indlands þar sem fuglaflensa hefur greinst hefur lagt niður störf. Kvartar það undan því að far- ið sé fram á að skýrslur um ár- angur þeirra séu falsaðar til að tryggja auknar greiðslur frá rík- inu. „Ef við drepum fimm fugla erum við beðnir um að kvitta upp á að hafa drepið 50 svo þorpsbúarnir fái meiri bætur. Hluti pening- anna rennur í vasa stjórnmála- manna þorpsins,“ segir Pintu Ghosh í samtali við BBC. aij Förgun fugla á Indlandi Spilling tefur Áætlanir framkvæmdastjórnar ESB um að hefja skráningu á öllum flugfarþegum í álfunni hafa mætt harðri gagnrýni á ráðstefnu evr- ópskra lögregluyfirvalda í Berlín. „Flugfélög munu láta lögreglu hafa persónulegar upplýsingar um fólk sem aldrei hefur legið undir grun um eitt eða neitt,“ segir Bri- gitte Zypries, dómsmálaráðherra Þýskalands. „Hvers vegna þarf að safna gögnum um alla farþega, þegar gögn um grunaða menn liggja þegar hjá lögreglu?“ Meðal þeirra 19 atriða sem skrá á um hver farþega og geyma í 15 ár eru netföng, símanúmer og greiðslukortanúmer. aij Lögregluráðstefna í Berlín Deilt um skrá yfir farþega flugfélaga Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, tók vel í að Albanía gengi í NATO á fundi hennar með Lulzim Basha, albönskum kollega sínum. „Ráðherrann hvatti stjórnvöld Albaníu til að halda áfram á þeirri braut sem þau eru á. Sú þróun er í samræmi við inntökuskilyrði sem NATO hefur sett,“ sagði talsmaður Rice. aij Mjakast í átt til NATO

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.