24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 31.01.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundir Sérfræðingar í saltfiski 466 1016 - Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu - Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar - Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur - Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta www.ektafiskur.is pöntunarsími: frumkvöðlafyrirtæki ársins  - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood Eftir Írisi Ölmu Vilbergsdóttur iris@24stundir.is Einhvers staðar verðum við þó öll að búa og því er nauðsynlegt að kanna málið vel og komast að því hvað hentar hverjum og einum best. Að ýmsu er að hyggja þegar kemur að því að velja húsnæði en fyrst þarf að skoða hvort viðkom- andi ætlar sér að vera á leigumark- aðinum eða hvort hann vill skuld- binda sig enn frekar og kaupa húsnæði. Frjáls í leiguhúsnæði Fyrst skulum við skoða kosti og galla þess að leigja húsnæði. Helsti kosturinn er að sjálfsögðu frelsið. Þeir sem ekki eru tilbúnir til þess að festa sig í ákveðnu hverfi eða bæjarfélagi eru mun betur settir í leiguhúsnæði enda þarf ekki annað en að segja samningnum upp og þá er viðkomandi frjáls til þess að flytja hvert sem hann vill. Annar kostur er að leigjandi ber ekki ábyrgð á viðhaldi og stærri við- gerðum á húsnæðinu. Leigusalinn gerir yfirleitt ráð fyrir minniháttar viðgerðarkostnaði í leigunni og ef þakið byrjar að leka eða pípurnar springa tilheyrir sá höfuðverkur leigusalanum. Þriðji kosturinn er að leigjandi þarf ekki að fara í gegnum strangt greiðslumat til þess að fá íbúð á leigu. Viðkomandi ákveður því sjálfur hver önnur út- gjöld eru og hvernig hann getur lagað sinn lífsstíl og tekjur að leigu- verðinu. Bankinn gefur ekki færi á þessu enda fer greiðslumat þannig fram að gert er ráð fyrir ákveðinni upphæð í framfærslukostnað og fer sú upphæð eftir fjölskyldustærð. Bankinn gerir einnig ráð fyrir ákveðinni upphæð í bílarekstur þrátt fyrir að viðkomandi eigi ekki bíl enda er gert ráð fyrir því að flestir eignist bíl þó síðar verði. Einnig eru lán tekin með inn í greiðslumatið sem og aðrar fjár- hagslegar skuldbindingar, ef ein- hverjar eru. Auðveldast er að líta á það þannig að bankinn geri ráð fyrir því sem kallast mannsæmandi líf á meðan þeir sem hafa lítið á milli handanna verða oft að lifa sannkölluðu fátæktarlífi en það er mögulegt í leiguhúsnæði þar sem leigan er borguð fyrst og afgang- urinn er notaður til þess að kaupa helstu nauðsynjar. Bankinn reynir með öðrum orðum að koma í veg fyrir að húsnæðið eigi þig og að þú sért bundinn í báða skó um ókomna framtíð. Gallinn við að vera í leiguhús- næði er sá að það er sama hversu lengi þú býrð í húsnæðinu þú munt ekki fá krónu til baka þegar þú flytur út. Þetta þykir mörgum svekkjandi enda er leigan í flestum tilvikum rúmlega 100 þúsund krónur á mánuði eða jafnvel tæp- lega 200 þúsund. Þreytandi að flytja Annar galli er að leigjandi er háður eiganda húsnæðisins og í flestum tilvikum er um tíma- bundna leigu að ræða og þarf leigj- andinn því líklega að flytja reglu- lega. Það getur verið þreytandi til lengdar og þá sérstaklega ef um stóra fjölskyldu er að ræða. Stærsti kosturinn við að búa í eigin húsnæði er tvímælalaust sá að þú ert öruggur, svo lengi sem af- borganirnar eru greiddar. Þér er einnig frjálst að innrétta húsnæðið að vild og jafnvel rífa niður veggi ef þeir fara í taugarnar á þér. Viðhald húsnæðisins er í þínum höndum en þér er frjálst að fresta því sem þér finnst ekki nauðsynlegt að gera strax og spara peningana til betri tíma. Ef eitthvað stórvægilegt gerist getur það hins vegar farið mjög illa með fjárhaginn hjá þeim sem mega ekki við óvæntum fjárútlátum. Ef um fjölbýli er að ræða getur eig- andi til dæmis þurft að greiða fyrir breytingar sem honum er meinilla við bara vegna þess að meirihlut- inn kaus breytingarnar. Slíkt áfall hefur orðið til þess að fólk hefur þurft að selja húsnæðið til þess að greiða niður skuld. Hverjar eru framtíðarhorf- urnar? Burtséð frá öllum kostum og göllum þá er ein spurning sem þú þarft að spyrja þig áður en þú festir kaup á húsnæði; er ég tilbúin/n til að setjast að í þessu húsnæði næstu 5-10 árin? Ef svarið er „nei“ eða „kannski“ á leigumarkaðurinn bet- ur við þig í bili. Það getur kostað morð fjár að kaupa, selja og stand- setja nýja íbúð. Þessi pistill er aðeins ófagleg pæling og ætlaður til þess að fá fólk til þess að hugsa sig um áður en ákvörðun um húsnæðiskaup er tekin. Mikilvægast af öllu er að ráðfæra sig við sérfræðinga hjá bankanum eða Íbúðalánasjóði áð- ur en lokaákvörðunin er tekin. Hvort er betra að eiga eða leigja? Stærsta spurningin Húsnæðismál eru oftar en ekki varanlegur haus- verkur hjá meðaljóninum hér á landi. Leiguverð er óstjórnlega hátt og húsnæðiskaup valda skelfingu hjá þeim sem heyra stöðugt fréttir af mögulegri verðbólgu og ætluðu verðhruni á fasteignum. Nauðsyn Við þurfum öll þak yfir höfuðið. ➤ Það er hægt að fá hjá Íbúða-lánasjóði og í þeim banka sem þú átt viðskipti við. ➤ Geta verið allt að 80 prósenthjá bönkum auk þess sem hægt er að taka 20 prósenta viðbótarlán til 10 ára, við fyrstu kaup. HÚSNÆÐISLÁN Ef þú ert einn af þeim sem eru alltaf orðnir peningalausir um miðjan mánuð þrátt fyrir að tekj- urnar séu í hærra lagi getur verið kominn tími til þess að athuga í hvað peningarnir fara. Ef slík at- hugun leiðir í ljós að þú eyðir stærstum hluta launanna í ónauð- synlega vitleysu gæti verið sniðugra að spyrja: „Af hverju eyði ég pen- ingum?“ Eyðir til að gleyma Þessi spurning getur verið mjög ógnvekjandi enda er svarið í mörg- um tilfellum að viðkomandi eyðir peningum vegna þess að honum leiðist eða líður illa. Ef þetta er til- fellið er lausnin ekki einföld og vandinn getur vaxið fólki í augum. Flest gerum við eitthvað þegar okkur líður illa til þess að láta okk- ur líða betur. Sumir fara á kaffihús og fá sér sígarettu, aðrir fara út að hlaupa og enn aðrir borða allt sem tönn á festir. Reykingar og ofát eru vissulega stórhættuleg fyrirbæri en eyðslufyllerí getur sömuleiðis end- að mjög illa enda lendir gjarnan öll fjölskyldan í súpunni og það getur tekið mörg ár að leysa fjárhags- vandann sem skapast við það að fylla fataskápinn af fötum sem aldrei eru notuð. Mikilvægast er að horfast í augu við vandann og komast að því hvað fær þig til að líða illa enda er alveg ljóst að verslunarferðin mun ekki leysa vandann. Ef það er einmana- leiki sem er að plaga þig þá er kjör- ið að reyna að komast inn í ein- hvern skemmtilegan félagsskap sem er á einhvern hátt tengdur áhugamáli þínu, til dæmis veiði- klúbb eða gönguklúbb. Ef vandinn er flóknari þá er engin skömm að því að leita hjálpar hjá sálfræðingi enda er ávinningurinn þess virði að kyngja stoltinu. iris@24stundir.is Hvers vegna eyðir þú peningum? Fólk sem verslar til að gleyma Reglubundinn sparnaður er fyr- irbæri sem margir stefna að en fæstir láta nokkurn tímann verða af að setja í gang. Ferlið er ekki flókið. Þú einfald- lega stofnar sparireikning og lætur leggja sjálfkrafa inn á hann um hver mánaðamót og þá áttu alltaf eitthvað í bakhöndinni ef illa fer. Það er algeng skoðun landsmanna að til þess að spara þurfi þeir að fá ákveðna upphæð útborgaða. Sú upphæð þarf gjarnan að nægja fyrir alls kyns skemmtunum og óþarfa og sparnaður er þá settur í síðasta sæti. Skemmtilegur sparnaður Þetta eru fyrstu mistökin enda er enginn of blankur til að spara. Upphæðin þarf ekki að vera há og þetta er í flestum tilfellum aðeins spurning um forgangsröðun. Þú getur lagt örfáa þúsundkalla inn á reikninginn í hverjum mánuði þó að nágranninn eigi miklu meiri pening og flottari hluti. Á endan- um verður það þú sem ert fjárhags- lega öruggur á meðan nágranninn er að sligast undan afborgunum af öllum visa-lánunum sem borguðu flottu húsgögnin. Sparnaður getur verið mjög skemmtilegur og þá sérstaklega ef eitthvað kemur upp á og hægt er að sækja pening í sjóðinn í stað þess að fá rándýra heimild. Það er aldrei of seint að byrja og um að gera að fá ráðgjöf í bankanum um hvaða leið er best og hvers konar reikn- ingur er með hagstæðustu vextina. Of blankur til að spara reglulega Í mánaðarlok getur verið gott að kunna nokkrar ódýrar og góðar uppskriftir að girnilegum kvöld- mat fyrir alla fjölskylduna. Spagettí bolognese er einn ein- faldasti réttur sem hægt er að elda, þótt hann verði kannski ekki eins og á ítölsku veitinga- húsi. Það eina sem þarf er spa- gettí, tilbúnar litlar kjötbollur eða hakk og dós af tilbúinni pastasósu. Spagettíið er soðið og kjötið steikt og því er svo blandað saman í potti ásamt sósunni. Gott er að hafa ristað brauð með. Einfalt og gott fyrir alla. Einfalt og gott í kvöldmatinn LÍFSSTÍLLSPARIBAUKURINN lifsstill@24stundir.is a Þeir sem ekki eru tilbúnir að festa sig í ákveðnu hverfi eða bæjarfélagi eru mun betur settir í leiguhúsnæði.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.