24 stundir - 31.01.2008, Síða 26

24 stundir - 31.01.2008, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundir Það þarf sterk bein og kar-akter til að tjá spænskuþjóðinni að landslið þeirra í knatt- spyrnu sé ein- faldlega ekki nógu gott til að verða Evr- ópumeistari. Og þar stendur Luis Aragones undir nafni enda gegnheill eð- alfýr sem segir það sem honum býr í brjósti. Viðurkenndi hann í útvarpi að líkurnar á að Spánn geri rósir á Evrópumótinu í sumar séu langsóttar enda sýni sagan að leikmenn þess bregð- ist gjarnan þegar pressan fer að segja til sín. Stjóri West Ham, AlanCurbishley, er afar sátturvið samband sitt og stjórnarfor- mannsins Björgólfs Guð- mundssonar. Segist hann hafa mikið frjálsræði sem sé jákvætt og sér ekkert neikvætt við erlenda fjárfesta í enska boltanum. Mórallinn hjá Valenciahefur aldrei veriðverri og tilkoma Ro- nald Koeman gert hlutina verri. Þetta fullyrðir ein skærasta stjarna liðsins að David Villa frátöldum, Joa- quín, og segir aðgerðir Hol- lendingsins hafa haft lamandi áhrif. Real Madrid hafði mögu-leika á að kaupa Kaka á sínum tíma fyrir 380 milljónir króna. „Ég hef enn ekki náð mínum hæstu hæðum en þegar það gerist verður samkeppnin aðeins á milli mín og Tiger Woods.“ Það er kannski skiljanlegt að Ian Poulter sé orðinn að meira athlægi en venjulega eftir að hafa látið þessi orð falla í blaða- viðtali. Hefur hann löngum þótt skrýtinn og oft áður látið tómt rugl falla í fjölmiðlum en þetta þykir áberandi fram úr hófi fáránleg yfirlýsing manns sem aldrei hefur komist nálægt því að vinna stórmót og í raun aðeins sigrað sjö sinnum á ferl- inum öllum. Sjö skipti sem óhætt er að hreykja sér af en blikna gjörsamlega við hlið þeirra 85 móta sem Woods hefur unnið. Þar að auki blés Poulter á afrek manna eins og Phil Mickelson og Ernie Els sem hann segir bera virðingu fyrir en þeir eigi ekki möguleika þegar hann sjálfur nái sínum hæðum. Þótt gaman væri að upplifa eins og einn kylfing sem haldið getur í eða stöðvað sigurgöngu Woods í golfinu eru líkurnar á að það verði Ian Poulter nákvæmlega engar miðað við gengi hans. Þeir keppa báðir í dag á fyrsta degi Dubai Classic- mótsins og þarf Poulter aldeilis að standa við stóru orðin. Hógværð ekki í hávegum höfð hjá breska kylfingnum Ian Poulter Segist jafngóður og Woods Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Mörg íþróttasambönd landsins eru í mikilli klemmu. Heita má að eina leiðin til að laða styrktaraðila að tiltekinni íþróttgrein sé að umrædd íþrótt fái umfjöllun í fjölmiðlum og þá helst í sjónvarpi. Klemman felst í því að lítið sem ekkert efni fæst sýnt í sjónvarpi nema styrkt- araðilar komi þar að. Vaxandi umræða er innan íþróttasambandanna um hversu erfitt sé að koma mörgum greinum á kortið og finnst mörgum Ríkisút- varpið standa sig illa hvað það varðar. Eru allnokkur dæmi um að fjárhagslega bágstödd sambönd verði að greiða sérstaklega fyrir út- sendingar frá viðburðum sínum sem er í ósamræmi við yfirlýsta stefnu RÚV að gera öllum jafnhátt undir höfði. Kostnaður sambanda við slíkar útsendingar hleypur á hundruðum þúsunda. Ekkert í stað Formúlunnar Íþróttadeild RÚV reynir sitt besta en bæði tími og fjármagn hennar hefur verið skorið við nögl undanfarið. Besta dæmið er senni- lega að ekki er áætlað að nokkuð komi í staðinn fyrir Formúlu 1 sem RÚV hefur sýnt frá um árabil en ýmsir hafa gælt við að hugsanlega væri hægt að sýna í staðinn meira innlent efni eða frá viðburðum á borð við heimsmeistarakeppnina í rallakstri eða NHL-deildina í ís- hokkíi. Hvoru tveggja á gríðarleg- um vinsældum að fagna nánast alls staðar en því eru ekki gerð nein skil á íþróttarásum Sýnar en þangað stefna þeir jafnan sem hvað mestan áhuga hafa á boltaíþróttum. Eru því hæg heimatökin hjá RÚV að einbeita sér að öðrum íþróttum. Stefna RÚV Hrafnkell Kristjánsson, yfirmað- ur íþróttadeildar RÚV, viðurkennir að fyrir komi að hafna verði óskum um sýningar frá smærri íþróttavið- burðum vegna kostnaðar en það sé ekki eina ástæðan. „Ég hef fullan skilning á stöðu annarra íþrótta- greina en þeim vinsælustu og geri mér grein fyrir að það er eitt hlut- verk okkar að sinna þeim. En fleira kemur til. Tími okkar er knappur og samningur um sýningar frá ákveðnum fjölda handboltaleikja er til staðar. Þó við gjarna vildum annað verðum við að velja og hafna en bjóða í staðinn upp á fjölbreytni í magasínþáttum okkar. Svo má heldur ekki gleyma að þó hlutverk okkar sé vissulega gagnvart öllum þá er RÚV líka að keppa á markaði og óeðlilegt væri að leggja þá ekki áherslu á það vinsælasta hverju sinni.“ Blakíþróttin Algjör hending er ef RÚV býð- ur upp á beinar útsend- ingar frá öðru en fót-, hand- eða körfubolta. Greiða fyrir að- gang að RÚV  Íþróttafélög eða önnur sambönd sem ekki sinna boltaíþróttum eiga litla sem enga möguleika að fá efni sitt sýnt á sjónvarpsrás allra landsmanna nema greiða sérstaklega fyrir Bætist í sístækkandi hóp ís- lenskra kylfinga sem leggja at- vinnumennsku fyrir sig. Magnús Lárusson úr golf- klúbbnum Kili er formlega kominn með atvinnu- mannapassann og mun keppa sem slíkur á mótum á Spáni nú strax í byrjun næsta mán- aðar. Að Birgi Leif Hafþórs- syni frátöldum hafa engir at- vinnukylfingar íslenskir enn sett mark sitt að ráði á mót er- lendis. Atvinnumönn- um fjölgar Danskir golfáhugamenn eru himinlifandi eftir að ljóst varð að stórstjarnan sænska, Ann- ika Sörenstam, keppir á danskri grundu í september næstkomandi. Gott fyrir Dani en að líkindum táknrænt fyrir Anniku hverrar ferill hefur farið heldur niður á við á skömmum tíma á tveimur ár- um. Niður á við Heita má að Miami Heat sé í botnlausu feni. Vart er botn- inum fyrr náð en liðið sekkur enn neðar. Nú tapaði liðið fyr- ir Celtics með 30 stiga mun sem ekki kemur á óvart nema hvað Celtics vantaði alla sína bestu menn. Botnlaust Eftir 42 daga hefst fyrsta keppnin á nýju keppn- isdagatali í Formúlu 1 en æf- ingahringir liða hingað til benda ekki til annars en sömu tvö liðin, Ferrari og McLaren, muni berjast um titilinn þetta árið. Honda, BMW og Renault eru talin koma næst þessum tveimur risum en ekki nógu nálægt til að valda straum- hvörfum. 42 dagar ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Það má heldur ekki gleyma að RÚV er einnig að keppa á markaði og óeðli- legt væri að leggja ekki áherslu á það vin- sælasta hverju sinni þess vegna líka. SKEYTIN INN TVÆR SEM SEGJA MEIRA EN ÞÚSUND ORÐ Veisla Ein stærsta samkoma brettafólks og ofurhuga fór fram í Kuala Lumpur í Malasíu um helgina. Allar helstu stjörnur mættu Gangnaþon! Keppendur í Elb hlaupinu í Hamborg um helgina hlupu 48 sinnum fram og til baka um 100 ára gömul göngin.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.