24 stundir


24 stundir - 31.01.2008, Qupperneq 38

24 stundir - 31.01.2008, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundir 20% aukaafsláttur af útsöluvörum Peysuúrval á flottu verði! p.s. 10% afsláttur af nýjum vörum fram á laugardag! Útsölulok Laugavegi 44 - 561-4000 „Það vantar ekki húmorinn í Jónsa. Gott hjá honum að taka þátt í þessu gríni og gefa kjafta- sögunum langt nef. Ótrúlegt hvað þær hafa verið þrautseigar kjaftasögurnar um kynhneigð hans. Þegar ég sá fyrirsögn Mbl- manna þá hélt ég fyrst að Mbl væri komið í gróusögustílinn!“ Hulda S. Ringsted ringarinn.blog.is „Horfði á Kompás um guðs- manninn Guðmund í Byrginu. Djöfull reyndi sá að ljúga sig í gegnum flækjuna... Iron master væri eflaust enn á fullu með Biblíuna í einni og klemmurnar í hinni ef Kompás hefði bara hald- ið kjafti "af því þetta er svo lítið land“ Gunnar lárus hjálmarsson eyjan.is/goto/drgunni „Tek ofan fyrir Sigurði Ragnari. Hann lætur sínar stúlkur ekki komast upp með neinn moðreyk. Kvennalandsliðið er enginn saumaklúbbur og því hafa tvær stelpur fengið að kynnast. Aðrar stúlkur munu hugsa sig tvisvar um áður en þær reyna að komast upp með álíka hegðun.“ Henry Birgir Gunnarsson blogg.visir.is/henry BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Við vorum búin að leita í tvo mánuði og í dag fengum við lykla að þessu litla húsi sem ég er búin að láta mig dreyma um svo lengi,“ segir Bryndís Schram, en hún og Jón Baldvin Hannibalsson festu nýverið kaup á sumarhúsi í spænska þorpinu Salobreña við strönd Miðjarðarhafsins, rétt sunnan við Granada. „Það er stórkostlegt útsýni frá húsinu,“ segir Bryndís. „Í norðri eru þessi ógnvekjandi hvítu fjöll og hinum megin er ströndin, hafið og Afríka – hið gleymda land þarna hinum megin við sundið.“ Bryndís og Jón Baldvin hafa flakkað um Evrópu síðastliðið hálft ár, en hafa loks fundið samastað á Spáni. „Við erum búin að fara frá Eystrasalti til Miðjarðarhafs,“ segir hún og heldur áfram: „Við vorum í mánuð í Króatíu og í Litháen um tíma. Síðustu mánuði höfum við verið á Spáni.“ Ósnortin náttúruperla Bryndís er hafsjór af fróðleik um svæðið og hikar ekki við að deila fróðleik með blaðamanni. „Salo- breña þýðir hinn salti klettur,“ seg- ir hún. „Kletturinn er hvítur og rís eins og líkneski upp úr sléttunni. Efst trónir gamall kastali frá tím- um Máranna. Veldi Mára stóð í 700 ár í Andalúsíu. Salobreña er allt öðruvísi þorp en önnur þorp við strendur Spánar. Þetta er algjör náttúruperla, ósnortin og látlaus.“ Spurð hvers vegna Spánn hafi orðið fyrir valinu segir Bryndís að mjög einfalt svar sé við því. „Ég hugsa að það sé fyrst og fremst heimulleg ást mín á spænskri tungu. Ég heimsótti Snæfríði dótt- ur mína í Mexíkó á meðan við bjuggum í Bandaríkjunum og fékk þá mikla löngun til að læra málið. Ég tala frönsku og það var stutt að fara yfir í spænskuna.“ Stjórnmálin upp á líf og dauða Bryndís segir spænskuna hafa verið tómstundagaman í nokkur ár. „Þegar maður heyrir karlmenn tala er tungan svo æðrulaus – og svo dularfull og tragísk af vörum konunnar,“ segir hún. „Stjórn- málin hér á Spáni hljóma eins og þau séu upp á líf og dauða og þau eru það, enda kosningar í næsta mánuði. 9. mars verður kosið þannig að það er mjög spennandi að vera hérna.“ Jón Baldvin og Bryndís Schram láta gamlan draum rætast Kaupa hús á Spáni Hjónin Jón Baldvin og Bryndís Schram hafa flakkað um Evrópu í hálft ár, en hafa nú fundið sér samastað í sólinni á suð- urströnd Spánar. Á ströndinni Jón Baldvin og Bryndís á göngu á ströndinni rétt hjá nýja húsinu sínu. HEYRST HEFUR … Söngvarinn síhressi Jónsi í Í svörtum fötum, sem Morgunblaðið ýtti út úr meintum skáp á dögunum, verður tíður gestur á sjónvarpsskjám landsmanna á næstu vikum, en kappinn hefur tekið að sér að vera kynnir í skólahreystikeppninni á Skjá einum. Það ætti að eiga vel við Jónsa sem hefur aldrei verið hræddur við að sýna á sviði í hversu góðu formi hann heldur sér. afb Páll Óskar Hjálmtýsson er uppbókaður út árið. Ásamt því að vera upptekinn að fylgja eftir vel- heppnaðri plötu sinni, Allt fyrir ástina, á hann 15 ára starfsafmæli á árinu, en fyrsta sólóplata hans, Stuð, kom út árið 1993. Ýmislegt er í bígerð til að fagna þessum áfanga og í september er meðal ann- ars von á tvöföldum geisladiski með helstu lögum frá ferli Palla. re Annað undanúrslitakvöld Laugardagslaganna verð- ur á laugardag þegar Doktorarnir; Gunni og Spock etja kappi við Eurobandið og Pálma Gunnarsson sem flytur lag Magga Eiríks ásamt Hrund Ósk Árnadóttur. Gestadómari kvöldsins verður engin önnur en Magga Stína en hún er mikill reynslu- bolti á sínu sviði og hefur margoft migið í saltan sjó popptónlistarinnar. afb „Þetta árið var skorað á mig að birtast í sem flestum fjölmiðlum á einum degi,“ segir Halldór Kristján Þorsteinsson, hinn skeleggi séra Skáldskaparfélags Menntaskólans í Reykjavík. Halldór Kristján er þátttakandi í árlegum góðgerðardegi í MR þar sem nemendur safna áheitum sem renna til Unicef - barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Sjö fjölmiðlar á einum degi Halldór hefur fengið góð við- brögð frá fjölmiðlum og býst við að birtast á síðum Fréttablaðsins og DV. Þá hefur Rás 1 tekið boði hans, en systurstöðin 2 var að hugsa málið þegar viðtalið var tek- ið. Þá býst Halldór við því að sjón- varpsstöðvarnar mæti í MR og mun hann þá að sjálfsögðu vera í sviðsljósinu. Með 24 stundum birtist Halldór því í allt að sjö fjöl- miðlum á einum degi sem hlýtur að vera Íslandsmet – allavega í flokki 20 ára og yngri. „Meðal þess sem krakkar hafa tekið sér fyrir hendur er að reyna við kennara í tímum,“ segir Hall- dór spurður hvað nemendur leggi á sig til að styrkja gott málefni á þessu merkilega degi. „Það hefur oft endað með því að viðkomandi nemanda sé vísað út, eða þá að all- ur bekkurinn fær frí vegna þess að kennarinn hreinlega bráðnar.“ atli@24stundir.is Halldór Kristján fórnar sér í þágu málefnis Íslandsmet í fjöl- miðlaframkomu Fjölmiðlakóngur Halldór birtist í fjölmörgum fjölmiðlum í dag. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 1 6 3 5 9 8 2 7 4 4 5 2 6 7 1 3 8 9 8 7 9 3 4 2 6 1 5 6 9 7 8 2 3 4 5 1 2 3 4 7 1 5 8 9 6 5 8 1 9 6 4 7 2 3 7 4 5 1 8 6 9 3 2 9 1 6 2 3 7 5 4 8 3 2 8 4 5 9 1 6 7 Ekki láta þér detta í hug að lækka. 24FÓLK folk@24stundir.is a Boris Becker og Elton John hafa aldrei kosið mig, en ég er með manngleggstu mönnum þegar kemur að atkvæðum í mínu eigin kjördæmi. Össur, er ekki bagalegt fyrir ráðherra að vera svona ómannglöggur? Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, upplýsir á bloggi sínu að á ferðalagi sínu til Abu Dhabi hafi hann hvorki þekkt Boris Becker né Elton John í sjón, auk þekkts bresks sjónvarpsmanns, Tim Sebastina.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.