24 stundir


24 stundir - 01.02.2008, Qupperneq 2

24 stundir - 01.02.2008, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir Hugsaðu um hollustuna! Svalandi, próteinríkur og fitulaus Silkimjúkt, próteinríkt og fitulaust Fitusnauðar og mildar ab-vörur – dagleg neysla stuðlar að bættri heilsu og vellíðan VÍÐA UM HEIM Algarve 16 Amsterdam 5 Ankara 0 Barcelona 13 Berlín 4 Chicago -1 Dublin 2 Frankfurt 3 Glasgow 4 Halifax -1 Hamborg 4 Helsinki -1 Kaupmannahöfn 3 London 9 Madrid 12 Mílanó 9 Montreal -10 München 5 New York -1 Nuuk -3 Orlando 16 Osló 2 Palma 20 París 4 Prag 7 Stokkhólmur 2 Þórshöfn 2 Norðvestan 8-13 m/s og víða bjart, en él á Norður- og Austurlandi. Frost 4 til 14 stig, kaldast inn til landsins. VEÐRIÐ Í DAG -6 -4 -3 -6 -4 Allt að 14 stiga frost Norðan 13-18 m/s með austurströndinni, en annars 5-13 m/s. Él út við sjóinn norðan- og austanlands, en annars bjartviðri. Frost 3 til 10 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN -6 -6 -3 -2 -4 Víðast bjartviðri Lögreglan hefur heimild til að svipta skemmti- og veitingastaði rekstrarleyfi gerist eigendur þeirra uppvísir að ítrek- uðum brotum á reykingalögunum svoköll- uðu. Þá geta ítrekuð brot á lögunum einn- ig haft áhrif á endurnýjun rekstrarleyfis, en þau eru gefin út á fjögurra ára fresti. Heilbrigðisnefndir sveitarfélaga sinna eftirliti með að banninu sé framfylgt á veitinga- og skemmtistöðum. Berist lög- reglu tilkynning frá heilbrigðiseftirliti um að brotið sé gegn banninu getur lögregla svipt viðkomandi stað rekstrarleyfinu. Lögregla grípur þó aldrei til slíkra aðgerða nema að undangengnum viðvörunum, en slíkt úrræði er einungis notað þegar til- mæli lögreglu eru hunsuð ítrekað. Samkvæmt heimildum 24 stunda hefur umhverfissvið Reykjavíkurborgar ekki skilað inn athugasemdum til lögreglunnar vegna reykingaherbergis á Barnum við Laugaveg. Eigendur skemmtistaðarins hafa mótmælt reykingabanninu í verki og hafa heimilað reykingar á Barnum og fleiri stöðum sem þeir hafa í rekstri. Þeir hafa ítrekað kosið að hunsa tilmæli borgarinn- ar um að loka umræddu herbergi. Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri holl- ustuháttadeildar umhverfissviðs Reykja- víkurborgar, kvaðst ekki meðvituð um að borgin gæti leitað þessara leiða til að framfylgja banninu en sagði að borgin myndi hafa samband við lögreglu vegna málsins í kjölfarið. aegir@24stundir.is Brot á reykbanni getur varðað sviptingu rekstrarleyfis Borgin talar við lögreglu Púa reyk yfir glasi Eigendur Barsins hafa ákveðið að leyfa tóbaksreykingar á staðnum. Regluleg laun fullvinnandi launa- manna á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 297 þúsund krónur á mánuði árið 2006 en heildarlaunin 383 þúsund krónur. Fjöldi greiddra stunda var 45 stundir á viku. Algeng- ustu heildarlaunin árið 2006 voru á bilinu 245 til 295 þúsund krónur og voru 18 prósent launamanna með laun á því bili. Þetta eru niðurstöður úr launarann- sókn Hagstofu Íslands fyrir árin 1998 til 2006. Heildarlaun voru hæst í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og almanna- tryggingum eða 530 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Frá árinu 1998 byggja niðurstöður á iðnaði, byggingarstarfsemi og mann- virkjagerð, verslun og ýmiss konar viðgerðarþjónustu og samgöngum og flutningum. Atvinnugrein sem ber heitið fjármálaþjónusta, lífeyr- issjóðir og vátryggingar bættist við árið 2005. ibs Meðaltalslaun 383 þúsund Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar á nýjan meirihluta í Reykjavík að vinna hratt að upp- byggingu Stúdentagarða. Tíð meirihlutaskipti í borginni hafi tafið málið með tilheyrandi óþægindum fyrir stúdenta. Álykt- un stúdenta var send út eftir borgarráðsfund í gær. bee Skipti í borg- arstjórn tefja Í dag opnar Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg lækna- og hjúkr- unarmóttöku fyrir ósjúkra- tryggða innflytjendur með al- menn heilsufarsvandamál og minni háttar áverka. Í fréttatilkynningu frá Heilsu- verndarstöðinni segir að mark- miðið með móttökunni sé að bæta aðgengi ósjúkratryggðra að heilbrigðisþjónustu. Þeir hafa í miklum mæli leitað til slysadeild- ar Landspítalans þar sem þeir hafa þurft að greiða há komu- gjöld auk þess sem þeir hafa leit- að til Læknavaktarinnar og heilsugæslustöðva eftir vinnu. Sér móttaka fyrir útlendinga Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir að taka ekki nóg tillit til erlends fisk- verkafólks í mótvægisaðgerðum sínum en hún hefur varið 58,5 milljónum til Fjölmenningarseturs á Vestfjörðum. Peningarnir eru nýttir til langtímaaðgerða, t.d. hef- ur einn starfsmaður verið ráðinn í þróunarverkefni á Egilsstöðum ásamt því að pólskumælandi ein- staklingur hefur bæst við starfsfólk stofnunarinnar á Ísafirði, m.a. til að sinna upplýsingagjöf, að sögn Elsu Arnardóttur framkvæmda- stjóra. Svanfríði Jónasdóttur, bæjar- stjóra á Dalvík, finnst óskynsam- legt að setja allt féð á einn stað. „Ég hefði viljað að þessum peningum væri dreift meira um landið, þann- ig að Alþjóðahús í Reykjavík og Al- þjóðastofa á Akureyri fengju sinn skerf,“ segir hún og bætir við að þessar stofnanir sinni fleira fólki en Fjölmenningarsetur. Hlutfallslega fleiri frumkvöðlar „Það væri meiri mótvægisað- gerð að skapa ný tækifæri fyrir inn- flytjendur. Rannsóknir sýna að innflytjendur eru hlutfallslega meiri frumkvöðlar en innfæddir. Þess vegna væri mikilvægt að koma upplýsingum um nýsköpunarað- gerðir markvisst á framfæri við út- lendinga,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss. Þurfa að sitja við sama borð Svanfríður bendir á að erlent vinnuafl skiptist í þrennt: Þá sem eru með tímabundið atvinnuleyfi, fólk sem hefur skuldbundið sig til að vera hér áfram og farandverka- fólk sem kemur frá Evrópusam- bandsríki. Fólk með tímabundið dvalarleyfi, skilyrt við atvinnurek- anda, getur misst leyfið fái það ekki aðra vinnu fljótlega. Paul Nikolov telur að ef slíku starfsfólki er sagt upp vegna ástæðna eins og samdráttar, eigi fyrirtækið að bera ábyrgð á að finna fólkinu nýja vinnu. „Fyrst og fremst þarf þó tímabundið atvinnuleyfi að vera óbundið atvinnurekanda. Það myndi leysa þennan vanda, þar sem útlendingar sætu þá við sama borð og Íslendingar,“ segir Paul. Útlendingar sitja við annað borð  Mótvægisaðgerðir vegna útlendinga gagnrýndar  Fyrirtækið ber ábyrgð á að finna fólkinu vinnu, segir Paul Nikolov Uppsagnir koma verst við þá sem eru með tíma- bundin dvalarleyfi ➤ Í heildina starfa um 4000manns í fullri vinnu. Þar af eru um 1200 með erlendan ríkisborgararétt. ➤ Áætlað er að á bilinu 350-400manns hafi verið sagt upp nú þegar. Ekki er vitað hve margir þeirra eru með erlent ríkisfang. FISKVINNSLA Á ÍSLANDI ● Leiðrétt Í aftasta hluta 24 stunda í gær var ranghermt að Sigurður Eggertsson hefði séð um hönnun og uppsetningu á plötuumslagi hljómsveitarinnar Hjaltalín. Hið rétta er að Sig- urður Oddsson sá um hönn- unina. 24 stundir biðja hlut- aðeigandi velvirðingar á mistökunum. ● Leiðrétt Í umfjöllun um átök strætisvagnabílstjóra og farþega í 24 stundum í gær láðist að geta þess að myndin sem fylgdi fréttinni tengist málinu á engan hátt. Blaðið biðst afsökunar á gleymsk- unni. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. STUTT

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.