24 stundir - 01.02.2008, Síða 6

24 stundir - 01.02.2008, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir Ásgeir Einarsson, atvinnukafari frá Akranesi, kafaði í gær við miðbakkann á Reykjavíkurhöfn til að losa flækju úr skrúfu línubátsins Kristrúnar. Ásgeir var ekki laus við munnherkjur af kulda þegar hann kom upp úr kafinu. „Það er verst að koma upp, þá frýs maður,“ segir Ásgeir, „sumir venjast þessu, en margir detta út á veturna og við erum kringum tuginn sem köfum allt árið,“ segir Ásgeir sem á þrjá syni sem eru kafarar eins og pabbinn. Atvinnukafarinn Ásgeir Einarsson á þrjá syni sem kafa líka Kaldur kafari og öllu vanur Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is Áherslur í öryggis- og varnarmál- um hafa breyst mjög á undanförn- um árum. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Alyson J.K. Bailes, gestakennara í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, en hún hélt erindi á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum undir yfirskrift- inni „Nýjar áherslur í varnarmál- um, eru þær góðar fyrir konur?“ Færist frá þjóðaröryggi Frá því kalda stríðið leið undir lok hafa hugmyndir um öryggismál þjóða tekið töluverðum breyting- um. Áherslan hefur færst frá milli- ríkjadeilum og yfir í átök innan ríkja, hvort sem er uppreisnir eða borgarastyrjaldir. Þá hafa skilgrein- ingarnar í auknum mæli færst frá hugmyndum um þjóðaröryggi og yfir í öryggi einstaklingsins og möguleika hans til að lifa lífinu til fullnustu og í þriðja lagi nýjar ógn- ir líkt og hryðjuverkastarfsemi. Alyson segir þessar breyttu áherslur á vissan hátt til bóta fyrir konur þar sem þær feli í sér að vandamál sem snerta konur fá frekara vægi. Þá segir hún líklegra að konur geti haft eitthvað um það að segja hvernig málum er háttað til dæmis við uppbyggingu ríkja eftir átök. Öryggisvæðing Öryggisvæðing er það hvernig hlutir sem áður hafa ekki verið álitnir öryggismál eru færðir undir þá skilgreiningu. Hún nefndi dæmi af umhverfismálum sem hérlendis eru mikilvægt öryggismál og eins fuglaflensu sem ríki gætu skilgreint sem öryggismál ef það þjónaði hagsmunum þeirra. Alyson segir öryggisvæðingu oft geta þjónað góðum tilgangi. „Jafn- vel í Evrópu finnum við gjarnan fyrir því að með því að skilgreina eitthvað sem öryggis- eða varnar- mál virðist það sjálfkrafa fá forgang þegar kemur að úthlutun fjár- magns,“ segir hún. Hættan er hins vegar sú að með því að öryggisvæða til að mynda löggæsluna og tollgæslu í kjölfar árásanna 11. september 2001 hefur hún fengið töluvert meira fjármagn en til dæmis heilsugæslan eða um- hverfisvernd. „Ég persónulega mundi vilja sjá mun fleiri atriði skilgreind sem öryggismál ef það yrði til þess að fá stjórnendur til þess að hugsa meira um þessi mýkri og „ókarlmannlegri“ mál og forðast með því til lengri tíma stærri vanda.“ Breyttar áherslur í varnarmálum  Hugmyndir um öryggismál alltaf að víkka út  Málefni kvenna ofar á blaði  „Ókarlmannlegri“ öryggismál mikilvæg ➤ Lýsir áhyggjum af því aðóbreyttir borgarar, sér- staklega konur og börn, séu yfirgnæfandi meirihluti fórn- arlamba vopnaðra átaka. ➤ Ítrekar mikilvægt hlutverkkvenna í forvörnum og lausn- um átaka og uppbyggingu friðar. ÁLYKTUN SÞ NR.1325 Árvakur/Árni Torfason Alyson Bailes Ræddi um örygg- ishugtakið á fundi RIKK í HÍ í gær A T A R N A – K M I / F ÍT Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Þvottavél frá Siemens, sem lætur blettina hverfa. Þetta er vél sem hefur algera sérstöðu. Fjórtán blettakerfi fyrir ólíka bletti, t.d. vínbletti, blóðbletti og grasgrænku. Tromlan er óvenjustór, tekur 65 l og hægt er að þvo í henni allt að 8 kg. Innra byrði tromlunnar er með droplaga mynstri sem fer sérlega vel með þvottinn. Vélin er mjög snör í snúningum: 15 mín. hraðkerfi og 60 mín. kraftþvottakerfi fyrir meðalóhreinan þvott. Snertihnappar. Stór og öflugur skjár. Vélin hefur mjög góða hljóðeinangrun og er í orkuflokki A+. RV U N IQ U E 02 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hreinar hendur - örugg samskipti Á tilboðií febrúar 2008DAX Handspritt, krem og sápur DAX Sótthreinsiservíettur 20 stk. 393 kr. DAX Hand & húðkrem 600 ml með dælu 496 kr. DAX Handáburður 250 ml 259 kr. Borgin er full af Vildarpunktum safnaðu þeim með því að setja fasteignagjöldin á VISA Þeir korthafar sem hafa áhuga á að greiða fasteignagjöld sín hjá Reykjavíkurborg með VISA Boðgreiðslum geta skráð sig í Rafrænni Reykjavík á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is, hringt í síma 4 11 11 11 og einnig er hægt að skrá fasteignagjöldin á www.valitor.is/visabod upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Bilablad Serblad 24 stunda5.FEB.2008

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.