24 stundir - 01.02.2008, Qupperneq 8
samningur. Hann hefur haft áhrif á
öll svið íslensks samfélags.“
Aðildarviðræður tækju hálft ár
Athygli vekur að ekkert er fjallað
um gjaldmiðla í skýrslunni þrátt
fyrir miklar umræður um mögu-
lega upptöku evru hérlendis að
undanförnu. Ingibjörg segir það
eðlilegt. „Við erum ekki með evr-
una í neinni sérstakri skoðun í ut-
anríkisráðuneytinu en það er hins
vegar verið að skoða þau mál í við-
skiptaráðuneytinu. Þetta mál er
ekki á okkar verksviði og því sá ég
ekki ástæðu til þess að fara sérstak-
lega inn á það í skýrslunni.“
Í skýrslunni segir að skörun sé
milli EES-samningsins og 22 af 35
köflum sem ESB skiptir aðildarvið-
ræðum sínum við ný ríki upp í.
Ingibjörg segir það sýna hversu ná-
lægt kjarna ESB Ísland sé komið í
gegnum EES-aðildina. „Í okkar til-
viki þá liggur fyrir að 22 af þessum
35 köflum eru í lagi. Við erum því
„Ég valdi að vera með sérstaka
skýrslu um Evrópumál í þinginu til
að skapa umræður um þau. Al-
þingi hefur látið sig þessi mál mjög
litlu varða,“ segir Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra sem
kynnti í gær skýrslu sína um Ísland
á innri markaði Evrópu fyrir Al-
þingi. Þetta er í fyrsta sinn sem ut-
anríkisráðuneytið vinnur skýrslu
um Evrópumál sérstaklega. „Evr-
ópumálin varða okkar framtíðar-
hagsmuni og skipta máli varðandi
það hvernig við gætum þeirra á al-
þjóðavettvangi. Þingið getur verið
miklu virkara en það er og tekið
þær stefnur sem eru í undirbúningi
innan ESB til umræðu.“
Stærsta skref Íslendinga
Hún segir að öllum ætti að vera
ljóst hversu mikil áhrif samning-
urinn um Evrópska efnahagssvæð-
ið (EES) hefur haft á framþróun á
Íslandi. „Þegar verið var að ræða
samninginn á sínum tíma þá sner-
ust umræðurnar um fisk, niðurfell-
ingu á fiskitollum og um að reikna
út ávinninginn sem við hefðum í
krónum og aurum út frá því. Í dag
er óvinnandi vegur að meta þann
ávinning sem við höfum haft af
samningnum. Ég held að ekkert
eitt skref sem við höfum nokkurn
tímann stigið í utanríkismálum
hafi verið jafnáhrifamikið og þessi
búin að taka upp mjög mikið af
regluverki ESB, þó ég geti ekki sleg-
ið prósentutölu á það. En hlutfallið
er hærra en ef 22 yrði deilt í 35 því
við erum líka búin að taka upp
hluta innan hinna kaflanna. Það er
vegna þessa sem framkvæmda-
stjórar innan ESB, eins og Ollie
Rehn sem er með stækkunarmálin,
hafa sagt að það tæki mjög skamm-
an tíma að leiða aðildarviðræður
við Ísland til lykta. Menn hafa
nefnt hálft ár.“
Verður að okkar veruleika
Að mati Ingibjargar mun endur-
skoðaður sáttmáli ESB hafa breyti-
leg áhrif á samskipti sambandsins
við Ísland. „Hann hefur áhrif á
okkur að því leytinu til að hann
eykur völd þjóðþinganna og Evr-
ópuþingsins. Það er skiljanleg
breyting frá bæjardyrum aðildar-
ríkjanna en gerir okkur hins vegar
erfiðara fyrir vegna þess að þá er-
um við ekki lengur bara að semja
við ráðherraráðið og fram-
kvæmdastjórnina, heldur mun
Evrópuþingið geta haft áhrif á
hvernig reglugerðir og lög breytast.
Þar eigum við mjög litla aðkomu
nema ef tekið verður upp frekari
samstarf í gegnum stjórnmála-
flokkana. Við verðum alltaf að vera
á vaktinni og reyna að átta okkur á
því hvernig við komum okkar
hagsmunum á framfæri við ESB
vegna þess að það sem þar gerist
mun verða að veruleika okkar.“
Markviss vinna komin af stað
Í skýrslunni eru tiltekin nokkur
stefnumið sem nú eru til meðferð-
ar sem kunna að snerta hagsmuni
Íslands með beinum hætti á grund-
velli EES-samningsins. Líkt og kom
fram í 24 stundum í gær er eitt
þeirra tilskipun sem myndi færa
flugsamgöngur undir viðskipta-
kerfi ESB um losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Þar sem flug er miklu
stærri þáttur í samgönguháttum Ís-
lendinga en þeirra sem búa á meg-
inlandi Evrópu er ljóst að ef ekki
fengist einhvers konar undanþága
frá tilskipuninni myndi hún hafa
mjög aukinn kostnað í för með sér
fyrir flugrekstraraðila. Ingibjörg
segir að markviss vinna við að
koma skilaboðum til ESB um sér-
stöðu okkar í þessum málum sé
þegar hafin. „Við búum við svo
miklar vegalengdir. Við getum ekki
stigið upp í bíl, lest eða tekið ferju
til meginlands Evrópu. ESB þarf að
skilja þá afstöðu og við þurfum að
fá sambandið til þess. Við höfum
þegar verið í miklu sambandi við
hagsmunaaðila enda gerum við
okkur grein fyrir hversu mikilvægt
þetta er fyrir flugið. Við getum ekki
haft nein áhrif á niðurstöðuna hjá
ESB, en við getum beðið um að
það verði tekið tillit til þess að við
búum svona langt frá öðrum Evr-
ópuríkjum.“
Samhliða kynningu á skýrslunni
var tilkynnt að nefnd um þróun
Evrópumála yrði sett á laggirnar. Í
Vill að Alþingi láti
sig Evrópumál varða
➤ Skýrslan er sú fyrsta sem ut-anríkisráðherra Íslands lætur
vinna sérstaklega um Evr-
ópumál.
➤ Áður hafa Evrópumálin veriðundirkafli í yfirgripsmeiri
skýrslu um utanríkismál al-
mennt.
SKÝRSLA UM EVRÓPUMÁL
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@24stundir.is
FRÉTTAVIÐTAL
Fyrsta skýrsla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um Evrópumál var kynnt á Alþingi í gær
8 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir
Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur
Golf
290.000 kr.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A