24 stundir - 01.02.2008, Page 10

24 stundir - 01.02.2008, Page 10
Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Sjálfsvígsárásarmaður banaði hér- aðsstjóra Helmand-héraðs og fimm öðrum í suðurhluta Afgan- istans í gær. Á sama tíma koma út tvær skýrslur sem vara við að mikið verk sé eftir í uppbyggingu landsins. Segja skýrsluhöfundar uppbyggingarstarf geta mistekist, þannig að Afganistan verði það sem þeir kalla vanburða ríki og skjól fyrir hryðjuverkamenn. Helmand og herafli Breta Héraðsstjórinn Pir Moham- med var við bænir í mosku í Las- hkar Gah, héraðshöfuðborg Helmand, þegar sjálfsvígsárásar- maður sprengdi sig í loft upp. Auk Mohammeds létu minnst fimm lífið og 11 særðust. Zabu- hullah Mujahid, talsmaður talib- ana, lýsti yfir að talibanar hefðu staðið að verki. Flestir þeirra 6.000 hermanna sem Bretland hefur sent til Afg- anistans starfa í suðurhluta landsins og þar eru 2.500 her- menn Kanada. Um þessar mundir sætir stjórn breska hersins mikilli gagnrýni heima fyrir vegna þeirra nýliða sem hún er að senda til Afganist- ans. Hefur undirbúningur þeirra verið skorinn við nögl og liðs- sveitir smækkaðar, en þær munu telja 550 menn í stað 650 áður. Mikið verk fyrir höndum Kanadíski forsætisráðherrann varar við að stuðningi Kanada við stríðið í Afganistan gæti lokið á næsta ári. Þá lýkur verkefni þeirra, sem Stephen Harper segist ekki munu framlengja nema fleiri NATO-ríki leggi baráttunni í landinu til lið. Vekur þessi þróun áhyggjur höfunda tveggja skýrslna sem komu út í gær. Þar var mikilvægi þess að styrkja uppbyggingarstarf í Afganistan tíundað. „Ef uppbygging í Afganistan misheppnast munu afleiðingarn- ar meðal annars auka óstöðug- leika á svæðinu, skaða baráttuna gegn trúarofstækismönnum og tefla í voða framtíð NATO sem trúverðugu, samstilltu og máls- metandi hernaðarbandalagi,“ seg- ir James L. Jones, einn höfunda annarrar skýrslunnar. „Horfur á því að missa aftur stóra hluta Afganistans í hendur öfgahópa íslamista hafa breyst úr því að vera ólíklegar yfir í að vera mögulegar,“ segja skýrsluhöfund- ar. Bandaríska utanríkisráðuneytið brást við með því að segja að ár- angur hefði náðst í landinu síðan stjórn talibana var steypt. „Við vitum hvernig vanburða ríki í Afganistan lítur út. Það var Afganistan undir talibönum fyrir 2001,“ segir Sean McCormack, talsmaður ráðuneytisins. „Það hefur orðið raunveruleg framþróun frá því hvernig Afgan- istan var fyrir sex árum. Er mikið verk fyrir höndum? Vissulega.“ Viðkvæm barátta um Afganistan  Hætt við að herlið NATO missi tök á uppbyggingu í Afganistan  Kanadastjórn hótar að leggja herafla NATO í landinu ekki til fleiri hermenn ➤ Suðurhéruð Afganistans erumiðstöð ópíumræktar, sem er mikilvæg fjáröflunarleið tal- ibana. ➤ Á síðasta ári gerðu talibanar140 sjálfsmorðsárásir í Afgan- istan, fleiri en nokkurt ár eftir að stjórn þeirra var velt úr sessi. TALIBANAR Í AFGANISTAN Nordic-Photo/AFP Árásarstaður Lögregla skoðar ummerki í moskunni þar sem hér- aðstjóri Helmand var myrtur í gær. 10 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir Biskupinn í Kantaraborg hef- ur gagnrýnt reglur um áfeng- issölu í Bretlandi. Nefndi hann sérstaklega hversu slæm áhrif það hefði haft á sam- félagið að leyfa sölu áfengis allan sólarhringinn. „Það hefur dregið úr öryggi og kurteisi á almannafæri á ýms- um stöðum, þar á meðal í Kantaraborg,“ sagði Rowan Williams. „Hér ríkir menning áfengismisnotkunar sem ekki hefur verið tekist á við og er sólarhringssalan aðeins topp- urinn á ísjakanum.“ aij Kantaraborg Biskup ávítar bytturnar STUTT ● Aftökum fækkað Mahmoud Hashemi Shahrudi, sem fer með yfirstjórn dómsmála í Ír- an, hefur gefið út tilskipun um að opinberum aftökum verði fækkað verulega. Dauðarefs- ingu verði ekki beitt á al- mannafæri nema brýnustu nauðsyn beri til. Einnig verður óheimilt að dreifa myndum af aftökum. ● Róstur í Tsjad Uppreisn- armenn stefna hraðbyri á N’Djamena, höfuðborg Tsjad, eftir að hafa náð borg í 300 kílómetra fjarlægð á sitt vald. Hafa stjórnvöld sent herlið til að stöðva 300 farartækja fylk- ingu uppreisnarmanna. ● Helför úthýst Lögbann hefur verið sett á sýningaratriði sambahóps á kjötkveðjuhátíð- inni í Ríó de Janeró í Brasilíu. Hugðist hópurinn minnast helfarar gyðinga í atriði sínu, en það þótti dómara ekki sam- ræmast anda hátíðarinnar. Mig langar til að … … nota tímann núna eftir hátíðarnar til að koma mér í form eftir barnsburð. Ég er svolítil dellukona og hef gaman af að taka á hlutunum. Ég byrja líka í nýrri vinnu og hlakka mikið til að fást við ný verkefni. Eva Ýr Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur Kellogg's Special K kemur mér á sporið Það er svo frábært þegar sólin hækkar á ný eftir hátíðarnar að hlaða batteríin og finna kraftinn streyma um æðarnar. Fara á fullt í ræktina og rifja upp allt sem ég auðvitað veit um næringu og hollustu. Kellogg's Special K er eitt af því sem kemur mér auðveldlega á sporið á ný, bragðgóður en fitusnauður morgunmatur, fullur af vítamínum og steinefnum. Svo er líka frábært að eiga ljúffenga stöng af Special K við höndina, ef mann langar í eitthvað sætara, bara 90 hitaeiningar. F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.