24 stundir - 01.02.2008, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Björg Eva Erlendsdóttir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is
Prentun: Landsprent ehf.
Í skýrslunni um Ísland á innri markaði Evrópu, sem Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir utanríkisráðherra kynnti Alþingi í gær, er fróðlegt yfirlit um
það hvernig löggjöf Evrópusambandsins, sem Ísland hefur nú þegar inn-
leitt, skarast við þá lagabálka, sem nýjum aðildarríkjum sambandsins er
gert að taka upp.
Af 35 köflum, sem farið er yfir í aðildarviðræðum, eru 22 að meira eða
minna leyti orðnir hluti af íslenzku regluverki með EES- og Schengen-
samningunum. Aðrir samningar við ESB taka yfir hluta af nokkrum köfl-
um í viðbót. Í skýrslunni er réttilega bent á að af yfirlitinu megi „glöggt
ráða hversu mikinn þátt Ísland tekur í Evrópusamrunanum án þess þó að
vera fullgildur aðili að ESB.“
Þetta eru athyglisverðar staðreyndir í ljósi þess, að ein helzta röksemd
margra sem ekki vilja taka skrefið til fulls inn í ESB, er að aðild myndi
auka svo regluverk og skrifræði hér á landi. Regluverkið og skrifræðið höf-
um við að stórum hluta innleitt nú þegar og berum sömu skyldur og full-
gilt aðildarríki ESB, en án þess að hafa að sama skapi áhrif á reglurnar.
Engu að síður eru næstum því allir sammála um að EES-aðildin hafi að
langflestu leyti stuðlað að gríðarlegum framförum á Íslandi.
Þegar litið er á þá kafla, sem út af standa, ber hæst landbúnaðar- og
sjávarútvegsmál, tollamál, skattamál, utanríkis- og varnarmál og gjald-
miðilssamstarfið. Af þessum málaflokkum eru það líklega aðeins sjáv-
arútvegsmálin, sem gætu raunverulega orðið erfið viðfangs í aðildarvið-
ræðum við ESB.
Vitlausara landbúnaðarregluverk en það sem við rekum nú fáum við
ekki annars staðar. Í tollamálum er Ísland, rétt eins og ESB, bundið af
reglum Heimsviðskiptastofnunarinnar og við höfum
raunar hengt okkur utan á ESB-ríkin í viðræðum um
t.d. niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum. Í utan-
ríkis- og varnarmálum erum við nú þegar í nánu sam-
starfi við ríki ESB, sem flestöll eru í NATO. Þótt radd-
ir séu uppi í ESB um skattasamræmingu hefur ekkert
orðið af henni og aðildarríkin keppa enn innbyrðis í
skattapólitík.
Og hvað gjaldmiðilssamstarfið varðar virðast æ
fleiri, sérstaklega í viðskiptalífinu, telja það svo eft-
irsóknarvert að þeir vilja ekki einu sinni bíða eftir að-
ild að ESB, en vilja evruna strax.
Í rauninni er ESB-aðild ekki svo stórt eða íþyngj-
andi skref, þegar þetta er haft í huga.
Stutt skref í ESB
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Er pólitíkin þess virði? Skyldi
Ólafur F. Magnússon ekki hafa
spurt sig þessarar spurningar í
moldviðri síðustu
daga? Það er
reyndar augljóst
að andstæðingar
hans hafa séð til
þess að hann hef-
ur fengið mörg
tækifæri til þess.
Margir virðast
líta svo á að um
leið og einstaklingur gefur kost á
sér til opinberra starfa hafi hann
gefið skotleyfi á sig. Vissulega
hafa orð og gerðir viðkomandi
áhrif á umræðuna, en því virðist
lítil takmörk sett hvað fólk telur
sig geta gengið langt. Umræða
um veikindi Ólafs þessa dagana
er dæmi um slíkt.
Ásta Möller
astamoller.is
BLOGGARINN
Þess virði?
Í keppninni um ráðningar á fólki
með rétt flokksskírteini hefur
Samfylkingin náð forystu.
Nýjasta dæmið er
ráðning flugvall-
arstjóra á Kefla-
víkurflugvelli. Af
17 umsækjendum
voru 5 í loka-
viðtölum. Þeir
hafa beðið nið-
urstöðu, en þá
bregður svo við
að samgönguráðherra skipar í
stöðuna tímabundið, engan
þeirra fimm umsækjenda sem
voru í lokaviðtölum.
Hvern skipaði samgöngu-
ráðherrann í stöðuna? Jú, mann
sem er lögreglumaður og flug-
virki, en hefur rétt flokks-
skírteini.
Magnús Stefánsson
magnuss.is
Réttur flokkur
Skoðanakönnunum er valt að
treysta og enginn maður með
fullu viti í stjórnmálum lifir
eftir þeim.
Óneitanlega
verkar það þó
eins og frískur
ópal sem bætir
og kætir, þegar
kannanir sýna
sömu tilhneig-
ingu og maður
hefur sjálfur
haft á tilfinningunni.
Ég hef um talsvert skeið verið
þeirrar skoðunar að Samfylk-
ingin standi mjög vel. Ráðherr-
um flokksins hafa ekki orðið á
nein mistök. Þeir hafa haldið
þétt um sín mál, og brotið upp
á margvíslegum nýmælum.
Össur Skarphéðinsson
eyjan.is/goto/ossur
Bætir og kætir
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@24stundir.is
Að fenginni töluverðri reynslu við fyr-
irtækjarekstur hefur aldrei verið vafi í
mínum huga að besti árangurinn næst með því að
hafa sem jafnast hlutfall kynja í stjórn fyrirtækis. Ný-
legar rannsóknir, hérlendis og erlendis, sýna að mikil
fylgni er með því að jöfn kynjahlutföll í stjórnum leiði
til aukins árangurs fyrirtækja. Því skyldu karlar ekki
gefa þessu gaum? Sennilega vegna þess að þeir leita al-
mennt ekki langt út fyrir eigendahópinn eða sitt nán-
asta tengslanet þegar valið er í stjórnir þar sem maður
þekkir mann sem þekkir of fáar konur. Það eru því
tvær lausnir, annars vegar að þær konur sem þannig
er statt hjá fari fyrir því fé sem þær eiga í sínum
hjónaböndum til jafns við eiginmennina. Hin leiðin
er sú að við verðum sýnilegri og komum okkur á
framfæri við þá sem skipa í stjórnir. Því ákváðu FKA,
félag kvenna í atvinnurekstri, og Leiðtogaauður að
leggja sitt af mörkum til að fjölga konum í stjórnum
fyrirtækja. Haft var samband við um 700 félagskonur
þessara tveggja félaga og þær sem væru reiðubúnar til
að setjast í stjórnir fyrirtækja beðnar um að láta okkur
vita. Einum sólarhring síðar voru yfir 100 konur bún-
ar að gefa sig fram, allt konur með víðtæka reynslu og
þekkingu og var sá listi kynntur í heilsíðuauglýs-
ingum í dagblöðunum auk þess sem hann var sendur
til forstjóra 150 stærstu fyrirtækja landsins. Sama dag
boðuðu þessi tvö félög til fundar með viðskiptaráð-
herra þar sem var farið yfir stöðuna í dag. Á fund-
inum kom í ljós að áhugi kvenna á stjórnarsetu er
mikill og lýsti viðskiptaráðherra yfir einlægum áhuga
á að leggja okkur lið. Við í FKA og Leiðtogaauði ætl-
um að fylgja þessari jákvæðu aðgerð eftir og munum
leggja margt til málanna áður en
farið verður að íhuga lagasetningu
sem flestir líta á sem afarkost. Við
beinum því til allra fyrirtækja lands-
ins sem ekki eru nú þegar með því
sem næst jafn margar konur og
karla í stjórnum sínum að íhuga
þann kost að auka fjölbreytileikann í
orðræðu og efnistökum við stjórn-
arborðið og uppskera nútímalegri
ímynd og bættan árangur.
Höfundur er varaformaður FKA
Fjármagn og tengsl
ÁLIT
Hildur
Petersen
hpeter@mmedia.is
Smiðjuveg 30, Rauð gata, 200 Kóp.
S. 577 6400