24 stundir - 01.02.2008, Page 16
Laugavegi 174 sími 590 5000 www.bilathing.is
Kletthálsi 11 sími 590 5760 bilathing@bilathing.is
Opið 10-18 virka daga og 10-14 laugardaga
Skoda er einn áreiðanlegasti fólksbíll sem völ er á. Eigendur árgerða 2005-2006 eru byrjaðir
að endurnýja og við eigum nokkra fyrsta flokks Skoda Fabia og Skoda Octavia sem langar
mikið til að komast aftur út að aka. Nú eru góð kaup í Skoda!
Og allt að 1.200.000,-
Fabia, frá ca. 680.000,-
Og allt að 2.000.000,-
Octavia, frá ca. 980.000,-
N
ÝL
EG
IR B
ÍLAR Í TOPPSTA
N
D
I·
N
ÝLEGIRBÍLARÍT
OP
PS
TA
N
D
I
· GÓÐKAUP
AFLMIKLIR,HAGKVÆMIR
- OG NÆSTUM NÝIR!
16 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Leikfélagið Silfurtunglið frum-
sýndi leikritið Fool for love eftir
bandaríska leikskáldið Sam Shep-
ard í lok síðasta árs og var upp-
haflega ætlunin að ljúka sýningum
á því í janúarlok. Aðsóknin hefur
þó verið framar öllum vonum og
því hefur verið ákveðið að halda
sýningum áfram til loka febrúar.
Einn leikara í verkinu, Sveinn
Ólafur Gunnarsson, segist óska
þess að hægt væri að sýna það
ennþá lengur. „Ég var búinn að
ganga með þann draum í mag-
anum í nokkurn tíma að setja upp
verk eftir Sam Shepard en svo
frétti ég að einhver annar væri að
fara að gera það þannig að ég
hugsaði með mér: „Þar fór það“.
En svo hringdi Jón Gunnar leik-
stjóri í mig og bauð mér hlutverk í
Fool for love þannig að ég ákvað
að slá tvær flugur í einu höggi,“
segir hann. Í leikritinu leikur hann
kúrekann Eddie sem er ródeó-
maður og áhættuleikari, og hittir
fyrir fyrrum ástkonu sína á móteli
í Texas. „Það má segja að hann sé
holdgervingur karlmennskunnar
og sannur kúreki,“ segir Sveinn
Ólafur, en hann er þegar byrjaður
að æfa fyrir leikritið Dubbeldusch
sem Vesturport setur upp í sam-
starfi við Leikfélag Akureyrar. „Þar
leik ég náunga sem við köllum
bara Manninn. Hann er viðkunn-
anlegur rólegheitamaður og hann
er gerólíkur Eddie í Fool for love,
sem er mjög gott því að mér finnst
spennandi að stökkva á milli ger-
ólíkra verkefna.“
Framundan hjá Sveini eru stífar
æfingar á Dubbeldusch. „Við byrj-
uðum á samlestri í Borgarleikhús-
inu síðasta mánudag og svo strax
daginn eftir vorum við komin á
gólfið, sem er nokkuð óvenjulegt.
Svo förum við norður til Akureyr-
ar um miðjan febrúar þannig að ég
verð á flakki á milli Akureyrar og
Reykjavíkur meðan sýningar á Fo-
ol for love eru að klárast.“
Allir leikarar og leikstjóri Fool
for love eru komnir með ný verk-
efni upp í hendurnar og því verður
ekki hægt að sýna verkið lengur en
út febrúar. Sveinn segir uppsetn-
inguna hafa verið mikið ævintýri.
„Í raun fórum við út í þetta sem
hálfgert hugsjónaverkefni þar sem
við nutum ekki fjárstuðnings neins
nema nokkurra fyrirtækja sem
styrktu okkur. Launin hafa ekki
verið há en verðlaunin hafa verið
ómetanleg í formi þakklætis áhorf-
enda og jákvæðra dóma,“ segir
hann. Fyrir utan að leika í Fool for
love og Dubbeldusch hefur Sveinn
sitthvað fleira á sinni könnu.
„Einu stöðugu tekjurnar sem ég fæ
eru fyrir lestur auglýsinga. Svo er
ég, ásamt Jóhönnu Friðriku Sæ-
mundsdóttur, að föndra við leik-
stjórn hjá Stúdentaleikhúsinu og
það er ævintýralega skemmtilegt
verkefni. Ég útskrifaðist sem leik-
ari árið 2006 og var þá staðráðinn í
að leggja fyrir mig kvikmyndaleik
enda kominn með hálfgerðan leiða
á leikhúsinu, en pældi aldrei í leik-
stjórn. Verkefnin í kvikmyndaleik
eru hins vegar stopul ef maður er
ekki þekkt nafn og svo er ég aftur
kominn með mikla ástríðu fyrir
leikhúsinu. Nú heillar leikstjórn
mig líka mikið og ég gæti hugsað
mér að starfa meira við það í
framtíðinni. En ég veit ekki hvað
verður, það kemur bara í ljós.“
Mikið ævintýri Sveinn
Ólafur í hlutverki Eddies.
Fool for love verður sýnt út febrúar
Viðtökurnar eru verðlaun
Leikritið Fool for love
hefur hlotið góðar við-
tökur frá því að það var
frumsýnt í Austurbæ í
desember. Sveinn Ólafur
Gunnarsson er einn leik-
ara sýningarinnar, en
hann er á leið norður til
Akureyrar.
➤ Var frumsýnt árið 1983 íBandaríkjunum, en sögusvið-
ið er vegamótel í suðurríkjum
Bandaríkjanna.
FOOL FOR LOVE
Leikritið Hetjur eftir franska
leikskáldið Gerald Sibleyras verð-
ur frumsýnt á Nýja sviði Borg-
arleikhússins í dag í leikstjórn
Hafliða Arngrímssonar. Leik-
urinn gerist árið 1959 og sögu-
sviðið er elliheimili þar sem þrír
uppgjafahermenn úr fyrri heims-
styrjöldinni dvelja saman og
leggja undir sig bakgarð þar sem
enginn annar má koma. „Þetta er
grátbroslegt verk um menn sem
hafa misst af lífinu ef svo má
segja,“ segir leikstjórinn Hafliði.
„Til þess að varna því að aðrir
komi út á veröndina þeirra beita
þeir varnaðaraðgerðum eins og í
styrjöldinni, enda kunna þeir
ekkert annað. Þeir eiga allir við
ákveðin óafmáanleg vandamál að
stríða í kjölfar styrjaldarinnar.
Einn er með sprengjubrot í
hausnum, annar með ónýtan fót
og sá þriðji er taugaveiklaður og
félagsfælinn.“ En þrátt fyrir allt
láta þeir sig dreyma. „Þeir horfa á
Alpana og láta sig dreyma um
ferðalög og kvenfólk, sem lítið er
af í kringum þá,“ segir hann.
Draumar upp-
gjafahermanna
MENNING
menning@24stundir.is a
Launin hafa ekki verið há en verðlaun-
in hafa verið ómetanleg í formi þakk-
lætis áhorfenda og jákvæðra dóma.