24 stundir - 01.02.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir
Eftir Egil Bjarnason
egillegill@hotmail.com
Fjórtán sæta jeppi, með tuttugu og
fjórum farþegum, nemur staðar
við lítið ættbálkaþorp fyrir miðju
Indlandi. ,,Basari!“ kallar bílstjór-
inn og réttir fram lófann að út-
lendingunum í aftursætinu. ,,Þrjá-
tíu rúpíur, takk!“
Gestgjafarnir koma á auga-
bragði og fagna okkur eins og
höfðingjum. Á meðan einn
þorpsbúanna skreytir mig með
blómakransi reyni ég að rifja upp
hversu oft ég ítrekaði fyrir tengi-
liðnum að ég vildi alls enga sér-
meðferð. Ég stórefast um að al-
mennir gestir fái viðlíka móttökur
og sé að því búnu afhent íbúð hér-
aðshöfðingjans sem dvelur þessa
stundina við vinnu í höfuðborg-
inni Delhi.
Í landi sem hýsir liðlega einn
milljarð fólks er Basari ekki til á
landakorti þrátt fyrir að þorpsbúar
séu álíka margir og Akureyringar.
Um þessar mundir er verið að
byggja hótel, unnið að opnun
minjasafns og veitingastaðar til
þess að koma staðnum á kortið,
túristakortið.
Umdeild stéttaskipting
Við erum eins konar til-
raunaverkefni leiðsögumannsins,
Surendra, sem byrjar ferðina á að
útskýra fyrir okkur stéttaskiptingu
hindúismans. ,,Samkvæmt trúnni
fæðast hindúar inn í fjórar mishá-
ar stéttir: Brahmin, Kshatriya, Va-
ishya og Shudra. Með öðrum orð-
um: prestar, bardagamenn,
viðskiptamenn og verkamenn.
Hinir ósnertanlegu, Dalit, eru ekki
taldir með en þeir vinna öll lág-
launastörfin,“ segir Surendra sem
er af viðskiptastéttinni Vaishya og
bætir kankvís við: ,,Þá má þekkja
af klæðnaðinum og ístrunni. Það
er þeim að þakka hvað efnahagur
landsins er á góðri siglingu.“
Surendra er nútímalegur í við-
horfum og kveðst umgangast alla
sem jafningja. ,,Já, já, ég heilsa al-
veg þeim ósnertanlegu og sit með
þeim til borðs,“ segir hann en það
ku vera stigsmunur á viðhorfum
stórborgar- og landsbyggðarfólks.
,,Í borgunum eru skilin óljósari og
fólk notar aðallega skírnarnöfn.
Borgarbúar eru menntaðri og
frjálslyndari og vilja þar af leiðandi
leggja af skipulagða stéttaskipt-
ingu. Með tímanum verður hún
úrelt.“
Skítugar heimilisvenjur
Heimili Basaribúa eru flest
steinhlaðin og þökin úr hand-
gerðum moldskífum sem sitja á
löngum grönnum trjágreinum.
Allar dyr í húsunum eru yfirleitt
ekki nema einn og hálfur metri á
hæð til þess að gestir gangi ekki
inn með of mikilli reisn. Enn und-
arlegri er sá siður heimamanna að
maka stéttina fyrir utan heimilin
með kúataði. Í augum hindúa eru
kýr heilagar en saurinn þjónar
einnig þeim praktíska tilgangi að
mýkja gólfin og þykir ekki síst
mikil húsprýði.
Þegar inn er komið má sjá að
nútíminn er að ryðja sér til rúms.
Öll heimili, nema þau fáu sem eru
úr trjágreinum, hafa rafmagn og
hin betur settu hafa sjónvarp og
gaseldavél. Undanfarin ár hafa
framfarir hins vegar látið á sér
standa. Monsúnrigningarnar hafa
brugðist bændum í þessu mikla
landbúnaðarhéraði. Margir hafa
þurft að flýja til stórborganna í leit
að vinnu. ,,Sumir skilja fjölskyldur
sínar eftir í Basari og senda pen-
inga heim en aðrir eru farnir fyrir
fullt og allt,“ segir Surendra, von-
góður um að túrisminn eigi eftir
skapa mörg atvinnutækifæri.
Á meðan við göngum um þorp-
ið fjölgar stöðugt í krakkaskar-
anum sem flykkist forvitinn á eftir
okkur. Þau höfðu flest verið að
fylgjast með krikketleik en meira
að segja leikmennirnir misstu
áhugann á meðan við vorum á
vappi. Það er augljóst að þorpið
hefur hingað til ekki fengið sinn
skerf af þeim fimm milljónum
ferðamanna sem heimsækja Ind-
land ár hvert. En eiga börnin ekki
að vera í skólanum? Jú, sum þeirra
eru það. Það er að segja þau sem
koma frá hástéttunum. Skólinn í
þorpinu er, eins og allt á Indlandi,
ofhlaðinn af fólki. Hluti nemenda
situr á hnjánum á skólalóðinni og
þreytir lokapróf þegar okkur ber
að garði.
Kúltúr og kannabis
Síðar um daginn, þegar ég er
einn á vappi að fylgjast með hópi
manna í fjárhættuspili, er mér
boðið te hjá einu af ótal hindúa-
hofum í þorpinu. Þar hefur
hreiðrað um sig gamall, blindur
Indverji sem sagður er vera að til-
biðja guðina en í rauninni er hann
rammskakkur. Með þjóð-
ardrykknum, mjólkurteinu reykja
hinir elstu í hópnum marijúana.
Heimaræktað, segja þeir stoltir en
verða stressaðir þegar ég hyggst
ljósmynda afurðina. Smeykir við
hina hörðu réttvísi að sjálfsögðu.
Undir kvöldið er okkur boðið á
æfingu þjóðlegs fjöllistafólks í
þorpinu. ,,Til þess að stemma stigu
við því að fólk gleymi uppruna
sínum reynum við að slá reglulega
upp indverskum menning-
arhátíðum. Líka til að viðhalda
mállýskunni sem er töluð á svæð-
inu. Nú orðið talar fólk mun frek-
ar hindí eða ensku,“ segir Su-
rendra ábúðarfullur en
listamennirnir knáu eru að þessu
sinni að æfa sig fyrir brúðkaup hjá
fjölskyldumeðlimi héraðshöfðingj-
ans sem ég minntist á í upphafi.
Gestalistinn telur hvorki meira né
minna en fimm þúsund manns.
Til stóð að gista tvær nætur í
þorpinu en vegna 59. lýðveldisdags
Indlands vilja félagar okkar í Bas-
ari bregða sér af bæ og síður skilja
gestina eftir í reiðileysi.
Árvakur/EgillBjarnason
Egill Bjarnason heimsækir lítið ættbálkaþorp í Indlandi
Flóttinn í borgina
Eftir alvarlega upp-
skerubresti vilja
þorpsbúar í indverska
ættbálkaþorpinu Basari
gera staðinn aðlaðandi
fyrir ferðamenn. Tveimur
ferðalöngum frá Selfossi,
Agli Bjarnasyni og Söru
Kristínu Finnbogadóttur,
var boðið að vera með
þeim fyrstu til að heim-
sækja staðinn.
Skakkur Brahmin Með hass-
pípu í hendi situr þessi aldraði
Indverji í hindúahofi og tilbiður
Ganesha og aðra merkilega guði.
Þjóðleg skemmtun Í Basari eru
haldnar reglulegar menningarveislur til
þess að viðhalda indverskum hefðum.
Hótelgesti brá aldeilis í brún þeg-
ar hann fékk alvöru mannsauga í
kassa á hótelherbergi sitt í Tas-
maníu. Kassinn sem merktur var
„líffæri“ var færður hótelgestinum
af leigubílstjóra en sá mæti maður
gerði augsýnilega mistök. Hót-
elgesturinn, sem eðlilega var í
uppnámi, skilaði kassanum í mót-
töku hótelsins þar sem starfs-
maður hótelsins setti kassann í ís-
skáp, hreinlega vegna þess að
hann vissi ekki hvað hann átti að
gera við augað. Talsmaður flug-
félags í Ástralíu sem var ábyrgt
fyrir auganu afsakaði mistökin og
sagði að um leið og mistökin
uppgötvuðust hefðu þau verið
leiðrétt. Það náðist því að koma
auganu á réttan stað í tíma.
Fékk alvöru auga á hótelið
www.fi.is
Ferðaáætlun 2008
beint flug frá keflavík
Trans-Atlantic sérhæfir sig í ferðum til
Eistrasaltslandanna Verð miðast við gengi evru 15. jan 2008
Tímabil Brottför Hótel Verð
15.-19.mars( 5 nætur ) Keflavík **** kr 76.295
MUNIÐ FRÁBÆR TILBOÐ TIL KENNARA