24 stundir


24 stundir - 01.02.2008, Qupperneq 24

24 stundir - 01.02.2008, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir Börn jafnt sem fullorðnir geta orðið bílveik en það getur verið erfiðara að fást við slíkt með lítil börn sem verða hrædd og vilja kannski ekki þurfa að kasta upp. Stuttar bílferðir geta nægt til að börnin verði bílveik en ferðaveiki skapast af síendurteknum hreyf- ingum farartækisins sem hafa áhrif á jafnvægisskyn okkar. Skilaboð berast frá miðju eyrans til heilans um að líkaminn sé á hreyfingu en á meðan senda augun þau boð að líkaminn sé í kyrrstöðu. Hlykkjóttir vegir verstir Hlykkjóttir og holóttir vegir hafa yfirleitt einna verst áhrif á bíl- veiki og eins er sjóveiki algeng þeg- ar báturinn gengur upp og niður í öldugangi. Einnig verða sum börn flugveik sem getur skapast af stressi og hræðslu við flugið. Til að draga úr bílveiki er nóg af hreinu lofti mikilvægast. Reyndu því að hafa gluggann opinn eða rifu á honum eins og hægt er. Þá skaltu passa að barnið borði ekkert sem er þungt í maga fyrir eða á meðan að ferðalaginu stendur. Reyndu síðan að láta barnið einbeita sér að einhverju fyrir framan sig sem er dálítið langt í burtu. Þannig dregur úr ósamræmi á milli sjónar og heyrnar. Alls ekki láta barnið lesa því það er yfirleitt talið leiða til bíl- veiki og reyndu að hafa ofan af fyr- ir barninu eins og hægt er. Bara eitt að gera Ef barnið er við að kasta upp skaltu nema staðar ef þú getur og koma barninu út. Það er líka skemmtilegra fyrir alla í bílnum. Annars þarf bara að vera með nóg af plastpokum, blautþurrkum og tissjúi hjá barninu. Ef barnið er of ungt til að sjá um sig sjálft verður einhver að sitja aftur í hjá því og hjálpa til. Góð ráð þegar ferðast er með börn Verða gjarnan bílveik Bílveiki Mikilvægt er að barnið fái nóg af fersku lofti á bílferðum og borði ekkert sem er of þungt í maga. Það tók hina 109 ára gömlu Maríu Kostova frá Makedónía rúmlega 20 ár að fá sitt fyrsta vegabréf þar sem þarlend yfirvöld þurftu að kanna hve gömul hún væri. María fædd- ist 7. febrúar 1898 og ekkert fæð- ingarvottorð var gefið út á þeim tíma. Yfirvöld í Makedóníu höfðu týnt gögnum um fæðingu hennar og þegar hún bað um vegabréf, fyr- ir rúmlega tuttugu árum, varð að leita að gögnunum. María heyrði aldrei aftur frá yf- irvöldum en nú hafa gögn um fæð- ingu hennar fundist og yfirvöld geta því staðfest hve gömul hún er. María mun því fá sitt fyrsta vega- bréf í næsta mánuði, en það hittist svo vel á að þá er einmitt 110 ára afmæli hennar. Kostova segir að þetta sé óvænt ánægja og nú þurfi hún að íhuga hvert hún vilji ferðast svo hún geti nýtt vegabréfið. Tuttugu ár að fá vegabréf Þú og makinn eruð í fríi og nú á allt að vera svo rómantískt og gott. En ekki vera allt of upptekin/n af því að hlutirnir eigi endilega að vera einhvern veginn. Það getur nefnilega tekið ykkur smá tíma að stilla saman strengi eftir stress í vinnunni og daglega rútínu. Nú er kannski kominn tími til að fara saman í sturtu eða prófa nýja stell- ingu, en ef þið eruð frekar í stuði til slappa af saman fyrir framan sjónvarpið eða borða nammi úr mínibarnum er það líka allt í lagi. Það getur verið gott að nota frí til að tala saman um heima og geima en reynið þá að tala ekki of mikið um vinnuna og stressið heima. Látið frekar eins og þið séuð að kynnast upp á nýtt. Síðan er skemmtilegt að dressa sig svolítið upp fyrir makann. Maður er ekki oft í sínu fínasta taui heima fyrir svo að makinn ætti að kunna að meta það. Rómantískt en notalegt frí WWW.N1.ISN1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA 27 79 / T A 1 0. 20 07 SUPER SWAMPER GROUND HAWG DEKK OG FELGUR FYRIR JEPPA Fellsmúla 24, Rvk. s: 530 5700 Réttarhálsi 2, Rvk. s: 587 5588 Ægisíðu 102, Rvk. s: 552 3470 Langatanga 1, Mos. s: 566 8188 Reykjavíkurvegi 56, Hfj. s: 555 1538 Dalbraut 14, Akranes. s: 431 1777 EAGLE ALLOYS POLISHED DOTZ LUXOR U.S. WHEEL SILVER TRACKER U.S. WHEEL CHROME TRACKER COOPER DISCOVERER ATR JEPPA OG JEPPLINGADEKK COOPER DISCOVERER M+S JEPPA OG JEPPLINGADEKK GROUND HAWG II FÁANLEGT Í 36 - 44" 15 -16,5" FELGUR SUPER SWAMPER SSR FÁANLEGT Í 35 - 38" 15 -18" FELGUR SUPER SWAMPER IROK FÁANLEGT Í 33 - 49" 15 -18" FELGUR EAGLE ALLOYS 1144

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.