24 stundir - 01.02.2008, Síða 26

24 stundir - 01.02.2008, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir LÍFSSTÍLLBÍLAR bilar@24stundir.is a Það hefur hægst á traffíkinni og heimsóknir eru færri, en þeir viðskiptavinir sem koma eru mjög ákveðnir. Þeir berjast í gegnum skaflana og snjóinn og eru mjög ákveðnir í að kaupa sér bíla. Eftir Einar Elí Magnússon einareli@24stundir.is Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að janúarmánuður hefur verið kaldur og snjóþungur, ef miðað er við fyrri ár. Þrátt fyrir það hefur verið 30-40 prósent aukning í bílasölu í janúar, ef miðað er við sama mánuð í fyrra. Ákveðnari kaupendur „Mesta salan er í fjórhjóladrifn- um bílum, jeppum og jeppling- um,“ segir Jón Trausti Ólafsson, markaðsstjóri Heklu. „Það hefur hægst á traffíkinni og heimsóknir eru færri, en þeir viðskiptavinir sem koma eru mjög ákveðnir. Þeir berjast í gegnum skaflana og snjó- inn og eru mjög ákveðnir í að kaupa sér bíla. Þó talað sé um að efnahagurinn sé að dragast saman er fólk búið að stilla sig inn á ákveðnar greiðslur á mánuði og er tilbúið til að kaupa sér bíl. Veðrið dregur ekki úr þeim en breytir því kannski hvað fólk kaupir. Þess vegna er meiri sala í jeppum núna,“ segir Jón Trausti. Veðrið hentar okkur Í sama streng tekur Loftur Ágústs- son, markaðsstjóri Ingvars Helga- sonar. „Í fjórhjóladrifnum bílum á verðinu 2,5-3,5 milljónir erum við langsterkastir og svona veðrátta hentar okkur mjög vel. Það er ekki spurning að í svona veðurfari er meiri áhugi á fjórhjóla- drifsbílum og ekki eins margir að leita að þessum vorbílum, sem eru minni bílar, enda búum við ekki við stórborgarvandamál eins og víða er- lendis,“ segir Loftur og bætir við að bílamarkaðurinn á Íslandi hafi mjög lítið breyst á síðustu tuttugu árum þegar kemur að því hvað fólk vill. „Næstu tíu ár koma til með að einkennast af baráttu um sparneytni og hagkvæmni. Maður finnur að fókusinn er allur á því.“ Áfram fjórhjóladrifsbílar Jón Trausti er á sama máli og bætir við að Íslendingar muni áfram kaupa fjórhjóladrifsbíla. „Ís- lendingar eru mikil fjórhjóladrifs- þjóð, sem er bara skiljanlegt. Að- stæður hér eru þannig að það hentar mjög vel fyrir marga að eiga fjórhjóladrifinn bíl. Fólk á því eftir að fá sér fjór- hjóladrifna bíla sem eru sparneyt- nir, hagkvæmir í rekstri og öruggir. Ég hef mikla trú á að metangasbílar komi sterkir inn á næstu árum en held að Íslendingar stækki ekki mikið við sig í minni bílum, fari frekar í betri og öruggari bíla.“ Veðráttan hefur áhrif á bílakaup en dregur ekki úr þeim Berjast í gegnum snjó- skafla til að kaupa bíla Bílasala á Íslandi hefur verið í stöðugri upp- sveiflu undanfarin ár. Svo virðist sem versn- andi veður hafi ekkert nema góð áhrif á bíla- kaupendur. Vetrarveður Hvetur Ís- lendinga til að kaupa fjór- hjóladrifsbíla. Bílaleigan ALP hefur gengið frá samningum við bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason um kaup á 900 nýjum bifreiðum að verðmæti tæp- lega 2 milljarðar króna. Talið er að um sé að ræða stærstu einstöku bílaviðskipti sem ráðist hefur verið í á Íslandi. 440 bílanna koma frá B&L og eru af gerðunum Hyundai, Renault og Land Rover. 460 bílar til við- bótar koma frá Ingvari Helgasyni og eru það Nissan, Subaru og Opel bifreiðar. ALP, sem er umboðsaðili Avis og Budget á Íslandi, hyggst nota alla bílana í útleigu og stefnt er á að þeir séu allir komnir á götuna um miðjan júnímánuð. Stærstu bílaviðskipti Íslandssögunnar 900 bílar á einu bretti Gengið frá kaupum Frá vinstri: Ragnar Sigurþórsson, Þorsteinn Þorgeirsson, Björn Ragnarsson, Heiðar Sveinsson og Guðlaugur Ari Sigfússon. Bílás - bílasala Akraness tók um síðustu helgi í notkun nýjan og glæsilegan sýningarsal við Smiðjuvelli á Akranesi. Í salnum er pláss fyrir 16 nýja bíla, auk þess sem rúmgott útisvæði tekur allt að 100 notaða sem seldir eru í umboðssölu. Fyrirtækið heldur upp á 25 ára afmæli sitt á árinu en það er meðal annars með umboð fyrir Heklu, Kia og B&L. Bílás opnar nýjan sal á Akranesi SÍMAR: AX: Alhliða bi réttingar GRÆNUMÝRI 3 - SÍMI 587 7659 - WWW.BILAPARTAR.IS BÍLAPARTAR VIÐ HÖFUM ÞAÐ SEM ÞÚ LEITAR AÐ F í t o n / S Í A N1 VERSLANIR SÍMI 440 1200 WWW.N1.IS Hjá N1 finnur þú landsins mesta úrval af bílavarahlutum frá viðurkenndum framleiðendum. Í verslunum okkar um land allt er fagfólk reiðubúið að veita þér alla þá aðstoð og ráðgjöf sem þú þarfnast. N1 – Meira í leiðinni.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.