24 stundir - 01.02.2008, Page 27

24 stundir - 01.02.2008, Page 27
24stundir FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 27 Finnst ríkisstjórnarflokkunum það eðlilegt að laun verkafólks, sem eru innan við 125 þúsund krónur á máðuði, skuli vera skattlögð ? Vita þingmenn ekki að framfærslukostnaður einstaklings er um 170 þúsund krónur á mánuði. Verkafólk spyr: Verkalýðsfélagið Hlíf Skattleysismörk eru 95 þúsund krónur á mánuði en þurfa að vera 140 þúsund til þess að fólk með lægstu laun geti lifað mannsæmandi lífi. Æi, er þetta ekki komið út í rugl? Bíllinn á meðfylgjandi mynd heitir Humancar Imagine, eða „Mann- eskjubíll ímyndaðu þér“. Og „ímyndaðu þér“ er skrásett vöru- merki, hvorki meira né minna. Bíllinn, sem í fyrstu virðist byggð- ur á Flintstone-teiknimynd, er fjög- urra sæta og við hvert þeirra eru handföng sem notuð eru til að breyta „mannorku“ í raforku. Raf- orkan er svo notuð til að knýja tvo rafmótora sem geta skilað bílnum á allt að 50 km hraða (vúppídú). Þetta hét nú bara golfbíll í gamla daga. Og var töluvert auðveldari í notkun. Af einhverjum orsökum hefur bíllinn komist á lista yfir hraðskreiða græna bíla og má vera að honum sé ruglað saman við kvartmílubíl frá sama fyrirtæki sem sagður er grænn. Sá eyðir reyndar 14 lítrum á hundr- aðið. Hægt er að leggja inn pöntun fyrir ímyndunarbílnum, sem sagður er al- gjört tryllitæki, á heimasíðu fyrir- tækisins, humancar.com, og skoða sömu teikninguna að honum með mismunandi bakgrunn. Hún er þó varla að endanlegu útliti bílsins, því á lista yfir staðalbúnað eru meðal ann- ars rúðuþurrkur og leiðsögukerfi. Verðið? Rétt um milljón krónur í Bandaríkjunum. „Manneskjubíllinn“ er kannski ekki alveg á réttri braut Golfbíll seldur sem tryllitæki Tómt rugl Sætin snúa bökum sam- an og horfa því aft- ursætisfarþegar aftur úr bílnum. Brimborg sýnir um helgina nýja útgáfu af Volvo XC90 sem mun vera hlaðin búnaði og munaði. Executive-útgáfan státar meðal annars af „óviðjafnanlegum þæg- indum, einstökum hljómburði, framúrskarandi vél ásamt full- komnu öryggi,“ eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu. Vélarnar sem eru í boði eru ann- ars vegar 4,4 lítra, 315 hestafla V8-bensínvél (sú léttasta sem framleidd er) og hins vegar 2,5 lítra, 185 hestafla dísilvél með forþjöppu. Opið er í Brimborg kl. 12-16 á morgun og léttar veit- ingar verða í boði fyrir gesti og gangandi. XC90 Executive frumsýndur Á heimasíðunni gaywheels.com er reglulega birtur uppfærður listi yfir þá bíla sem samkyn- hneigðir Bandaríkjamenn kaupa helst. Fyrir stuttu komst Mini Cooper á listann eftir stefnu- breytingu BMW í málefnum sam- kynhneigðra. Sá bíll sem trónar þó hæst á listanum, nú sem fyrr, er Toyota Yaris. Á eftir honum koma, í réttri röð: Saab 9-3, Mazda MX-5, VW Rabbit, Audi A3, VW EOS, VW Jetta, Dodge Caliber, Toyota Camry og fyrr- nefndur Mini Cooper. Athygli vekur að af þessum tíu efstu bíl- um er aðeins einn frá heimalandi kaupendanna. Yaris fyrir allan regnbogann Eftir erfiða tíma hjá Alfa Romeo getur lífið bara skánað. Eða hvað? Nú hefur forstjóri Fiat, móð- urfyrirtækis Alfa Romeo, lagt fyr- irtækinu nýjar línur. Fyrir júní- mánuð 2010 skal fyrirtækið hafa tvöfaldað sölu sína og snúið tap- rekstri í hagnað. Ný módel og endurreið inn á Bandaríkjamark- að gætu dugað til að snúa við blaðinu, en ljóst er þó að þeir þúsund dagar sem til stefnu eru verða ekki allir auðveldir. 1000 dagar til stefnu hjá Alfa Hugmyndabíll Suzuki, Kizashi, mun að öllum líkindum verða sýndur á bílasýningu vestanhafs á næstunni, annaðhvort í New York eða Chicago. Mun bíllinn hafa gengist undir breytingar til að eiga meiri líkur á að komast í framleiðslu. Þar á meðal hefur litla hybrid-vélin verið lögð til hliðar og V-8 mótor settur í bíl- inn í staðinn. Kizashi skrefi nær framleiðslu

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.