24 stundir - 01.02.2008, Síða 35
24stundir FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 35
Þær sögur ganga nú fjöllunum
hærra að fyrirsætan Kate Moss
hyggist ganga í það heilaga með
kærasta sínum, gítarleikaranum
Jamie Hince. Fyrirsætan sást
sanka að sér brúðarbæklingum á
dögunum auk þess sem hún
heimsótti Claridgés-hótelið í
London með það fyrir augum að
skoða veislusal hótelsins. „Kate
virkaði á mann sem ástfangin og
örugg kona þegar hún kom,“
sagði talsmaður hótelsins. hþ
Kate Moss í
hnapphelduna?
Victoriás Secret hefur útnefnt
þokkadísina Scarlett Johansson
sem þá stjörnu sem hefur kyn-
þokkafyllsta stílinn. Í kjörinu var
Victoria Beckham kosin kyn-
þokkafyllsta mamman, auk þess
sem Eva Mendes var kosin kyn-
þokkafyllsta leikkonan eftir sína
fyrstu nektarsenu í myndinni We
Own The Night. hþ
Með kynþokka-
fyllsta stílinn
Á meðan hópur góðra vina held-
ur kveðjuteiti vegna brottfarar eins
þeirra til Japans ræðst risastórt
skrímsli á borgina og leggur allt í
rúst. Það er gaman að myndin Clo-
verfield hefjist á svo mörgum til-
vitnunum í Japan því Japanar eru
meistarar skrímslamyndanna, eins
og fjölmargar Godzilla-myndir
vitna um. Cloverfield gerir hins
vegar eitt sem aðrar skrímslamynd-
ir hafa hingað til ekki getað gert og
það er að ljá sögunni vissan trú-
verðugleika.
Myndatakan á Cloverfield er í
senn hennar helsti kostur og stærsti
galli. Myndin er látin líta þannig út
mynd er það stórkostlegur kostur.
Ringulreiðin, sem væntanlega gríp-
ur íbúa stórborgar þegar ókunn
ógn ræðst á borgina, kemst ein-
staklega vel til skila. Óttinn og
óvissan skila sér einnig mjög vel og
nær myndin því að fanga athygli
áhorfenda.
Maður verður hins vegar fljótt
leiður á því að horfa þegar mynda-
vélin hristist sí og æ. Þeir sem létu
myndatökuna í Blair Witch pirra
sig munu verða brjálaðir yfir Clo-
verfield og þeim sem verða auð-
veldlega sjóveikir mun án efa líða
eins og þeir sitji um borð í Herjólfi
í brotsjó og barningi.
að sagan sé mynduð af þeim ein-
staklingum sem lenda í þessum
hremmingum og fyrir skrímsla-
Skrímslamyndin Cloverfield
Hvar eru sjóveikitöflurnar mínar?
Hvað í fjandanum er þetta?
Furðu lostnar aðalhetjur Cloverfield.
Cloverfield
Bíó: Smárabíó, Laugarás-
bíó, Sambíóin Kringlunni,
Borgarbíó Akureyri.
Leik stjóri: Matt
Reeves
Að al hlut verk:
Michael Stahl-Da-
vid, Mike Vogel,
Jessica Lucas,
T.J. Miller
BÍÓ
Eft ir Viggó Ingimar Jónasson
viggo@24stundir.is
Misty, Laugavegi 178,
Sími 551 3366
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf
www.misty.is
Mjög sexí og flottur í D,DD,E,F,FF,G
skálum á kr. 4.990,-
Mjúkt efni og styður vel í
D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4.990,-
BARA flottur í D,DD,E,F,FF,G
skálum á kr. 5.770,-