24 stundir - 01.02.2008, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir
„Ég veit ekki hvað mér á að finn-
ast um auglýsingu þeirra Ívars
Guðmundssonar og Arnars
Grants. Annað hvort er þetta ein-
hver allélegasta starskíog-
hutchseventísklámmynd-
arauglýsing sem gerð hefur verið
eða þeir hafa bara svona góðan
húmor félagarnir.“
Ómar Örn Ólafsson
eyjan.is/goto/omardiego
„Ég þoli ekki snúningshurðina í
Kringlunni og Smáralind. Líður
alltaf eins og verið sé að moka
mér inn sem lambi á leið til slátr-
unar. Ég þoli ekki fólk sem segir
"heyrðu" á undan öllu sem það
segir. Þoli ekki íþróttafréttamenn
með grátstafinn í kverkunum.“
Gunnar Lárus Hjálmarsson
eyjan.is/goto/drgunni
„Ég þoli ekki matardiska sem eru
þannig að ískrar í þeim undan
hnífapörunum. Ég get ekki horft
á myndir með John Malkovich.
Ég slekk á útvarpinu þegar kemur
lag með Tom Waits. Ég verð las-
inn ef ég borða ostrur, en mér
finnst lakkrís vondur. Ég hef
aldrei drukkið mjólk.“
Egill Helgason
eyjan.is/silfuregils
BLOGGARINN
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@24stundir.is
„Ég verð að vera með mottu – ég er
byrjaður að safna. Það kemur
ábyggilega ekki vel út,“ segir
söngvarinn Magni Ásgeirsson
hlæjandi.
Í vor bregður Magni sér í hlut-
verk Freddy Mercury heitins á
söngskemmtun kórs Fjölbrauta-
skóla Suðurlands á Selfossi þar sem
lögum hljómsveitarinnar Queen
verður gert hátt undir höfði.
Magni mun syngja lög eins og Bo-
hemian Rhapsody og Killer Queen
ásamt kórnum og þrautreyndri
hljómsveit.
Kominn í Queen-skóla
Freddy Mercury er tvímælalaust
einn af betri söngvurum rokksög-
unnar svo að verkefnið er krefjandi
fyrir Magna, sem er í Queen-skóla
hjá Þóri, bassaleikara Á móti sól,
þessa dagana.
„Þetta er með best sömdu,
flóknustu og skemmtilegustu
popp-rokktónlist sem þú getur
komist í,“ segir Magni. „Þetta er
ótrúleg hljómsveit. Ég bý svo vel að
það er verið að ala mig upp í þessu.
Queen er uppáhaldshljómsveit
Þóris í Á móti sól.“
Magni hefur einu sinni áður
flutt lög Queen opinberlega. Það
var á Players í Kópa-
vogi á sérstöku
Queen-balli þar
sem hann hljóp í
skarðið fyrir hinn
svartklædda
Jónsa. „Þetta er
ekkert grín,“ segir
Magni. „Ég söng
bara þriðja hvert
lag og það var
eins og að
hlaupa
Reykjavík-
urmara-
þonið
fjórum
sinnum.
Ég öskraði
nokkur lög
og gerði mér
enga grein fyrir hvað það er erfitt
að syngja þetta. Svo hringdu Sel-
fyssingar í mig og spurðu hvort ég
væri til í að vera með í þessu.“
Halldóra Gunnarsdóttir, um-
sjónarmaður kórstarfs í Fjöl-
brautaskóla Suðurlands, segir að
Magni sé mikill fengur fyrir kór-
inn. „Við eigum ekki orð yfir
hvað við erum hamingjusöm yfir
að hann skuli vera til í þetta,“ seg-
ir hún og játar því að Magni hafi
verið efstur á óskalistanum.
„Freddy Mercury var nátt-
úrlega ekkert venjulega góð-
ur söngvari þannig að við
urðum að brjóta heilann
um hver gæti sungið
hlutverk hans. Við
byrjuðum á þeim
sem okkur langaði
mest að fá.“
Kór Fjölbrautaskólans á Suðurlandi heiðrar hljómsveitina Queen
Magni í hlutverk
Freddy Mercury
Kór FSu setur upp Queen-
söngskemmtun í vor og
hefur fengið Magna Ás-
geirsson til að bregða sér
í hlutverk Freddy Merc-
ury. Magni er byrjaður að
safna mottu.
Árvakur/Kristinn
Magni Ásgeirsson Syngur
lög Queen ásamt kór Fjöl-
brautaskóla Suðurlands.
Freddy Mercury Spurning
hvort Magni nái að safna jafn
tilkomumikilli mottu.
HEYRST HEFUR …
Laumubloggarinn Ólafur Sindri Ólafsson, sem
hefur fyrir löngu opinberað sig sem hin umdeilda
Mengella, er nú farinn að blogga ásamt tveimur
bræðrum sínum á síðunni maurildi.blogspot.com.
Þar tjáir hann sig meðal annars um Mengellu á
Barnalandi og upplýsir um tvö önnur hliðarsjálf sín
sem hann hélt einnig úti og nefndust þau FMgella
og Walterego. re
Ívar Örn Kolbeinsson og félagar í hljómsveitinni
The Muzik Zoo hafa ekki látið fara jafn mikið fyrir
sér og Dr. Mister and Mr. Hansome, sem fór eft-
irminnilega mikinn með Ívar í fararbroddi. Muzik
Zoo kemur þó fram á Organ annað kvöld ásamt
Hoffman og The End, en söngkona þeirrar síð-
arnefndu er systir Ívars og stjarna lagsins Hey Hey
Hey, We Say Ho Ho Ho í forkeppni Eurovision. afb
Þjóðargersemin Hemmi Gunn verður gestur
Ragnhildar Steinunnar og Gísla Einarssonar í
Laugardagslögunum á morgun. Upp kom sú hug-
mynd að koma Hemma á óvart með því að fá
Ladda til þess að mæta í sjónvarpssal í gervi Elsu
Lund. Það strandaði því miður á því að Laddi kem-
ur fram í sýningunni Laddi 6-tugur sama kvöld, en
sýningin virðist ætla að slá öll met. afb
„Það er aldrei að vita nema ég
gefi peningana í eitthvert góðgerð-
ardæmi. Ég er allavega búinn að
spá mikið í það,“ segir Ólafur Geir
Jónsson, fyrrum herra Ísland, en
honum voru í fyrradag dæmdar
fimm hundruð þúsund krónur í
miskabætur frá Arnari Laufdal og
Fegurðarsamkeppni Íslands vegna
ólögmætrar sviptingar titilsins
herra Ísland árið 2005.
Inntur upplýsinga um málið að
öðru leyti vill Ólafur lítið gefa upp,
en kveðst þó sáttur við niðurstöðu
Héraðsdóms Reykjavíkur.
„Ég er mjög sáttur við þetta og
ánægður með að þetta sé loksins
búið. Það er í rauninni það eina
sem ég hef um málið að segja og vil
ekki tjá mig meira að svo stöddu,“
sagði Ólafur þegar 24 stundir náðu
af honum tali í gær.
Hann bætti við að peningarnir
hafi verið aukaatriði í málinu, enda
hafi markmiðið einvörðungu verið
að fá staðfest að um ólögmæta
meingerð gegn persónu sinni hafi
verið að ræða er hann var sviptur
titlinum hér um árið.
„Þessi peningur skiptir svosem
engu máli. Hann er bara þarna og
ég er ekkert að spá of mikið í það,“
sagði Ólafur að lokum.
halldora@24stundir.is
Ólafi Geir dæmdar miskabætur
Gefur peningana
til góðgerðarstarfa
Á góðri stundu Ólafur var sviptur
titlinum þar sem hann þótti ekki
standa sig sem fyrirmynd.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
1 9 3 8 2 4 5 7 6
4 2 7 5 6 3 8 1 9
5 6 8 1 7 9 2 3 4
2 1 9 7 4 6 3 5 8
6 7 5 9 3 8 1 4 2
8 3 4 2 5 1 9 6 7
3 8 6 4 9 5 7 2 1
9 4 2 3 1 7 6 8 5
7 5 1 6 8 2 4 9 3
Töng?
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Ja, ég lærði leiklist í 4 ár, að vera
annar en ég er, en þegar ég kom
heim var manni sagt að vera bara maður
sjálfur. Það hefur mistekist í mínu tilfelli.
Hjálmar, er þér ekki hætt við persónuleikaröskun í starfinu?
Hjálmar Hjálmarsson leikari hermdi eftir fjölda
þekktra Íslendinga í þætti Loga Bergmanns á Stöð
2 um helgina, á mettíma.
GAMAN AÐ SJÁ ÞIG!
Þú færð merkin í næsta útibúi Glitnis