24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Stuðningur við kornrækt á Íslandi er afar takmarkaður að mati korn- ræktenda. Ef stuðningur við rækt- unina væri aukinn væri hægt að framleiða hátt í þrjá fjórðu þess kjarnfóðurs sem þörf er á hér á landi til búfjárræktunar. Um 11.000 tonn af byggi voru fram- leidd hér á landi í fyrra og talið er að þurfi að fimmfalda þurfi þá framleiðslu til að uppfylla innlenda eftirspurn. Allt sáðkorn búið í landinu Ingvar Björnsson, jarðræktar- ráðunautur hjá Búgarði á Akur- eyri, segir að vandræðalaust væri að framleiða allt bygg sem notað er í innlendar fóðurblöndur hér á landi. „Bygg er um það bil 75 pró- sent þess korns sem notað er í kjarnfóðri hér á landi. Í fyrra voru flutt inn um 39.000 tonn af byggi til landsins til fóðurgerðar. Annað korn, fóðurhveiti og maís, voru um 17.000 tonn og það er vel mögulegt að draga úr notkun þess og nota bygg í staðinn. Með hækkandi kornverði erlendis er staðan orðin sú að kornframleiðsla hér á landi er orðin vel samkeppnisfær við inn- flutt fóður. Framundir þetta hefur innflutt korn verið tiltölulega ódýrt enda það verið niðurgreitt, en eft- irspurn eftir kornvöru á heims- markaði hefur orðið til þess að verð hefur hækkað gríðarlega að undanförnu.“ Ingvar segir ljóst að það muni verða mikil aukning í kornrækt í sumar. „Mér er sagt að allt sáðkorn sé búið í landinu og ég spái því að þessi ræktun muni aukast mikið á næstu árum. Í samtölum mínum við bændur greini ég mikinn áhuga á því að auka þessa ræktun enda ekki útlit fyrir að verð á innfluttu korni lækki.“ Innlent hlutfall 70 prósent Hörður Harðarsson, svínabóndi í Laxárdal, rekur svínabúið Grís og flesk ásamt fjölskyldu sinni. Á búinu er innlent fóðurefni hátt í 70 prósent af því fóðri sem notað er. „Ef stuðningur við kornrækt væri sá sami hér og hann er á Norð- urlöndunum, eða bara innan Evr- ópusambandsins, er ekki spurning að eftir mjög stuttan tíma yrði allt bygg sem þörf er fyrir í innlendu fóðri ræktað á Íslandi.“ Hörður segist bæði rækta bygg og kaupa af bændum í nágrenninu. Á síðasta ári voru ríflega 200 tonn af innlendu byggi notuð í fóður á búinu og stefnan er að auka það hlutfall verulega. Auk þess nota bændurnir í Laxárdal loðnumjöl og dýrafitu til íblöndunar. „Við stefnum að því að framleiða allt okkar fóður sjálf og til þess þurfum við að framleiða ríflega 800 tonn af byggi. Við teljum það mjög raun- hæft markmið.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Kornrækt ætti að fimmfalda  Hægt er að framleiða 75 prósent þess korns sem þörf er á til fóð- urgerðar hér á landi  Útlit fyrir mikla framleiðsluaukningu í ár ➤ Í fyrra voru framleidd 11.000tonn af byggi hér á landi. Á sama tíma voru 39.000 tonn flutt inn. ➤ Auk þess voru flutt inn17.000 tonn af fóðurhveiti og maís til kjarnfóðurgerðar. ➤ Í fyrra voru jafnframt flutt inn14.000 tonn af mathveiti og 2.000 tonn að maltbyggi til ölgerðar. ➤ Hafin er tilraunaræktun áhveiti og maltbyggi hér á landi. KORNRÆKT Kornskurður Mikil aukning hefur orðið í kornrækt hér- lendis undanfarin ár og líkur til að hún muni enn aukast. Mynd/Benjamín Baldursson Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin skoða að þessu sinni fermetraverð á túnþökum. Ekki er tekið tillit til gæða og miðað er við að fólk leggi sjálft þökurnar. Verð er frá 190 krón- um (ef viðkomandi býr nálægt Hellu) og upp í 600 krónur en þá munu gæðin víst vera orðin mun meiri. Algengasta fermetraverðið er á bilinu 300-400 krónur og Túnþökur á Hellu bjóða besta verðið. 33% munur á túnþökum Þuríður Hjartardóttir NEYTENDAVAKTIN Túnþökur verð pr/m² Seljandi Verð Verðmunur Túnþökur Hella 300 (*) Túnþökusala Oddsteins 350 16,7 % Túnþökuvinnslan Kópavogi 350 16,7 % Túnþökur Grasavinafélagsins 398 (**) 32,7 % (*) 300 krónur á höfuðborgarsvæð- inu en 190 krónur á Hellu (**) Fermetrinn getur farið upp í 600 krónur. Fer eftir gæðum flugfelag.is Ferðalag er góð fermingargjöf Pantaðu gjafabréf í síma 570 3030 REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 4 15 36 0 4/ 08 R V 62 37 Rekstrarvörur 1982–200725ára Bjarni Ómar Ragnarsson - verslunarstjóri hjá RV Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur – fyrir sumarbústaðinn og veiðihúsið „Þetta er náttúrlega svolítið fönd- ur og tekur tíma. En þetta er ein- falt kerfi sem allir ættu að geta bjargað sér með og ef við náum að virkja neytendur þá er það frá- bært,“ segir Þuríður Hjart- ardóttir, framkvæmdastjóri Neyt- endasamtakanna, en þau stóðu fyrir verðmerkingarátaki í nokkr- um helstu matvöruverslunum í gær. „Fólk tekur sér alveg tíma í að gera þetta með okkur.“ Neytendur verð- merkja í búðum Tax-free dagar fimmtudag - sunnudags afnemum virðisaukaskatt af öllum vörum í fjóra daga* *virðisaukaskattur af barnafötum er 24,5% sem jafngildir 19,68% afslætti. Smáralind – sími 517 5330

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.