24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir
Mugison og hljómsveitin Bloodgroup verða fulltrú-
ar Íslendinga á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í
sumar. Fjölmiðlar hafa slúðrað um að Jónsi og fé-
lagar í Sigur Rós komi einnig fram á hátíðinni, en
nú hefur fengist staðfest að það er ekki rétt. Sigur
Rós verður samt á ferð um Evrópu í sumar og kem-
ur meðal annars fram á Rock Werchter-hátíðinni í
Belgíu og Southside-hátíðinni í Þýskalandi. afb
„Ef þú ert með smá hár þá er nú
aldeilis gott að krúnuraka helvít-
ið. Leyfðu raksápunni að sjatna á
skallanum, getur t.a.m. rakað af
þér skeggið meðan á því stendur.
Að því loknu skaltu skipta um
blað á rakvélinni þinni, því þú
gætir endað eins og Pinhead úr
Hellraiser.“
Þórður Ingvarsson
blogdodd.maurildi.com
„Fékk í dag bréf frá internetfyr-
irtækinu SKO þar sem mér var
tilkynnt að frá og með næstu
mánaðamótum myndi nettenging
mín hækka um 50% í verði.
Hækkunin er gerð undir því
falska yfirskini að vera hugsuð
sem „bætt þjónusta fyrir við-
skiptavini SKO“.
Ómar R. Valdimarsson
omarr.blog.is
„… Luton er fallið. Við hefjum
keppni í gömlu fjórðu deildinni
næsta haust. Allir stuðnings-
mennirnir standa þó eins og
klettur á bak við Mick Harford.
Stjórnin hefur líka sagt að hann
megi kaupa leikmenn í sumar -
jafnvel fyrir svimandi upphæðir
eins og 150 þús. pund.“
Stefán Pálsson
kaninka.net/stefan
Eftir Viggó I. Jónasson
viggo@24stundir.is
„Já, ég er mjög blankur. Það eru
ekki margir sem ráða mig í vinnu
þessa dagana. Ég veit ekki af
hverju, hvort ég sé ekki nógu að-
laðandi starfskraftur eða vegna fer-
ils míns hjá Istorrent. Ég er búinn
að vera atvinnulaus síðan um ára-
mót,“ segir Svavar Lúthersson sem
birti fyrir viku áskorun til áhuga-
manna um skráaskipti á jafn-
ingjaneti um að styrkja sig fjár-
hagslega vegna lögfræðikostnaðar
sem hefur tilkomið vegna máls-
höfðunar Samtaka myndrétthafa á
Íslandi og fleiri aðila á hendur
honum og Istorrent ehf.
Vantar mikið upp á
Lögfræðikostnaður Svavars
hljóðar nú upp á þrjár milljónir
króna og hann segir að kostnaður-
inn muni aukast þegar málið fer
fyrir Hæstarétt. „Fjárhagslega er
ástandið mjög slæmt. Lög-
fræðikostnaðurinn er stór og mik-
ill og svo á Hæstiréttur eftir að
bætast við.“
Svavar birti áskorun sína á vef-
síðu sinni torrent.is á föstudaginn
var og hann segir að síðan þá hafi
nokkur kippur komið í söfnunina.
„Upphæðin sem var inni á reikn-
ingnum hefur tvöfaldast.“ Þegar
Svavar ræddi við 24 stundir höfðu
safnast um 206.000 krónur en
Svavar býst við að fleiri styrkir
komi inn um mánaðamótin. „Ég
hef fengið loforð um styrki um
næstu mánaðamót. Ég minntist á
ástandið rétt fyrir helgi og fólk fær
auðvitað greidd út launin um
mánaðamótin þannig að ég geri
ekki ráð fyrir að allir sem vilja gefa
hafi gefið.“ Svavar vonar að nógu
margir muni styrkja hann en hann
segist vera búinn að undirbúa sig
fyrir það að hann gæti farið illa út
úr málaferlunum fjárhagslega.
Píslarvottur netverja
Í pistlinum, sem birtist á tor-
rent.is, lýsir Svavar yfir von-
brigðum sínum yfir því að sam-
félag áhugamanna um skráaskipti
hafi ekki staðið betur við bakið á
honum en raun ber vitni, segir að
sér líði eins og fórn sem var skilin
eftir fyrir hrægammana.
„Það mætti segja að ég sé písl-
arvottur þótt ég vilji ekki skilgreina
mig sem slíkan.“
Neyðarkall frá aðstandanda Istorrent
Svavar blankur
og fær enga vinnu
Svavar Lúthersson, að-
standandi deilisíðunnar
Torrent.is, hefur leitað til
skráaskiptasamfélagsins
um fjárhagslegan styrk
vegna lögfræðikostn-
aðar.
Skilinn eftir í súpunni Svavari
finnst hann hafa verið yfirgefinn.
Myndin er samsett.
➤ Torrent.is var opnuð árið2005.
➤ 19. nóvember 2007 er settlögbann á síðuna. Í kjölfarið
var mál höfðað gegn Istor-
rent og Svavari.
➤ 27. mars var málinu vísað frá íHéraðsdómi Reykjaness en
stefnendur áfrýjuðu málinu
til Hæstaréttar 2. apríl.
ISTORRENT
Valur Grettisson, hinn skeleggi blaðamaður á DV,
eignaðist sitt fyrsta barn í gær, hraustan dreng. Val-
ur var viðstaddur fæðinguna og segja kunnugir að
svo mjög hafi hann lifað sig inn í fæðinguna að
hann sé meira eftir sig en móðirin. Valur, sem kallar
fátt ömmu sína í blaðamennsku, er greinilega
mjúkur inn við bein og ljósmæðurnar á fæðing-
ardeildinni sáu því óvænta hlið á töffaranum. afb
Helga Vala Helgadóttir bendir á skemmtilegan flöt
á olíuhreinsistöðvarmálinu á bloggi sínu. Hún ber
málið saman við Næturvaktina og segir Ragnar
Jörundsson, bæjarstjóra í Vesturbyggð, minna sig á
Ólaf Ragnar þegar hann var á kafi í Nígeríusvindli.
Það fyndna er að persóna Jörundar Ragnarssonar
var rödd skynseminnar í Næturvaktinni, en Jör-
undur er sonur Ragnars bæjarstjóra. afb
„Þetta eru um fjörutíu manns
sem eru búnir að skrá sig,“ segir
Ólafur Þór Jóelsson, þáttastjórn-
andi GameTíví, aðspurður um
viðtökurnar sem fyrirhuguð Guit-
ar Hero-keppni þáttarins hefur
fengið. Ólafur reiknar með að
þátttakendum eigi eftir að fjölga
eitthvað á næstu dögum en þátt-
tökufrestur rennur út á miðnætti á
föstudag.
Dómnefnd GameTíví mun að
þátttökufrestinum liðnum velja
hæfileikaríkustu leikmennina og
láta þá keppa sín á milli með form-
legum hætti. Verðlaunin fyrir sig-
urvegarann eru ekki af verri end-
anum, 100.000 krónur og áritaður
gítar.
Ólafur bætir því við að vinn-
ingsfjárhæðin sé sambærileg þeim
launum sem góðir gítarleikarar á
Íslandi geta búist við. „Þetta er
meira en meðalgítarleikari fær fyrir
giggið hér á Íslandi.“
Einstæðir hæfileikar
Hæfileikar þátttakenda eru sam-
kvæmt Ólafi í hæsta gæðaflokki en
hann segir þó, að umsóknirnar séu
misgóðar.
„Menn eru misframbærilegir.
Menn eru allt frá því að vera á
fyrstu stigum yfir í það að spila
lagið, snúandi baki í sjónvarps-
tækið, á erfiðasta erfiðleikastigi.
Það er mjög sérstakt.“
Hann lofar þó mikilli flug-
eldasýningu á lokakeppninni en
enn hefur ekki verið ákveðið hve-
nær sú keppni fer fram. „Miðað
við gæði þeirra keppenda sem þeg-
ar eru komnir inn verður virkilega
áhugavert að fylgjast með þegar
lokakeppnin fer fram.“
viggo@24stundir.is
Góð aðsókn í Guitar Hero-keppni GameTíví
40 manns vilja vera
tölvurokkstjörnur
Góð aðsókn GameTíví bræður eru
ánægðir með fjölda þátttakenda.
Árni, að vera eða að vera ekki bæjarstjóri, það er...?
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tekur þátt í
leikritinu Bærinn breiðir úr sér á föstudagskvöldið, þar
sem hann mun leika sjálfan sig.
T.G.I. FRiDAYŚ
...snakkið er á leiðinni
www.snakk.is
...engu öðru líkt!
BLOGGARINN
HEYRST HEFUR …
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
3 2 7 6 4 8 5 1 9
4 5 1 7 9 2 6 8 3
6 8 9 1 3 5 2 4 7
2 3 4 9 6 7 1 5 8
8 1 6 2 5 3 9 7 4
7 9 5 4 8 1 3 6 2
9 7 8 3 1 6 4 2 5
1 4 2 5 7 9 8 3 6
5 6 3 8 2 4 7 9 1
Elli var ekki nema 24 ára
gamall þegar hann málaði þessa.
24FÓLK
folk@24stundir.is a
...Það er spurningin, sko.
Spurðu Clint Eastwood.