24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 10
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
„Það er mikill léttir að vera frá-
skilin. Núna get ég haldið áfram í
skóla,“ sagði átta ára stúlkan
Nujood Ali eftir að fjölskyldu-
dómstóll í Jemen veitti henni lög-
skilnað frá þrítugum eiginmanni
sínum.
Nujood kvartaði við dómstól-
inn undan eiginmanninum, sem
hún sagði hafa beitt sig líkamlegu
og kynferðislegu ofbeldi, og föður
hennar, sem samþykkti hjóna-
bandið. Féllst dómstóllinn á kröfu
Nujood um skilnað, en sá sér ekki
fært að dæma mennina til refsing-
ar. Samkvæmt jemenskum lögum
þóttu mennirnir ekki hafa brotið
neitt af sér. Fjölskyldu Nujood var
ennfremur gert að greiða eigin-
manninum um 18.000 króna bæt-
ur fyrir eiginkonumissinn.
Tveir mánuðir eru síðan for-
eldrar Nujood gerðu hjúskapar-
samning við eiginmann hennar. Í
honum var kveðið á um að hún
myndi búa í foreldrahúsum til
átján ára aldurs. Viku eftir að
samningurinn var gerður sendu
foreldar Nujood hana til að búa
hjá eiginmanni sínum.
Eiginmaðurinn barðist að sögn
Yemen Times hatrammlega gegn
skilnaðinum. „Ég læt ekki skilja
okkur að,“ sagði hann fyrir rétti.
„Það er réttur minn að halda
henni.“
Barnabrúðir algengar
Nujood er fyrsta stúlkan sem
lögsækir föður sinn fyrir að gifta
sig á unga aldri, en því fer fjarri að
mál hennar sé einstakt.
„Það eru hundruð stúlkna eins
og Nujood sem hafa orðið fyrir
kynferðislegu ofbeldi af hendi
eldri karlmanna,“ segir hæstarétt-
arlögmaðurinn Shatha Moham-
med Nasser við Yemen Times.
„Vandamálið er að það eru engin
lög til að refsa föðurnum sem gef-
ur barnið í hjónaband, embættis-
manninum sem blessar ráðahag-
inn eða eiginmanninum sem lætur
barnið þjóna sér sem eiginkona.“
Úrbætur fást ekki
Nasser hefur tekið mál Nujood
upp á arma sína og biðlar til al-
þjóðasamfélagsins að þrýsta á að
hjúskaparlöggjöf Jemen verði
breytt. Kvennasamtökin Women’s
National Committe hafa áður
hvatt þingið til að samþykkja 18
ára lágmarksaldur brúðhjóna, en
án árangurs.
Átta ára eigin-
kona frelsuð
Þing Jemens deilir um lágmarkshjúskaparaldur Mál átta ára
stúlku sem neydd var í hjónaband síður en svo einsdæmi
➤ UNICEF telur barnungar brúð-ir vera eitt stærsta vandamál í
þróunarstarfi í Jemen.
➤ Kannanir sýna að meðalaldurstúlkna við giftingu í Jemen
geti verið tæp 15 ár.
BÖRN Í HJÓNABANDI
NordicPhotos/AFP
Stórfjölskyldan í réttarsal Frá hægri:
Eiginmaður Nujood, lögfræðingur henn-
ar, móðir, Nujood sjálf og faðir hennar.
John McCain, forsetaframbjóðandi repúblikana í
Bandaríkjunum, nýtur jafnmikils fylgis og demókrat-
inn Barack Obama og hefur naumt forskot á Hillary
Clinton í könnun á fylgi mögulegra mótherja í forseta-
kosningunum sem fram fara í október. Fréttastofan
Reuters lét framkvæma könnunina og birti niðurstöð-
ur hennar í gær.
Á landsvísu jók Obama forskot sitt á Clinton frá síð-
ustu könnun. Hann nýtur nú um 51% stuðnings, en
hún 38%.
Í síðasta mánuði hafði McCain sex prósentustiga
forskot á Obama, en nú eru þeir jafnir með stuðning
um 45% kjósenda hvor. Clinton vantar nú 5 prósentu-
stig upp á að njóta jafnmikils stuðnings og McCain,
sem er þremur prósentum minni munur en fyrir mán-
uði.
„Enn kemur Obama betur út gegn McCain heldur
en Clinton, en það er mjög mjótt á mununum í báð-
um tilfellum,“ segir John Zogby, forstjóri fyrirtækisins
sem gerði könnunina. „Obama og Clinton skaða hvort
annað því lengur sem þau keppa við hvort annað.“
andresingi@24stundir.is
Reuters gerir könnun á möguleikum forsetaframbjóðenda vestanhafs
McCain sjónarmun ofar
NordicPhotos/AFP
Sigurstranglegur
McCain kemur vel
út í nýrri könnun.
10 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir
Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 I Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og laugard. 11-16
ÞAÐ ER SJÚKRAÞJÁLFARI
Í VERSLUN OKKAR
alla fimmtudaga frá kl. 16 til 18
sem aðstoðar þig við val á dýnu.
Heimsferðir bjóða einstakt tilboð á einn vinsælasta áfanga-
stað Costa Brava strandarinnar við Barcelona, Lloret de Mar.
11 nátta ferð með fullu fæði á hreint ótrúlegum kjörum. Hótel
með góðri aðstöðu, garði, sundlaug og veitingastað. Stutt í
golf og á ströndina. Öll herbergi með baði, sjónvarpi og síma.
Gríptu tækifærið og tryggðu þér góðan sumarauka á Lloret
de Mar á frábærum kjörum.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Lloret de Mar
12. maí
frá kr. 59.990
Mjög takmarkað magn - bókaðu strax!
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Ótrúlegt tilboð
***
11 nætur m/fullu fæði
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 59.990
með fullu fæði
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í
tvíbýli með fullu fæði á Hotel Sunrise ***
í 11 nætur, 12. maí. Aukagjald fyrir allt
innifalið kr. 1.500 á dag. Aukagjald fyrir
einbýli kr. 20.000.