24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 21
24stundir FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 21
Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar
í síðustu viku var tekin til umræðu
stefnuyfirlýsing félagsmálaráðs. Yf-
irferð formanns félagmálaráðs
hvatti til góðrar umræðu um mála-
flokkinn. Eins og hann rakti hefur
okkur Akureyringum sem betur fer
lánast að ná ágætum árangri sem
eftir hefur verið tekið. Ljóst er að
samstaða meðal pólitískra fulltrúa
hefur skipt þar miklu. Því er hins-
vegar ekki að neita að það sem af er
þessu kjörtímabili hefur okkur þótt
draga heldur í sundur á mörgum
sviðum. Meirihluti Sjálfstæðis-
flokks og Samfylkingar hefur sýnt
tilburði til að gera lítið úr þeirri
samstöðu sem náðst hefur, m.a.
með umdeildum breytingum á
starfsemi Menntasmiðju kvenna.
Áherslur Vinstri-grænna
Á fundi bæjarstjórnar lögðum
við bæjarfulltrúar Vinstri-grænna
fram ályktun þess efnis að brýn
verkefni væru að: Halda áfram
uppbyggingu öldrunarheimila,
bæta heimahjúkrun og heimaþjón-
ustu, leysa húsnæðisvanda skamm-
tímavistunar fyrir fatlaða, leita
leiða til að stytta biðtíma í heilsu-
gæslunni og fjölga félagslegum
leiguíbúðum á Akureyri.
Sömuleiðis skoruðum við enn
og aftur á meirihlutann að hverfa
frá þeim hugmyndum sem uppi
eru af þeirra hálfu varðandi breyt-
ingar á starfsemi Menntasmiðju
kvenna og sætt hafa furðu meðal
bæjarbúa.
Misjöfn viðbrögð
Allt eru þetta að okkar mati brýn
verkefni sem full þörf er að taka á
af meiri myndarskap en núverandi
meirihluti virðist ætla að gera. Við-
brögð bæjarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokks við þessum áherslum okkar
voru á þann veg að ekki er að
vænta mikils stuðnings fyrir þess-
um málum úr þeirri áttinni. Það
sama verður hinsvegar ekki sagt
um formann félagsmálaráðs, Sig-
rúnu Stefánsdóttur. Félagslegar
áherslur hennar vekja vonir um að
það megi ná að hreyfa þessum mál-
um áleiðis til betri vegar. Fulltrúar
Samfylkingar eiga bersýnilega
meiri samleið með fulltrúum
Vinstri-grænna í þessum mála-
flokki en með samstarfsflokki sín-
um í meirihlutanum, Sjálfstæðis-
flokki.
Stöndum saman
Við ítrekum það álit okkar sem
fram kom við umræður á bæjar-
stjórnarfundinum um skýrslu fé-
lagsmálaráðs að mjög margt af því
sem verið er að vinna í þeim mál-
um er til fyrirmyndar og til eft-
irbreytni. Með samstöðu og sam-
heldni í þeim mörgu krefjandi
málum sem undir þennan mála-
flokk heyra hefur okkur tekist heilt
yfir að skapa traust og gott fé-
lagslegt umhverfi fyrir íbúa Akur-
eyrar. Það má hinsvegar ekki líta
svo á að við séum komin á hinn
endalega áfangastað í þeim málum.
Alls ekki. Við verðum stöðugt að
sækja fram og leita leiða til að bæta
og treysta þá þjónustu sem fyrir er
og vera vakandi yfir nýjum tæki-
færum í þeim efnum. Við getum í
sameiningu aukið enn frekar veg
Akureyrar á þessu sviði sem öðr-
um. Við hvetjum því bæjarfulltrúa
meirihlutans til að huga betur að
því að halda þeirri samstöðu sem
verið hefur við uppbyggingu fé-
lagslegra málefna á Akureyri í stað
þess að ganga einir sinn veg án
samráðs eða samvinnu við aðra er
málið varðar.
Höfundar eru bæjarfulltrúar
Vinstri-grænna á Akureyri
Félagsmál í brennidepli
UMRÆÐAN aBaldvin Sigurðsson
Fulltrúar
Samfylkingar
eiga bersýni-
lega meiri
samleið með
fulltrúum
Vinstri-
grænna í
þessum mála-
flokki.
Saman „Við getum í
sameiningu aukið enn
frekar veg Akureyrar.“
Ósköp vorkenni ég Eiríki Berg-
mann Einarssyni. Í 24 stundum
föstudaginn 14. mars sl. endur-
birtir maðurinn ársgamlan þvætt-
ing sinn um andstöðu Frjálslynda
flokksins gegn innflytjendum.
Hinir vondu menn sem Eiríkur
segir túlka stefnu flokksins í inn-
flytjendamálum eru Jón Magnús-
son, Viðar Helgi Guðjohnsen og
ég, Kristinn Snæland. Ekki mun
ég reyna að upplýsa Eirík um af-
stöðu Jóns og Viðars almennt til
innflytjenda en svo vel þekki ég til
þeirra að geta fullyrt að engan ill-
vilja né rasisma hafa þeir í huga
þótt þeir vari við fjölmennum
fólksflutningum hingað til lands.
Það er annað að vilja skynsamlega
stjórn þeirra mála en að vera and-
stæðingur erlendra ríkisborgara.
Tilvitnun úr samhengi
Svo lágt leggst Eiríkur að vitna
enn á ný í brot úr ræðu sem ég
flutti á fundi hjá Frjálslyndum í
Skeifunni rétt fyrir um það bil ári.
Það brot var af illvilja fréttastofu
Ríkisútvarpsins valið í þeim til-
gangi að varpa því ljósi á fundinn
að þar hefðu rasistar haft sig í
frammi.
Öll ræða mín á fundinum
fjallaði um hina raunverulegu ras-
ista á Íslandi, stjórnmálamenn,
verkalýðsleiðtoga og atvinnurek-
endur sem sameinaðir hafa
brugðist hinu erlenda verkafólki
sem streymt hefur til landsins.
Þetta veit Eiríkur en kýs enn að
bíta sig í hinn óvandaða málflutn-
ing Ríkisútvarpsins.
Vissulega sagði ég: „Ég get sagt
ykkur það. Ég fann ekki að ég
væri, ef ég segi minni gömlu
Málmey. Þarna voru Tyrkir og
svertingjar og múslimar að selja
kebab og pitsur og ég veit ekki
hvað og hvað. Þetta var óhuggu-
legt.“ Þetta er hárrétt tilvitnun en
algerlega slitin úr samhengi og
vissulega má skilja hana sem ras-
isma eða andúð.
Níðingar og rasistar
Ég fullyrði að þann dag sem
fjöldi innflytjenda í Reykjavík er
orðinn slíkur að á 17. júní,
þjóðhátíð okkar Íslendinga, gengi
Eiríkur Bergmann Einarsson frá
Ingólfstorgi og austur á Lækjar-
torg og sæi hvergi eða einungis á
stangli Íslending, þætti jafnvel
honum nóg um og jafnvel um of.
Þannig varð mér innanbrjósts. Ég
mun eftir sem áður taka sem
ávallt vel á móti erlendu fólki hér
og sýna því vinsemd og hjálpfýsi.
Ég vil ekki að því sé haldið
niðri í launum, látið búa í ólög-
legu húsnæði og njóti ekki allra
almennra réttinda, svo sem þjón-
ustu heilsugæslu. Níðingarnir og
rasistar í okkar landi eru þeir sem
ég taldi upp hér að framan. Gegn
þeim óþokkum sem gera slíkt hef
ég barist, bæði með skrifum og
gaspri í útvarpi.
Ég hef tekið eftir því að einn
áberandi pistlahöfundur hefur
ekki skrifað stafkrók gegn því
óþurftarliði sem nýtir erlent
vinnuafl sem hverja aðra þræla. Sá
maður sem ég hef í huga er Eirík-
ur Bergmann Einarsson. Hann
hefur staðið hjá aðgerðalaus og
hefur af því skömm mína. Hon-
um væri við hæfi að fella niður
millinafn sitt og taka upp þess í
stað millinafnið Biedermann.
Nema hann kysi að draga höfuð
sitt upp úr sandinum.
Höfundur er leigubílstjóri
Bergmál Bergmanns
UMRÆÐAN aKristinn SnælandÉg hef tekið
eftir því að
einn áber-
andi pistla-
höfundur
hefur ekki
skrifað staf-
krók gegn því óþurft-
arliði sem nýtir erlent
vinnuafl sem hverja aðra
þræla
Innflytjendur „Það er annað að
vilja skynsamlega stjórn þeirra
mála en að vera andstæðingur
erlendra ríkisborgara.“
24stundir/Árni Sæberg
Óholl transfita myndast við
herslu olíu við smjörlíkisgerð.
Auglýsingar fyrri ára um hversu
gott smjörlíkið væri fyrir hjartað
teljast nú hin mestu öfugmæli og
allur ljóminn farinn af smjörlíkinu.
Neytendasamtökin hafa barist fyrir
því frá 1993, að magn transfitu sé
takmarkað með reglugerð og magn
þeirra merkt á umbúðir matvæla.
Vonir standa til að ný reglugerð um
þetta nái í gegn bráðlega.
Tilefni þessarar umfjöllunar hér
er að á neytendasíðu DV þann 4.
mars er greint frá transfitusýrum í
matvælum hérlendis. Greinarhöf-
undur segir frá nokkrum ráðlegg-
ingum sérfræðings um hvernig sé
hægt að forðast matvæli með
transfitu og greinir svo frá niður-
stöðum sínum við skoðun á nokkr-
um kextegundum, um hvað sé
vont og gott kex.
Nú skal ekki sakast við grein-
arhöfund eða sérfræðinginn þegar
við nánari skoðun kom í ljós að
ekki sé víst að umbúðamerkingum
sé ætíð treystandi og að hollráðin
um hvernig ætti að forðast vörur
með tiltekinni merkingu dugi ekki
alltaf.
Óvíst hvort kexið er allt gott
Samkvæmt greininni í DV er
ráðlegast að forðast vöru ef í inni-
haldslýsingu er tiltekin fita sem er
að hluta hert (partially hydrogena-
ted eða delvis hærdet), sem er satt
og rétt, svo langt sem það nær.
Nefnd voru dæmi um Oreo-kex,
Frón-kex, Homeblest, McVities og
Ritz-kex sem innihalda ekki trans-
fitu. Okkur hjá Neytendasamtök-
unum þótti ástæða til að kanna
þetta frekar.
Í innihaldslýsingum á „góða“
kexinu stendur oft „vegetable oil“
sbr. Ritz-kex, sem greinir þó samt
frá 12,3 prósenta hertri fitu (tólg) í
lýsingu á næringarinnihaldi. Sam-
kvæmt upplýsingum um Ritz-kex á
netinu má sjá í einni innihaldslýs-
ingu: „Partially hydrogenated.“
Sum sé hlutfallslega hert olía er
notuð í því landi og þar með gæti
það Ritz-kex innihaldið transfitu.
En á annarri heimasíðu fyrir Ritz-
kex er merkt 0 grömm transfita og
allt önnur næringargildi en á pökk-
unum sem eru seldir hérlendis.
Þarna eru að minnsta kosti tvær
mismunandi innihaldslýsingar til á
Ritz-kexi, fyrir utan það sem er selt
hérlendis. Eigum við þá ekki að
hvetja innflytjandann til að flytja
inn hollara kexið ef hægt er?
Óljósar merkingar
Á umbúðum Oreo-kex er til-
greint „vegetabilisk fedstoffer“ í
innihaldslýsingu, en engin tafla
með næringargildi fannst á um-
búðum. Þetta er mjög óljós merk-
ing um „fituefni af jurtauppruna“.
McVities Digestive-kex tiltekur
einnig „vegetable oil“ í innihaldi en
er samt með 10,4 prósenta herta
fitu í næringartöflunni. En hvernig
má það vera að hert fita sé í „vege-
table oil“? Olía er jú olía og ekkert
annað, engin tólg þar eða hvað? Á
netinu mátti finna upplýsingar um
að McVities væri hætt að nota fitu
með transfitusýrum í. Gott mál en
því þá ekki að merkja það á um-
búðirnar?
Hvað sem þessu líður, þá er ljóst
að merkingar eru ekki nógu greini-
legar hvað varðar innihaldslýsingu
á olíu og hertri fitu og óljóst um
innihald transfitu.
Í fyrispurn til innflytjanda fá-
einna kextegunda sem hefði mátt
ætla að væru án transfitu sam-
kvæmt innihaldslýsingu, var ekki í
öllum tilvikum hægt að fá staðfest-
ingu á því hvort transfita væri í
þeim eða ekki.
Í Frón-kexi er greint frá „smjör-
líki“ í innihaldslýsingu en að sögn
framleiðanda er notað smjörlíki
með mjög lágt innihald transfitu.
Það er því ljóst að margir framleið-
endur eru að breyta þessu til batn-
aðar.
Óskýrar merkingar rugla
Merkingar fituefna eins og þær
sem að ofan greinir eru venjulegu
fólki ekki skiljanlegar. Þetta er sjálf-
sagt bara þumalfingursregla sem er
greint frá í DV en þannig á þetta
ekki að vera og er síður en svo
treystandi eins og dæmin sanna.
Merkingar margra framleiðenda
á innihaldi fituefna í matvælum
virðast frjálslegar og ruglingslegar.
Kex og fleiri vörur eru hiklaust
merktar í innihaldslýsingu með
jurtaolíu, þó kexið innihaldi herta
fitu. Ekki er heldur tilgreint hvort
það sé blanda af jurtaolíum og tólg
eða hvort notuð sé hlutfallslega
hert olía, með eða án myndunar
transfitu.
Það er skoðun Neytendasamtak-
anna, að framleiðendum skuli með
reglugerð gert að merkja magn
transfitu í öllum matvælum hið
fyrsta og takmarkanir settar á há-
mark þeirra.
Einnig þarf að skýra hvers vegna
sé merkt jurtaolía eða grænmetis-
olía (vegetable oil) í innihaldslýs-
ingum þegar hörð fita er tiltekin í
næringargildi vörunnar.
Neytendur vilja einfaldar og
skýrar reglur og að þeim sé fylgt
eftir.
Höfundur er matvælafræðingur
Transfitusýrur
á umbúðir
UMRÆÐAN aÓlafur Sigurðsson
Það er skoð-
un Neytenda-
samtakanna,
að framleið-
endum skuli
með reglu-
gerð gert að
merkja magn transfitu í
öllum matvælum hið
fyrsta og takmarkanir
settar á hámark þeirra.
Óskýrt „Merkingar
margra framleiðenda á
innihaldi fituefna í mat-
vælum virðast frjálslegar
og ruglingslegar.“
Kristín Sigfúsdóttir
24stundir/Skapti Hallgrímsson