24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is „Kjartan Magnússon vinnur nú samviskusamlega að þeim verkefn- um sem Haukur Leósson forveri hans var að vinna að þegar hann var rekinn af félögum sínum í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis- flokks,“ segir Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokks, um samkomulag REI og yfirvalda í Djíbúti um hagkvæmnisathugun á virkjanamöguleikum í Afríkurík- inu sem undirritað var í síðustu viku. Breytt afstaða borgarfulltrúa Óskar segir að svo virðist sem borgarfulltrúar sjálfstæðismanna hafi kúvent í afstöðu sinni til útrás- arverkefna Orkuveitu Reykjavíkur. Meirihluti Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks hafi sprungið í haust vegna þeirrar grundvallarafstöðu sjálfstæðismannanna að blanda ekki saman opinberum rekstri og áhættusömum einkarekstri. Nú fari boragarfulltrúar sjálfstæðis- manna fremstir í flokki í útrás sem samrýmist ekki yfirlýstri afstöðu þeirra frá því í haust. Kjartan Magnússon, stjórnarfor- maður Orkuveitunnar og borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir flokkinn hins vegar ekki hafa „breytt neinu í því meginviðhorfi að hið opinbera eigi ekki að vera í áhættusömum fjárfestingum í út- löndum“. Áhætta OR lágmörkuð Með því að bróðurpartur fjár- magns í mögulega virkjun í Djíbúti komi frá erlendum aðilum, nánar tiltekið fjármögnunarsjóði Al- þjóðabankans annars vegar og Evr- ópska fjárfestingarbankanum hins vegar, sé áhætta Orkuveitunnar af verkefninu lágmörkuð. Gera megi ráð fyrir að ekki verði ráðist í áhættufjárfestingar erlendis nema ef tryggð hafi verið fjár- mögnun frá öðrum til þeirra verk- efna. „Og við tökum ekki nýja pen- inga úr Orkuveitunni til að setja í útrásarverkefni,“ segir Kjartan. Bankarnir betri en GGE? Óskar segir að rökin fyrir því að sameina Geysi Green Energy og REI hafi einmitt verið þau að minnka áhættu Orkuveitunnar vegna útrásarverkefna, og svar Kjartans við athugasemd Óskars sé því marklaust. „Mér sýnist þetta snúast frekar um að alþjóðlegir bankar séu betri samstarfsaðilar en Geysir Green.“ Slæmt sé fyrir ímynd Orkuveit- unnar og orkuútrásar Íslendinga í heild að misvísandi skilaboð berist frá stjórn REI. Svo virðist sem sam- komulag liggi fyrir um virkjun í Djíbúti, segir Óskar, en samt sé fullyrt að samkomulagið sé ekki skuldbindandi. „Mér finnst eins og hugur fylgi ekki máli og það eru af- skaplega slæm skilaboð frá jafn stóru og öflugu fyrirtæki og Orku- veita Reykjavíkur er.“ Skipt um skoðun varðandi útrásina?  Segir Kjartan Magnússon vinna samviskusamlega að verkefnum Hauks Leóssonar Veldur enn deilum Óskar Bergs- son segir sjálfstæðismenn brjóta gegn yfirlýstri meginreglu.➤ Stjórnarformaður OR segir aðáhætta OR vegna verkefna REI í Djíbúti hafi verið tak- mörkuð með því að erlendir aðilar fjármagni bróðurpart verkefnisins. ➤ Borgarfulltrúi Framsókn-arflokks segir sömu rök hafa verið notuð fyrir því að sam- eina REI og GGE í október. ➤ Hann sakar borgarfulltrúasjálfstæðismanna um að brjóta gegn yfirlýstri meg- inreglu sinni. ÁGREININGURINN Hrefnuveiðimenn undirbúa nú veiðar í sumar. Gunnar Bergmann Jónsson, fram- kvæmdastjóri Félags hrefnu- veiðimanna, segir að ekki sé búið að gefa út kvóta en fram hafi komið opinberlega hjá sjávarútvegsráðherra að ekki verði staðið í vegi fyrir hrefnuveiðum fyrir innan- landsmarkað. Í fyrra voru veiddar 45 hrefnur, þar af 39 vegna vísindaverkefnis Haf- rannsóknastofnunar og 6 í at- vinnuskyni. Hrefnuveiðimenn Farnir að und- irbúa veiðar STUTT ● Bílvelta Bíll valt á fjórða tím- anum í gær á Nesjavallaleið við Hafravatn. Að sögn lögreglu komst ökumaður sjálfur út úr bifreiðinni, en var svo fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Ekki er vitað nánar um meiðsl öku- mannsins. ● Rán Ungur maður framdi vopnað rán í söluturni við Grettisgötu í fyrrakvöld. Hann huldi andlit sitt með klúti og ógnaði starfsmanni með hnífi. Ræninginn komst undan með fjármuni og sígar- ettur. Hann er ófundinn. Landhelgisgæslunni barst til- kynning klukkan hálfellefu í gær- morgun um að neyðarsendir gæfi frá sér merki á Snæfellsnesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang, björgunarsveitin Lífs- björg í Snæfellsbæ kölluð út og lög- reglu gert viðvart. Stóð leit yfir í um tvo tíma en leitað var bæði á landi og sjó uns neyðarsendir fannst síðdegis, bundinn við rusla- gám á ruslahaugum á Rifi á Snæ- fellsnesi. Málið er í rannsókn. mbl.is Landhelgisgæslan afvegaleidd Neyðarsendir í rusli Umsóknarfrestur er til 30. apríl Kynntu þér námið á www.hr.is Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í verkfræði eða tæknifræði með góðum árangri. Nemendur sem hafa annan bakgrunn úr BSc-námi sínu geta útskrifast með meistara- próf á tilteknum sérsviðum verkfræðinnar, s.s. meistarapróf í framkvæmdastjórnun, umferðar- og skipulagsfræðum, heilbrigðisvísindum o.fl. TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR MEISTARANÁM VIÐ Tækni- og verkfræðideild HR býður meistaranám í • Byggingarverkfræði - Framkvæmdastjórnun - Umferðar- og skipulagsfræðum - Steinsteyputækni - Mannvirkjahönnun • Fjármálaverkfræði • Véla- og rafmagnsverkfræði • Heilbrigðisverkfræði • Líf- og heilbrigðisvísindum • Ákvarðanaverkfræði Höfum leigjendur að ýmsum gerðum íbúðarhúsnæðis á Höfuðborgarsvæðinu. Traustur og faglegur frágangur leigusamninga. Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Íbúðarhúsnæði óskast á leiguskrá nú þegar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.