24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 15
24stundir FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 15 Margrét Sverrisdóttir varkjörin formaður Kven-réttinda- félags Íslands á að- alfundi þess í fyrradag. Fyrir fundinn hafði hins vegar kvisast út að Ásgerður Jóna Flosadóttir hefði mikinn áhuga á þessu embætti. Hafði hún hringt í konur og reynt að fá þær til að mæta á fundinn og kjósa sig. Margrét mun hafa heyrt af þessu og „smalað“ sjálf þannig að „hennar“ konur fylltu nær salinn. Ásgerður mun hafa horfið hljóðlega af vettvangi þeg- ar hún sá samsetninguna í saln- um. Það urðu því engin átök hjá kvenréttindakonunum að þessu sinni. Árni Snævarr, bróðir Sig-ríðar Snævarr sendiherraog mágur Kjartans Gunnarssonar, hefur bæst í hóp öflugra bloggara á netinu. Á vefsíðu sinni í gær segist hann oft vera spurður hvort hann ætli ekki í pólitík. „Svar mitt er æv- inlega það sama að ég geri það ekki af því ég hafi svo mikinn áhuga á stjórnmálum. Það hefur líka verið komið að máli við mig og skorað á mig að fara í forseta- framboð. En það eru hrein ósannindi að báðir sem það gerðu, séu vangefnir. Bara annar þeirra er vangefinn, hinn var bara blankur og vantaði pening fyrir bjór,“ segir Árni. Pétur Gunn- arsson lýsir yfir stuðningi við væntanlegt forsetaframboð Árna. Hann er fundinn, segir Pét-ur á vefsíðu sinni og áþar við mótframbjóð- anda Ólafs Ragnars. „Það er ljóst að ef Árni Snævarr nær kjöri mun hann ekki sækja Ól- ympíuleikana í Kína. Það er helsta baráttumálið að forsetinn fari ekki til Kína. Eins og kunnugt er hefur núverandi forseti ekki fengist til þess að lýsa því yfir að hann ætli að hundsa ólympíuleika kín- versku alræðisstjórnarinnar. Ég hef hingað til kosið Ólaf Ragnar en það er komið meira en nóg af honum. Hann er búinn að vera þarna í 12 ár og virðist telja alveg sjálfsagt að hann reki eigin utan- ríkisstefnu sem byggist á dekri við auðmenn og alræðisstjórnir.“ elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Sigurður Kári Kristjánsson, for- maður menntamálnefndar Alþing- is, hefur lýst því yfir að til umræðu sé innan stjórnarflokkanna að gefa opinberum háskólum heimild til að taka upp skólagjöld. Jafnframt hefur formaðurinn sagt að vaxandi stuðningur sé við það innan Sam- fylkingar að heimila slíka gjald- töku, jafnvel þó að það stangist al- gjörlega á við stefnu Samfylkingarinnar, í það minnsta eins og hún var fram lögð fyrir kosningar. Þar segir m.a. um menntamál: „Stuðla að því að öll- um standi til boða gjaldfrjáls menntun frá og með leikskóla til og með háskóla. Tryggja að skóla- gjöld verði ekki tekin upp í al- mennu grunn- og framhaldsnámi við opinbera háskóla.“ Þetta er nokkuð skýr og skor- inorð yfirlýsing hjá Samfylking- unni sem varla er hægt að mis- skilja, jafnvel þó reynt væri með góðum vilja að gera það. Það kom því á óvart að heyra það frá for- manni menntamálanefndar að það væri aðeins tímaspursmál hvenær skólagjöld í opinberum háskólum yrðu heimiluð. Í viðtali við Frétta- blaðið sl. sunnudag segir Einar Már Sigurðsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar og varaformaður menntamálnefndar, orðrétt um skólagjaldamálið: „Það verkefni sem bíður okkar er að svara þeirri spurningu hvernig við getum jafn- að samkeppnisstöðu háskólanna svo allir sitji við sama borð“ og síð- ar í sama viðtali: „Ég hef þó ekki þá mælistiku að geta hent reiður á það hvort sífellt meiri stuðningur sé um þessar hugmyndir í mínum flokki.“ Hvað á varaformaðurinn við þegar hann í sambandi við um- ræðu um skólagjöld talar um að jafna stöðu háskólanna svo allir sitji við sama borð? Vill hann lækka framlög til einkarekinna skóla eða vill hann heimila opinberum skól- um að taka upp skólagjöld? Hvaða mælistiku vantar varaformanninn til að slá máli á skoðanir þingflokks Samfylkingarinnar um skólagjöld? Er málið svo viðkvæmt innan Sam- fylkingarinnar að þingmenn flokksins vilji ekki eða geti ekki upplýst varaformann menntamál- nefndar og talsmann flokksins í menntamálum um afstöðu sína til þessa mikilvæga máls? Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær spurði ég varaformann menntamálanefndar, samfylking- arþingmanninn Einar Má Sigurðs- son, hver afstaða Samfylkingarinn- ar væri varðandi upptöku skólagjalda og hvort flokkurinn muni yfir höfuð ljá máls á því að veita opinberum háskólum heim- ild til að innheimta skólagjöld. Einnig spurði ég hann þess hvort hann væri sammála því áliti for- manns nefndarinnar að það væri aðeins tímaspursmál hvenær opin- berum háskólum verði gefin heim- ild til aukinnar gjaldtöku. Í svari varaformannsins kom fram að Samfylkingin væri tilbúin til að „skoða málið frá öllum hlið- um fordómalaust“ og væri í raun- inni ekkert heilagt í þeim efnum. Þannig staðfesti Einar Már Sigurð- arson þá stefnubreytingu Samfylk- ingarinnar í menntamálum að opna á skólagjöld í opinberum há- skólum sem var þó fyrir aðeins nokkrum mánuðum talið fráleitt af hálfu flokksins að nefna á nafn. Samfylkingin stendur að og styður frumvarp menntamálaráðherra til laga um opinbera háskóla þar sem m.a. er opnað á auknar gjaldtökur í háskólum og að gjaldtakan eigi að vera „stjórntæki til að stýra eftir- spurn eftir þeirri þjónustu sem um er að ræða hverju sinni“ eins og segir orðrétt í athugasemdum með frumvarpinu. Samfylkingin getur því með engu móti neitað þeirri stefnubreytingu í þessum málum sem merkja má bæði í orðum Ein- ars Más Sigurðssonar, talsmanns flokksins í menntamálum, og í því frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi. Samfylkingin hefur varpað fyrir róða þeim góðu áformum í menntamálum sem hún lagði fyrir kjósendur fyrir tæpu ári. Um það þarf ekki að deila. Höfundur er varaþingmaður Vinstri grænna Styður Samfylkingin skólagjöld? VIÐHORF aBjörn Valur Gíslason Er málið svo viðkvæmt innan Sam- fylking- arinnar að þingmenn vilji ekki eða geti ekki upplýst um af- stöðu sína til þessa mik- ilvæga máls? Innritun og upplýsingar í síma 561 5620. www.schballett.is 4 vikna vornámskeið hefst 26. apríl Upplagt til kynningar fyrir byrjendur. Gallerí Fold · Rauðarárstíg og KringlunniRau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Íslensk list gerir hús að heimili · · · Kristján D avíðsson Listmunauppboð Á Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 27. apríl, kl. 19. Erum að taka á móti verkum núna Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg, virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 Soffía Sæ m undsdóttir Til sölu er 7.3 brl. bátur, 8.6 metrar að lengd og 2.8 á breidd. Smíðaður úr plasti og með Mermaid 77 hestafla vél. Vagn fylgir með. Báturinn er dekk- aður og með perustefni og hefur verið notaður til fiskveiða en selst án kvóta en hefur heimild til þess að fá veiðileyfi í aflamarkskerfi. Grásleppuleyfi getur fylgt með. Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Nánari upplýsingar veitir Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Bátur til sölu

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.