24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Björg Eva Erlendsdóttir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Stundum er gests augað svo ljómandi glöggt. Í íslenzkum stjórnmála-
kreðsum hefur verið talað á þann veg að flokkarnir hafi gert rækilega hreint
fyrir dyrum í fjármálum sínum er samstaða náðist á Alþingi um lög um fjár-
mál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda, sem voru samþykkt í árslok 2006.
Í fyrradag var gerð opinber skýrsla GRECO, samtaka ríkja í Evrópuráðinu
gegn spillingu, um fjármál íslenzkra stjórnmálaflokka. Þar er nýja löggjöfin
reyndar sögð mikið framfaraskref, en matsmenn GRECO finna engu að síð-
ur á henni verulega ágalla, sem þeir leggja til að verði bætt úr.
Ein veigamesta ábendingin varðar þann greinarmun, sem gerður er á
framlögum til stjórnmálaflokka og frambjóðenda eftir því hvort um fyr-
irtæki eða einstakling er að ræða. Eingöngu er nú gerð krafa um að fyr-
irtæki, sem styrkja flokkana, séu nafngreind. Rökin fyrir þessu voru að verið
væri að vernda einkalíf einstaklinga, sem styrkja stjórnmálaflokka.
GRECO bendir á það, sem virðist liggja í augum uppi, að almannahags-
munir af því að allt sé uppi á borðinu hljóti að vega þyngra. Þrjú hundruð
þúsund krónur séu heilmiklir peningar og núverandi löggjöf bjóði upp á að
fyrirtæki fari bæði framhjá ákvæðunum um hámarksframlög og um nafn-
greiningu með því að láta stjórnmálamenn hafa mörg framlög í nafni starfs-
manna sinna. Þess vegna eigi að nafngreina alla, sem styrkja stjórnmála-
menn um upphæð yfir ákveðnu marki.
Önnur veigamikil tillaga GRECO er að sömu reglur um gegnsæja fjár-
mögnun kosningabaráttu verði látnar gilda um frambjóðendur til embættis
forseta Íslands og um þá, sem bjóða sig fram til þings og sveitarstjórna. Þetta
er sömuleiðis alveg sjálfsagt. Hlutverk forsetans hefur breytzt og hann er t.d.
farinn að beita sér í þágu viðskiptahagsmuna fyrirtækja. Er þá ekki alveg
sjálfsagt að almenningur fái að vita hverjir fjármagna forsetaframboð?
Löggjöfin um gegnsæja fjármögnun stjórnmálabar-
áttu er nauðsynleg út frá almannahagsmunum en bezt
er hún fyrir stjórnmálamennina sjálfa. Ef allt er uppi á
borðinu, verða þeir ekki grunaðir um að ganga erinda
þeirra, sem styrktu þá til að ná kjöri.
Í kjölfar umræðna um styrki verktaka til borgarfull-
trúa, sem véla um skipulagsmál og lóðaúthlutanir,
spurðu 24 stundir framboð og borgarfulltrúa í Reykja-
vík hvort þeir hefðu þegið styrki af verktakafyrirtækj-
um. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og prófkjör
vegna þeirra voru nýju lögin ekki gengin í gildi. Vand-
ræðagangurinn í sumum svörunum, sem fram koma í
blaðinu í dag, sýnir vel hvað það mun koma stjórn-
málamönnum vel að gegnsæið nái alveg til botns.
Gegnsætt til botns
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Þess vegna getur hinn frjálslyndi
Jón Magnússon ekki lengur leyft
sér að lyfta sér á vængnum og
hugsa frjálst um
evruna eins og
forðum. Nú þarf
hann jafnan að
hnýta fyrirvörum
við ræðu sína til
að hafa Magnús
góðan. Hið villta
glit hins frjálsa
strokuhests sem
stirndi stundum úr augum hans í
upphafi þings er horfið.
Það er kominn léttadrengur á
skútuna, sem vill og fær að stýra
fyrir formanninn. Þannig hefur
Guðjón Arnar taumhald á villi-
stóðinu. Það er stefna Magnúsar
Þórs sem ræður varðandi ESB og
fleira fylgir örugglega á eftir.
Össur Skarphéðinsson
eyjan.is/goto/ossur
BLOGGARINN
Léttadrengurinn
Stóru málin snúa að launum
hefðbundinna kvennastétta, af-
námi launaleyndar, þátttöku
kvenna á öllum
sviðum þjóðlífs-
ins og þá sér-
staklega þar sem
ráðum er ráðið.
Þar sem kjötkatl-
arnir eru heit-
astir. Ekki síður
fer að verða ákaf-
lega áríðandi að
skoða vinnuálag ungra kvenna
með lítil börn, allt of stutt fæð-
ingarorlof, mikla atvinnuþátt-
töku og fjölda barna per konu.
Allt þetta þarf að skoða í sam-
hengi og færa inn á hið pólitíska
svið. Hversdagsleg tilvera ís-
lenskra kvenna á barneignaraldri
er þrungin álagi …
Oddný Sturludóttir
oddny.eyjan.is
Álag mæðra
Hvernig stendur á því að fjölmörg
hús standa auð þar sem blómleg
starfsemi og falleg hús ættu að
vera? Það er vegna
kotungshugs-
unarháttar meiri-
hluta borg-
arstjórnar í
Reykjavík sem
markvisst stefnir
að því með úr-
ræðaleysi sínu í
skipulagsmálum
miðborgarsvæðisins og báru-
járnsbyltingarinnar að meina eig-
endum fasteigna t.d. við Laugaveg
og Hverfisgötu að byggja fallegar
látlausar byggingar við þessar göt-
ur í staðinn fyrir kofana. Mið-
borgin hefur verið í herkví kyrr-
stöðufólks sem er smám saman að
flæma allt líf úr miðborginni …
Jón Magnússon
jonmagnusson.blog.is
Kotungsbragur
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@24stundir.is
„Það á ekki að taka mark á stúdentum
sem mótmæla þeim (skólagjöldum), þeir
eru bara í hagsmunabaráttu.“ Þessi setning hrundi inn
á bloggsíðu áberandi netverja þegar umræða um upp-
töku skólagjalda í Háskóla Íslands fór af stað nýverið í
kjölfar frumvarps sem lagt var fyrir þingheim 3. apríl
sl. Frumvarpið á í heild sinni að einfalda stjórnsýslu
háskólans fyrir sameiningu HÍ og KHÍ nú í sumar. Í
því er kveðið á um utanaðkomandi meirihluta í há-
skólaráði, æðsta ákvarðanatökuvaldi háskólans, sem
og glufu til hækkunar skráningargjalda og þar með
upptöku skólagjalda. Það að enginn stúdent hafi verið
hafður með í ráðum við gerð og útbúning frumvarps-
ins, sem hefur jafnveigamiklar breytingar á háskóla-
samfélaginu öllu og verið getur er í hæsta máta und-
arlegt. Jafnundarlegt og að lýsa því yfir opinberlega að
við stúdentar séum ekki gjaldgengir í umræðu um
framtíðarstefnu Háskóla Íslands. Sérlega með þeim
rökum að við séum „bara í hagsmunabaráttu“ og þess
vegna beri að afskrifa fljótlega hugmyndir varðandi
framtíðarmótun háskólasamfélagsins og þjóðfélagsins
sem við hyggjumst skapa. Er þar með verið að mælast
til þess að ummæli allra þeirra fylkinga, aðila og flokka
sem eru „bara í hagsmunabaráttu“ verði felld út, af
þeirri ástæðu að þeir aðilar hafa hagsmuna að gæta?
Og við það vaknar spurningin: hver hefur ekki hags-
muna að gæta þegar horft er til Háskóla Íslands og
þess þekkingarakkeris þjóðfélagsins sem hann óum-
deilanlega er, og þar með gjaldgengur í umræðu um
framtíð hans? Auðvitað erum við stúdentar í hags-
munabaráttu og vegferð til betri og bættari háskóla,
rétt eins og rektor og alþingismenn,
það veit það hver manneskja. En því
má hins vegar aldrei gleyma að það
erum við, stúdentar, sem höfum
langmestra hagsmuna að gæta þegar
kemur að málefnum háskólans. Og
einmitt af þeirri einföldu ástæðu ætt-
um við að vera með í hverri ákvörðun
sem tekin er um HÍ, innan hans sem
utan. Vegna þess að við stúdentar er-
um Háskóli Íslands eða hann væri að
minnsta kosti ekkert án okkar.
Höfundur er formaður Stúdentaráðs
Á að þagga niður skoðanir?
ÁLIT
Björg
Magnúsdóttir
bjorgmagn-
us@gmail.com