24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 17.04.2008, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 24stundir Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Þessa dagana taka fjölmargir lands- menn aftur fram hjólhestana sína eftir nokkuð langan og kaldan vet- ur. Pétur Þór Ragnarsson, formað- ur Íslenska fjallahjólaklúbbsins, segir það tilfinningu sína að hjól- reiðafólki fari mjög fjölgandi þetta árið, enda fullt tilefni til. Hann var- ar þó við því að æða af stað í hjól- túr að vori án þess að athuga fyrst hvort ekki sé örugglega allt í fínu standi. „Maður þarf ekki að vera neinn sérfræðingur í hjólaviðgerð- um til þess að geta yfirfarið hjólin heldur er nóg að hafa fengið smá- leiðsögn um helstu atriði sem þarf að hafa í huga,“ segir hann en klúbburinn býður upp á viðgerða- námskeið fyrir byrjendur í klúbb- húsinu að Brekkustíg 2 klukkan 20 í kvöld. „Í raun er ótrúlega margt sem hinn almenni hjólaeigandi ætti að geta gert sjálfur og það er síst van- þörf á slíku núna þegar biðin eftir hjólaviðgerð getur orðið löng.“ Alltaf hægt Aðspurður um aðstæður til hjólaiðkunar á höfuðborgarsvæð- inu segir hann að þeim sé vissulega ábótavant. „Það fer þó mjög mikið eftir því hvaða leið fólk er að fara. Til dæmis er mjög bein og greið leið frá Árbænum og niður í miðbæ en um leið og menn ætla að hjóla til dæmis frá Árbæ og upp í Grafarholtið þurfa þeir að taka stóran krók á leið sína,“ bendir hann á. Hann bætir því við að sjálf- ur sé hann bíllaus og setji það ekki fyrir sig að hjóla allra sinna ferða allan ársins hring. „Ég er yfirleitt með aukaföt í vinnunni ef ske kynni að ég skyldi blotna á leiðinni og passa alltaf að klæða mig eftir veðri.“ Hjóla á götunni Víða í nágrannalöndunum eru aðstæður til hjólaiðkunar mun hagstæðari en hér á landi. Í borg- um og bæjum í Danmörku og Þýskalandi liggja til dæmis sérstak- ir hjólastígar gjarnan meðfram göt- um og gangstéttum, en Pétur segir að sér lítist enn betur á þá leið sem farin er víða í Bretlandi. „Þar eru settar merkingar á göturnar sem gefa til kynna að hjólreiðamenn eru í jafnmiklum rétti og öku- mennirnir sjálfir. Hér á landi tel ég að hjólreiðamenn ættu að hjóla á götunum í stað gangstéttanna, að minnsta kosti ef þeir nota hjólið sem samgöngutæki og hjóla á 30 til 40 kílómetra hraða. Slíkur hraði á hjóli á ekki heima innan um gang- andi vegfarendur. Mun betra er að halda sig við hægri kant gatnanna. Þá sjá ökumenn vel til manns og geta alltaf keyrt framhjá manni. Ég tek þó fram að enginn ætti að hjóla á stóru stofnbrautunum á borð við Miklubraut, slíkt væri of áhættu- samt.“ Á götunni Pétur Þór segir oft betra að hjóla á götu en gangstétt. Að ýmsu þarf að huga áður en haldið er af stað á hjóli Hjólin dregin fram úr geymslunum Miserfitt getur verið að komast leiðar sinnar á hjóli í borginni. Formaður Íslenska fjallahjóla- klúbbsins segist þó ekki setja það fyrir sig að hjóla allan ársins hring. ➤ Íslenski fjallahjólaklúbburinnsamanstendur af hópi fólks sem hefur hjólreiðamenn- ingu að áhugamáli, vill auka veg reiðhjólsins sem sam- göngutækis og vinnur að bættri aðstöðu hjólreiðafólks til samgangna. ➤ Heimasíða klúbbsins er áfjallahjolaklubbur.is. KLÚBBURINN Á vef Reykjavíkurborgar má finna ítarleg kort yfir göngu- og hjólastíga í borginni. Hægt er að nálgast kortin með því að slá inn slóðina rvk.is, smella á „Styttu þér leið“ og velja þar „Fram- kvæmdir“ undir fyrirsögninni „Málaflokkar“. Þá er hægt að smella á kortasíðu framkvæmda- og eignasviðs og skoða götukort sem og kort yfir göngu- og hjóla- leiðir Reykjavíkur. Göngu- og hjólreiðastígar Fólk í tjaldútilegu veit ekki alltaf hvort það má tjalda á tilteknum stöðum á landinu, enda liggur slíkt oft ekki í augum uppi. Áður en haldið er af stað í útilegu getur verið gott að kíkja á hvað lands- lög hafa um málið að segja. 20. grein laga um náttúruvernd frá 1999 hefur yfirskriftina Heimild til að tjalda. Hvar má tjalda og hvar ekki? Afþreying í Gufunesi Blóðberg er ekki bara falleg jurt heldur er það jafnframt til margra hluta nyt- samlegt. Blóð- bergsbreiðurnar verða oft áber- andi í júní og júlí og jafnvel fram í ágúst. Fátt er betur við hæfi en að blanda sér gott blóðbergste eftir gönguferðir í náttúrunni, og svo þykir mörg- um gott að blanda blóðbergi út í salat og nota sem krydd á grill- kjöt. Fallegt og bragðgott Góður sjónauki getur komið sér afar vel á göngu- ferðum um nátt- úruna, ekki síst ef göngumaður hyggst nota tæki- færið og skoða fugla í leiðinni. Þessi netti, 280 gramma sjónauki fæst í Veiðihorninu við Síðumúla og kostar 6.995 krónur. Hlauparar sem hafa unun af því að njóta fallegrar náttúru á með- an þeir spretta úr spori geta enn skráð sig í Mývatnsmaraþonið sem fram fer 31. maí næstkom- andi. Skráning og skipulag er í höndum Mývatnsstofu í síma 464-4390 og á infomyvatn@est.is. Hlaupið við Mývatn VORIÐÚTIVIST lifsstill@24stundir.is a Þar eru settar merkingar á göturnar sem gefa til kynna að hjólreiðamenn eru í jafnmiklum rétti og ökumennirnir sjálfir. Reykjavíkurborg hefur und- irritað samning við Fjörefli ehf. um afnot af landspildu í Gufu- nesi til að koma upp afþreyingar- og þjónustumiðstöð. Fjörefli ehf. mun starfrækja ýmiss konar af- þreyingarstarfsemi á svæðinu og einnig er fyrirhuguð æfingaað- staða fyrir golfáhugamenn bæði innandyra og utan. Á myndinni má sjá Eyþór Guð- jónsson, framkvæmdastjóra Fjör- eflis, Ólaf F. Magnússon borg- arstjóra og Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Fjörefli undirrita samstarfssamninginn. Betra útsýni á göngunni

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.