24 stundir - 08.05.2008, Blaðsíða 5

24 stundir - 08.05.2008, Blaðsíða 5
Áhugaverð störf í Varmárskóla www.mos . i s mosfellsbær er ört stækkandi bæjarfélag og eru íbúar á níunda þúsund. alls staðar er stutt í ósnortna náttúru og fallegt umhverfi. í mosfellsbæ er blómlegt íþrótta-, tómstunda- og menningarlíf. auk þess státar bæjarfélagið af öflugu skólastarfi. sveitarfélagið stefnir að því að vera í fararbroddi við uppbyggingu skóla. einkunnar- orð mosfellsbæjar eru: virðing-jákvæðni-framsækni-umhyggja. Ú TG ER Ð IN · A 3 / H G M vegna aukinna umsvifa sem verða við sameiningu leikskóladeildar og heilsdagsskóla við grunnskól- ann, vegna skipulagsbreytinga, aukins svigrúms í skólastarfi og margvíslegra þróunarverkefna opnast tækifæri til að ráða hæft starfsfólk til samstarfs við hið öfluga starfslið varmárskóla í mosfellsbæ. kennara vantar í eftirtalin fög: • Tungumál • Stærðfræði • Náttúrufræði • Upplýsingatækni • Verkgreinar (smíði og textíl) • Umsjónarkennara á miðstigi • Umsjónarkennara á yngsta stigi • Sérkennslu einnig vantar okkur: • Þroskaþjálfa • Stuðningsfulltrúa • Skólaliða • Leikskólakennara eða annan uppeldismenntaðan starfsmann • Umsjónarmann frístundarsels - uppeldismenntun æskileg • Starfsmenn í hlutastörf í frístundaseli Við leitum enn fremur að verkefna- eða deildarstjórum á tveimur sviðum: verkefnastjóri/deildarstjóri a Verkefni meðal annars: • Innleiðing hegðunarstjórnunarkerfis • Ferlamál – samskiptamál • Foreldrasamskipti • Umsjón með nemendaráði • Umsjón með þróunarverkefnum skólans • Hluti af stjórnunarteymi skólans verkefnastjóri/deildarstjóri b Verkefni meðal annars: • Umsjón með yngsta- og miðstigi • Umsjón með samvinnu fimm ára deildar við yngsta stigið • Skipulagning heilsdagsskóla • Þróun útikennslu og heilsueflingar skólans • Hluti af stjórnunarteymi skólans Leitað er að starfsmanni með kennaramenntun eða sambærilega grunnmenntun. Þá er æskilegt að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun og framhaldsmenntun. Í Varmárskóla fer fram mikið og öflugt þróunarstarf m.a. í stærðfræði og einstaklingsmiðuðu skólastarfi. Töluverð samskipti eru við erlenda skóla. Þá er stefnt að öflugu starfi í umhverfismennt, heilbrigði og hollustu á næsta skólaári. Við leitum að konum sem körlum sem hafa ánægju af að vinna með börnum og skemmtilegu og faglegu samstarfsfólki. Stefnt er að því að auka útikennslu í fögru umhverfi Varmárskóla og vel útbúinni íþróttaaðstöðu sem þar er. Verið er að hanna glæsilegt útikennslusvæði og Ævintýragarður Mosfellsbæjar verður við túnfótinn hjá okkur. nánari upplýsingar veita þórhildur elfarsdóttir skólastjóri í síma 525 0700 og 863 3297 (thorhildur@varmarskoli.is) og þóranna rósa ólafsdóttir skólastjóri í síma 525 0700 og 899 8465 (thoranna@varmarskoli.is). upplýsingar um stöðu leikskólakennara veitir steinunn geirdal aðstoðarleikskólastjóri í síma 694 7383 eða 699 0918 (steinunn@varmarskoli.is).

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.