24 stundir - 08.05.2008, Blaðsíða 32
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
í dag
Fimmtudagur 8. maí 2008
Hið konunglega fjelag
verður lagt niður því fé-
lagsmönnum er aldrei boð-
ið í konunglegar veislur.
» Meira í Morgunblaðinu
Klökk og spæld
„Það er bara verið að
toga,“ segir Einar Bárð-
arson en ný plata Garðars
Thórs Cortes er væntanleg.
»Meira í Morgunblaðinu
Í ójöfnum leik?
Í leik kjósa menn að
fremja glæpi og drepa fólk.
Verða þeir ónæmir fyrir
ofbeldi fyrir vikið?
» Meira í Morgunblaðinu
Ofbeldi og glæpir
reykjavíkreykjavík
32 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 24stundir
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Markmenn geta enst endalaust ef þeir
hugsa vel um líkamann. Ég er með samn-
ing við Val til 2010 þannig að ég er ekkert á
þeim buxunum að fara að hætta.
Eftir Viggó I. Jónasson
viggo@24stundir.is
„Það sem við erum að reyna að
gera er að skapa vettvang fyrir
hönnuði til að koma vörunum sín-
um á framfæri,“ segir Kjartan
Sturluson en hann, ásamt Ingva
Þór Guðmundssyni, opnaði fyrir
skömmu netverslunina Birki-
land.com þar sem áhugasamir að-
ilar, jafnt íslenskir sem erlendir,
geta fjárfest í vandaðri íslenskri
hönnun.
Kjartan er kannski ekki vel
þekktur í hinum íslenska hönn-
unarheimi en í íþróttaheiminum
er hann vel þekktur, enda mark-
vörður í knattspyrnuliði Íslands-
meistara Vals.
Stærsti markaðurinn erlendis
Kjartan segir að tilgangurinn
með netversluninni sé fyrst og
fremst sá að ná augum erlendra
aðila, enda metur hann það svo að
þar sé stærsti markaðurinn. Hann
bætir við að þó svo að verslunin
hafi ekki verið lengi á netinu hafi
þeir félagar þegar fengið góðar við-
tökur.
„Við höfum fengið alveg ótrú-
lega góðar viðtökur. Eftir að fólk
fór að frétta af þessu þá hafa fjöl-
margir hönnuðir haft samband við
okkur af fyrra bragði og vilja taka
þátt. Við finnum alveg að það er
þörf fyrir þetta.“
Það finnst eflaust mörgum vera
langur vegur frá því að standa á
milli stanganna á knattspyrnu-
marki og að versla með hönnun á
netinu. Kjartan segir þó að þetta
hafi legið beint við í sínu tilfelli.
„Ég er viðskiptafræðingur frá Há-
skóla Íslands. Svo ákvað ég að fara
í framhaldsnám, tók mér frí árið
2004, fór til Mílanó og lærði þar
hönnunarstjórnun. Þannig að
þetta lá beinast við.“ Hann segir að
eftir að heim var komið og boltinn
var farinn að rúlla á ný hafi hann
leitað að vettvangi til að nýta nám
sitt og þá hafi hugmyndin um net-
verslunina birst.
Markverðir geta enst endalaust
Kjartan þvertekur fyrir það að
með því að setja þessa netverslun á
laggirnir sé hann að leggja grunn-
inn að því að hætta afskiptum sín-
um af knattspyrnu. Hanskarnir eru
ekki á leiðinni á hilluna, andstæð-
ingum Vals eflaust til mikillar
gremju.
„Nei, nei, ég á fjögur góð ár eftir
í fótboltanum. Markmenn geta
enst endalaust ef þeir hugsa vel um
líkamann. Ég er með samning við
Val til 2010 þannig að ég er ekkert
á þeim buxunum að fara að
hætta.“
Kjartan Sturluson ekki við eina fjölina felldur
Markvörður selur
íslenska hönnun
➤ Kjartan hefur leikið 4 A-landsleiki og fengið á sig ein-
ungis eitt mark.
➤ Hann hóf knattspyrnuferilsinn með Fylki árið 1994 og
lék í Árbænum til ársins 2003.
➤ Hann hefur tvisvar sinnum lit-ið rauða spjaldið á ferlinum.
KJARTAN STURLUSON
Markvörður Vals, Kjartan
Sturluson, hefur opnað
netverslunina Birki-
land.com þar sem íslensk
hönnun er til sölu. Hann
vill skapa vettvang þar
sem hönnuðir geta komið
sér á framfæri.
Fjölhæfur Kjart-
an Svífur milli
stanganna og
selur íslenska
hönnun á netinu.
24stundir/Frikki
MYNDASÖGUR
Aðþrengdur
JÚ ÞÚ ERT MEÐ ÞAÐ. EKKI SÝNA ÞAÐ ÞÁ
BREIÐIST ÞAÐ ÚT.
Bizzaró
Bizzaró
Þegar ég var ungur, þá var fjöldinn allur af
fólki eins og ég enn lífandi, allir í heiminum voru
ungir og „Madonna“ var stytta í kirkjunni.
Ekki hoppa Bubbi
minn! Vorið er
alveg handan við
hornið!
Ég lofa þér því!