24 stundir - 08.05.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 08.05.2008, Blaðsíða 6
Ungmennafélag Lítill hluti herbergja verður sérstaklega ætlaður félagsmönnum. 6 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 24stundir Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 21 árs karlmann til greiðslu 100 þús- und króna sektar og tveggja mán- aða ökuleyf- issviptingar fyrir að hafa tvívegis ekið bíl um bíla- plan N1 á Sel- fossi í september síðastliðnum, reykspólandi og á hættulegan hátt í kringum bensíndælur. Í dómi segir að reykur og ískur hafi hlotist af athæfinu og næt- urró verið raskað. aí Karlmaður dæmdur Reykspólandi hjá dælunum Jakob Frímann Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri miðborgarmála í Reykjavík. Staðan heyrir beint undir borgarstjóra og mun Jakob samtals hljóta 861 þús- und krónur í laun, að meðtöldum launum sem hann hlýtur vegna setu sinnar í nefndum á vegum borg- arinnar. „Ég veit ekki um neinn annan sem er á svona launum hjá Ráðhús- inu,“ segir Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi VG. Hún segir að far- ið hafi verið á svig við hefðbundnar ráðningaraðferð- ir. „Staðan er ekki auglýst og hann ekki tekinn í við- tal. Þetta heitir pólitísk vinavæð- ing.“ Jakob var á framboðslista Ís- landshreyfingarinnar, sem borgar- stjóri studdi fyrir síðustu þingkosn- ingar. hos Gagnrýnir ráðningu nýs miðborgarstjóra „Þetta heitir póli- tísk vinavæðing“ Það er Stærsta dreifikerfið er komið – stærra og fullkomnara á leiðinni Stelpur - Konur / Staðurinn - Ræktin E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Vertu velkomin í okkar hóp! Innritun í síma 581 3730 TT-1 Stutt og strangt! Námskeiðin hefjast 18. maí Þú léttist og styrkist andlega og líkamlega! Átaksnámskeiðin sívinsælu fyrir konur á öllum aldri. • Lokað námskeið 3x í viku í 6 vikur • 8 vikna opið TT-kort sem má leggja inn eftir þörfum allt sumarið • Morgun- og síðdegistímar Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Vertu ígó ummálum! 2 sérsniðin sumar-námskeið! Rope Yoga þrisvar í viku! Námskeiðin hefjast 19. maí Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi. Markviss uppbygging og styrking fyrir líkamann. Sérstök áhersla lögð á miðjuna – kvið og bak. • Morgun,- hádegis- og síðdegistímar 24stundir/Golli Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur gert leigusamning við Ice- landair hotels um rekstur fjöl- skylduhótels að Tryggvagötu 13. UMFÍ fékk vilyrði fyrir úthlutun reitsins í tíð meirihluta Framsókn- ar- og Sjálfstæðisflokks í borgar- stjórn. UMFÍ vill reisa 6 hæða gisti- heimili á reitnum með 117 herbergjum. Flest herbergi leigð almenningi Að sögn Helgu G. Guðjónsdótt- ir, formanns UMFÍ, mun ung- mennafélagið reka hluta gistiheim- ilisins sjálft og reiknar hún með að í þeim hluta verði 20 til 30 her- bergi. „Þar getur okkar félagsfólk fengið gistingu, t.d. hópar sem koma utan af landi.“ Icelandair hotels mun sjá um rekstur hinna herbergjanna, um 70 til 80 talsins. Sá hluti verður ekki nýttur undir ungmennafélagsstörf, heldur mun almenningur geta leigt sér þar fjölskylduherbergi, segir Helga. Vilyrðið verði endurskoðað „Ég sé ekki betur en að það sé ástæða til að endurskoða vilyrði um úthlutun ef UMFÍ ætlar sér ekki að nýta lóðina í eigin þágu,“ segir Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn. Hún segir það ekki verkefni borgarinnar að afhenda á spottprís lóðir sem notaðar eru til hótelreksturs. Á fundi skipulagsráðs í gær- morgun lagði minnihlutinn í borg- arstjórn fram fyrirspurn, þar sem spurt er hvort einhver skilyrði séu fyrir væntanlegri úthlutun um- ræddrar lóðar, hvort UMFÍ sé heimilt að gera samning um hót- elrekstur við Icelandair hotels og hvort ástæða sé til að endurskoða skilmála um úthlutun til UMFÍ fyrst ekki standi til að nýta húsið til ungmennafélagsstarfa. Beðið eftir fjármagni Til stóð að fjölskyldugistingin yrði tekin í notkun haustið 2009, en vegna aðstæðna í efnahagslífinu frestast það. „Við erum í biðstöðu eins og aðrir, en erum að reyna að fá fjármagn til byggingarinnar,“ segir Helga. UMFÍ vill fara í hót- elrekstur  20 til 30 herbergi af 117 á Tryggvagötu 13 verða nýtt fyrir félagsmenn UMFÍ ➤ UMFÍ fékk vilyrði fyrir út-hlutun lóðar að Tryggvagötu 13 í tíð meirihluta framsókn- armanna og Sjálfstæð- isflokks. ➤ UMFÍ vill reisa hótel með 117herbergjum og verða öll nema 20 til 30 leigð almenn- ingi. TRYGGVAGATA 13

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.