24 stundir - 08.05.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 08.05.2008, Blaðsíða 15
24stundir FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 15 Það hefur ekki mikið fariðfyrir Birni Inga Hrafns-syni eftir að hann sagði skilið við borgarpólitík- ina. Hann unir hins vegar hag sínum vel sem blaðamaður á Markaðnum, við- skiptablaði Fréttablaðsins. Björn Ingi er hins vegar spenntur fyrir haustinu en þá fer hann í loftið með nýjan sjónvarpsþátt á Stöð 2 í anda Silfurs Egils. Þar ætlar Björn Ingi að taka pólitíkusa á beinið, sem varla er vanþörf á, en sjálfur hefur hann verið sá gestur sem hvað oftast hefur mætt í Silfrið. Egill Helgason missir því einn af uppáhaldsgestum sínum og fær hann að auki í samkeppni. Fjör í pólitískri umræðu í haust. Borgarstjórnarfundur ífyrrakvöld virðist hafa far-ið úr böndunum, enda dróst hann á langinn. Þegar líða tók að miðnætti fóru menn að mis- mæla sig illilega auk þess sem flissað var í salnum eins og í unglingabekk þar sem stelpur hópa sig saman. Það var síðan eftir miðnætti að borgarstjórnarflokk- urinn ákvað að taka tilboði minnihlutans, sem kallar sig Betri helminginn, um að taka þátt í keppni um hvort lið hjólar fleiri daga og fleiri kílómetra í vinnuna meðan á átakinu „Hjólað í vinn- una“ stendur. Dofri Her- mannsson bloggar um þetta og lýsir yfir ánægju sinni með fram- takið en sjálfur hjólaði hann í gærmorgun úr Grafarvoginum. Það hefur hvílt mikil leyndyfir því hvað stjörnukokk-urinn Siggi Hall ætlar að taka sér fyrir hendur en hann hætti með veitinga- hús sitt Hjá Sigga Hall fyrir allnokkru. Nú hefur komið í ljós að Siggi er að opna sjávarréttastað í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar ásamt grænmet- iskokknum Sæmundi Kristjáns- syni. Á staðnum verða í boði sjávar- og grænmetisréttir. Veit- ingastaðurinn, sem verður opn- aður í sumar, verður nýtískulegur og í anda þess alþjóðlega and- rúmslofts sem ríkir í flugstöðinni, að því er segir á vef flugstöðv- arinnar. Vonandi að verðið verði fyrir buddu alþýðunnar en margir kvarta yfir hækkandi verðlagi í flugstöðinni. elin@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Ekkert eitt vandamál í íslensku efnahagslífi er mikilvægara en bar- áttan við verðbólguna. Til lítils er að semja um kaup og kjör ef verð- bólgan fer úr böndunum og fjár- hagur heimilanna raskast verulega og veldur aukinni hættu á gjald- þrotum ef ekki verður hratt unnið á henni. Ekki er um að villast að verðbólgudraugurinn er kominn aftur á kreik og samhent átak þarf til að kveða hann niður. Frumorsök verðbólgunnar er óhófleg þensla undangenginna ára. Í galopnu hagkerfi hefur sjálfstæð peningastefna Seðlabankans lítil áhrif á raunverulega efnahagsstarf- semi. Um skeið tókst að halda aft- ur af verðbólgunni með háu vaxta- stigi. Þó tókst ekki að létta á verðbólguþrýstingnum, hann var einungis geymdur í formi of hás gengis. Ástandið þoldi ekki stór- felld áföll í fjármálaheiminum, blaðran sprakk og verðbólguflóðið skall á þjóðinni. Stundum er sagt að skýringin á hömluleysi þjóðarinnar í fjármál- um sé því um að kenna hve ungt fólk stýrir helstu fyrirtækjum og að lítið sé hlustað á reynslurök. Það er þó ofsögum sagt að unga kynslóð- in í dag beri ekki skynbragð á verðbólgu. Að minnsta kosti er það ekki reynslan á mínu heimili. Dóttir mín 9 ára hefur miklar áhyggjur af verðbólgunni, enda eini almennilegi sparifjáreigandinn á heimilinu. Henni stendur ekki á sama um neikvæða raunávöxtun í sparibauknum sem verðbólgan veldur. Já, verðbólgan hún étur litlu börnin sín, sungu Hrekkju- svínin. Er nema von að börn séu óttaslegin við þessar aðstæður. Dóttir mín veit reyndar líka hvernig á að vinna bug á verðbólg- unni. Það er að minnsta kosti sam- eiginlegur skilningur okkar feðgina að frumorsök verðbólgu er sú að fólk og fyrirtæki eyða meiru en þau afla. Við þurfum því að draga úr eyðslunni til að draga tennurn- ar úr „verðbólguskrímslinu“. Ein- falt ekki satt og auðskiljanlegt. Vinsælli teljast þó aðferðir sem ekkert snerta mann sjálfan. Lækk- un á hinu og þessu gjaldinu er til að mynda nærtæk skyndilausn. Slíkt er þó sjaldnast nema tilfærsla á fjármunum frá skattgreiðendum til neytenda. Óljóst er hverjir græða á þeim býttum. Frekari skattalækkanir en þegar hafa verið boðaðar eru aukinheldur þenslu- hvetjandi og lítt til þess fallnar að draga úr eyðslu. Fleiri töfralausnir eru vafalaust nærtækar en flestar eiga þær það sammerkt að byggja á þeirri forsendu að tveir plús tveir geri fimm. Af eðlilegum ástæðum skilur dóttir mín ekkert í slíkri vit- leysu. Það var ánægjulegt hve sam- stilltir fulltrúar hins opinbera og helstu samtaka á vinnumarkaði voru að loknum fundi sínum í Ráðherrabústaðnum á miðviku- daginn. Engar skyndilausnir voru boðaðar að sinni, enda þær ekki til. Þess í stað sett af stað sameig- inleg vinna við greiningu á vand- anum og úrlausnum sem virka. Á sama tíma og ábyrg stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins lýsa yfir samstöðu virkjar stjórnarand- staðan óánægjukórinn. Að sjálf- sögðu geta stjórnvöld ekki kveink- að sér undan því þótt óánægja sé með slæmar efnahagshorfur. Efna- hagsástandið er og verður ofarlega í hugum fólks, einkum í niður- sveiflu og því verður ekki breytt. Það er þó ábyrgðarhluti að ala sér- staklega á óánægjunni og gefa fólki falskar vonir um einfaldar lausnir á erfiðum úrlausnarefnum. Sérstaka athygli vekur málflutn- ingur Framsóknarflokksins sem er að stórum hluta ábyrgur fyrir því ójafnvægi sem ríkt hefur í efna- hagsmálum undanfarin ár og þeim vanda sem sprunginni eignaverðs- bólu fylgir. Væri ekki meiri sómi að því að sýna samstöðu með ábyrgum stjórnmálamönnum og aðilum vinnumarkaðarins sem glíma við erfiða stöðu? Hefur ein- hver trú á því að efnahagsmálum þjóðarinnar væri betur komið í höndum Framsóknarflokks Guðna Ágústssonar? Höfundur er aðstoðarmaður við- skiptaráðherra Vandinn með verðbólguna VIÐHORF aJón Þór Sturluson Á sama tíma og ábyrg stjórnvöld og aðilar vinnu- markaðarins lýsa yfir sam- stöðu virkjar stjórnarandstaðan óánægjukórinn. Útsala Útsala Útsala Útsasala ala Útsala Útsala Útsala Hrein orka Hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkunotkun er 72% á Íslandi en um 6-7% innan Evrópusam- bandsins og um 13% á heimsvísu. www.samorka/dagurvatnsins.is Afgreiðslustarf Þórsbakarí bistró Ármúla 21 Afgreiðslustarf í boði fyrir viðmótsþýðan, hressan og snyrtilegan starfskraft sem elskar að bjóða fram góðan mat, frábær og holl brauð og ómótstæðilegar kökur. Framtíðarstarf. Hringið í síma 588 0780 milli kl. 9 og 12.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.