24 stundir - 08.05.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 24stundir
KOLLAOGKÚLTÚRINN
kolbrun@24stundir.is a
Það er einungis ein
hamingja í lífinu, að
elska og vera elskaður.
George Sand
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@24stundir.is
Rafn Hafnfjörð sýnir þessa dagana
í Start Art á Laugavegi ljósmyndir
af Dverghömrum á Síðu. Mynd-
irnar eru frá þessu ári og því síð-
asta. „Þær eru örlítið brot af þeim
undraheimi sem Ísland býr yfir,“
segir hann.
Rafn, sem verður áttræður á
þessu ári, er kunnur hér á landi og
erlendis fyrir ljósmyndir sínar.
Áhugi hans á íslenskri náttúru
hefur fylgt honum frá barnæsku.
Form og litir
„Æskuheimili mitt var í ná-
grenni við Hamarinn í Hafnar-
firði. Um átta ára aldur fór ég að
sækja þangað og horfa á þau fjöl-
breyttu form og liti sem þar er að
finna,“ segir hann. „Þangað var
gott að leita og láta hugann reika
með ómótaðar hugleiðingar um
framtíðina. Ég leitaði einnig af-
dreps fyrir regni og roki í skjóli
við klettana, talaði við steinana og
las í mosaskófirnar. Þetta var minn
griðastaður og töfraheimur. Augu
mín opnuðust fyrir því smáa í
náttúrunni. Allar götur síðan hafa
ferðir út í náttúruna verið mín
lífsfylling og þá helst með veiði-
stöngina á annarri öxlinni og
myndavélina á hinni.“
Mikilvæg landkynning
Áhugi Rafns á ljósmyndun
vaknaði þegar hann fékk myndavél
í fermingargjöf. „Ég byrjaði strax
að nota myndavélina til að tjá til-
finningar mínar og sótti mjög í að
mynda landslagið,“ segir Rafn.
Rafn stofnaði árið 1954 prent-
smiðjuna Litbrá og hóf markvisst
að ljósmynda náttúru Íslands árið
1960 í þeim tilgangi að kynna Ís-
land erlendis. „Ég fór út í náttúr-
una um helgar og tók landslags-
myndir. Myndir af fossum,
fjöllum og hverasvæðum sem fóru
í kynningarbæklinga, fyrst fyrir
Loftleiðir og síðan fyrir Ferðaskrif-
stofu ríkisins og aðrar ferðaskrif-
stofur. Ég fékk gríðarlega góð við-
brögð við þessum myndum og
þær voru miklu meiri landkynn-
ing en margir átta sig á,“ segir
Rafn.
Á ferlinum hefur hann tekið
tugi þúsunda mynda og er enn að.
„Ég kann ekki að útskýra ljós-
myndaáhuga minn. Hann hefur
fylgt mér í gegnum lífið. Það eina
sem ég get sagt er að hann veitir
mér lífsfyllingu,“ segir hann.
Rafn Hafnfjörð „Ég kann ekki að
útskýra ljósmyndaáhuga minn.“
Rafn Hafnfjörð sýnir ljósmyndir af Dverghömrum
Undraheimar Íslands
➤ Rafn var einn af sjö stofn-endum Litla ljósmynda-
klúbbsins árið 1955 og hélt
ásamt fjórum félögum sínum
fræga ljósmyndasýningu í
Bogasalnum árið 1966.
➤ Bókaforlagið Salka gefur útbókina Focus on Iceland með
600 myndum eftir Rafn. Ari
Trausti Guðmundsson skrifar
texta bókarinnar.
MAÐURINN
Rafn Hafnfjörð sýnir í
Start Art ljósmyndir af
Dverghömrum. „Þær eru
örlítið brot af þeim
undraheimi sem Ísland
býr yfir,“ segir hann um
myndirnar.
Ein af myndum Rafns í Start Art
„Þær eru örlítið brot af þeim undra-
heimi sem Ísland býr yfir,“ segir hann
um myndirnar.
24stundir/G.Rúnar
Á þessum degi árið 1986 varð Clint Eastwood
bæjarstjóri í Carmel. Hann skellti sér í kosningabar-
áttu á síðustu stundu en fékk 72,5 prósent greiddra
atkvæða. Laun hans í bæjarstjóraembætti voru 200
dollarar. Carmel er lítill bær í Kaliforníu með 4000
íbúa. Þar er iðandi menningarlíf og íbúar eru vel
stæðir.
Eastwood varð vinsæll bæjarstjóri en ákvað að
gefa ekki kost á sér annað kjörtímabil. Á bæj-
arstjóraárum sínum gerði hann myndirnar Heart-
break Ridge og Bird.
Eastwood hefur verið yfirlýstur repúblikani frá
árinu 1951. Hann studdi Richard Nixon í forseta-
kosningum árið 1968 og Arnold Schwarzenegger
sem ríkisstjóra í Kaliforníu árin 2003 og 2006. Hann
segir mottó sitt í lífinu vera: Fólk á að láta hvert
annað í friði.
Clint verður
bæjarstjóri
MENNINGARMOLINN
AFMÆLI Í DAG
Betty Ford forsetafrú, 1918
Vivienne Westwood
fatahönnuður, 1941
Julian Lennon
tónlistarmaður, 1963
Nýjar vörur
Stærðir 40-60
Opið mán.-fös. 11-18,
lau. 11-15
10. Dvergurinn Rauðgrani
G.T. Rotman
9. Óreiða á striga
Kristín Marja Baldursdóttir
8. Alfinnur álfakóngur
G.T. Rotman
7. Aska
Yrsa Sigurðardóttir
6. Áður en ég dey
Jenny Downham
5. Þúsund bjartar sólir - kilja
Khaled Hosseini
4. Sjortarinn - kilja
James Patterson
3. Dísa ljósálfur
G.T. Rotman
2. Steinsmiðurinn - kilja
Camilla Läckberg
1. Þórarinn Eldjárn - Kvæðasafn
Þórarinn Eldjárn
Listinn er gerður út frá sölu í Eymundsson
og Bókabúð Máls og menningar 30.04.
2008 -06.05.2008.
METSÖLULISTI
Bækur á íslensku
10. After Dark
Haruki Murakami
9. Ghost
Robert Harris
8. Lollipop Shoes
Joanne Harris
7. Witch of Portobello
Paulo Coelho
6. Blood of Flowers
Anita Amirrezvani
5. 501 Must-See Destinations
Bounty Books
4. Bad Luck and Trouble
Lee Child
3. Exit Music
Ian Rankin
2. Good Guy
Dean Koontz
1. Children of Hurin
J. R. R. Tolkien
Listinn er gerður út frá sölu dagana
29.04.2008 - 05.05.2008 í Pennanum
Eymundsson og Bókabúð Máls og
menningar
METSÖLULISTI
Erlendar bækur
Í kvöld, 8. maí kl. 20.00, held-
ur Þorvaldur Kristinn Þor-
valdsson, bassi, útskrift-
artónleika í Salnum í
Kópavogi. Hann flytur lög eft-
ir Bach, Beethoven, Verdi,
Pjotr I. Tschaikovsky og Karl
O. Runólfsson.
Þorvaldur
í Salnum